Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Page 63

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Page 63
borgardómara, og Lilju Ólafsdóttur hdl., og voru þau einróma kjörin. Að tillögu stjórnar voru kjörnir í varastjórn: Hallvarður Einvarðsson, Hjalti Zóphoníasson, Jóhannes L. L. Helgason, Jón Steinar Gunnlaugs- son, Jónatan Þórmundsson, Stefán Már Stefánsson og Þór Vilhjálms- son. Að tillögu stjórnar voru endurskoðendur kjörnir þeir Helgi S. Jóns- son hdl. og Guðmundur Skaftason hrd., og til vara þeir Sigurður Bald- ursson hrl. og Friðgeir Björnsson borgardómari. 6. önnur mál. Eirikur Tómasson, nýkjörinn formaður þakkaði það traust sem honum hefði verið sýnt. Þakkaði hann þeim stjórnarmönnum sem gengu úr stjórn og þá sérstaklega fráfarandi formanni Arnljóti Björns- syni fyrir frábært starf í þágu félagsins. Fundi slitið kl. 8.45. Guðný Björnsdóttir SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Á AÐALFUNDI 27. OKTÓBER 1987 í stjórn félagsins á starfsári því, sem nú lýkur voru: Eiríkur Tómasson, formaður, Valgeir Pálsson, varaformaður, Guðrún Mar- grét Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Guðný Björnsdóttir, ritari, Ingvar J. Rögnvaldsson, Jón Finnbjörnsson, gjaldkeri, og Lilja Ólafs- dóttir, en hún starfaði aðeins í stjórninni á fyrri hluta starfsársins vegna fjar- veru við störf erlendis. Á starfsárinu frá 30. október 1986 til 27. október 1987 voru haldnir eftir- taldir félagsfundir: 1. Aðalfundur var haldinn 30. október 1986. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Björn. Þ. Guðmundsson, prófessor, framsögu um efnið: „Sérstakt hæfi ráðherra". Fundargestir voru 51. 2. Hinn 18. nóvember 1986 flutti dr. Guðmundur Alfreðsson, þjóðréttarfræð- ingur, framsögu um efnið „Þjóðréttarleg staða þjóðarbrota og minnihluta- hópa“. Fundargestir voru 23. 3. Hinn 9. desember 1986 var haldinn hádegisverðarfundur og flutti Þor- steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri, erindi er nefndist „Verkefni dámsmála- ráðuneytis og mál sem þar eru ofarlega á baugi“. Fundargestir voru 36. 4. Hinn 30. janúar 1987 var haldinn hádegisverðarfundur, og var rædd framtíð BHM og aðild Lögfræðingafélagsins að bandalaginu. Málshefj- andi var Þorsteinn A. Jónsson, deildarstjóri. Því miður láðist að láta fundargesti skrá sig í fundargestabók félagsins, þannig að fjöldi þeirra er óljós. 5. Hinn 26. febrúar 1987 var haldinii félagsfundur þar sem Helgi V. Jónsson, hrl. hafði framsögu um efnið „Ábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum“. Á eftir fóru fram pallborðsumræður, og voru fundargestir 71. 6. Hinn 31. mars 1987 var haldinn hádegisverðarfundur og flutti Þorgeir örlygsson, borgardómari, erindi er nefndist „Valdsvið og verkefni tölvu- nefndar". Fundargestir voru 30. 217

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.