Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 17
sem komizt var að þeirri niðurstöðu, að lagaákvæði, sem heimilaði sveitarstjórn að leggja sérstakan skatt á „hlunnindi í eigu utansveitar- manna“ fengi ekki staðizt. Var sú niðurstaða byggð á því, að jafn- ræði milli manna væri um of raskað með skatti sem ylti á því, hvar menn væru búsettir (meirihluti dómsins), og hin stórfellda mismunun gjaldenda með þessum hætti samrýmdist ekki lögmætum skattlagn- ingarsjónarmiðum (minnihlutinn). I þessum síðarnefndu dæmum stóð svo á að lítil fjárhagsleg rösk- un fylgdi því að ógilda skattana. Ef til vill er það tilviljun að niðurstöður hafa frekar orðið borgur- unum í dag í „litlu“ málunum en þeim „stóru“. Kannski er það ekki tilviljun, heldur öllu fremur dæmi um þá hálfpólitísku lögfræði, sem dr. Gaukur Jörundsson nefnir í riti sínu og áður var getið. Ef það er rétt er það hálfskelfileg niðurstaða. Ég tel að slík afstaða við lög- skýringar fái ekki staðizt. LOKAORÐ Ég hef rætt hér töluvert um skattamál og vernd borgara fyrir skött- um. Það er, eins og ég sagði, eingöngu gert í dæmaskyni til að varpa Ijósi á lögskýringarviðhorf, sem virðast vera uppi hjá íslenzkum dóm- stólum, þegar til þeirra kasta kemur að skýra hvað í mannréttinda- vernd stjórnarskrárinnar felst. Eins og fram hefur komið í máli mínu tel ég að íslenzkir dómstólar hafi þrengt þá vernd, sem virðist felast í mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, umfram það sem rétt lögskýringarviðhorf leyfa. Rakalaust er að taka skammtímaviðhorf um röskun hagsmuna fram yfir langtímaviðhorf um að þjóðfélagið eigi að lúta almennum grund- vallarreglum, sem hafnar séu yfir dægurþras stjórnmála. Þeir hags- munir eru að sjálfsögðu miklu þýðingarmeiri en skammtímahags- munirnir, eins og t.d. hagsmunir ríkissjóðs af því að missa tekjur af einhverjum tilteknum skatti. Mannréttindaákvæðin eru veigamikill þáttur í stjórnskipun Islands og er ætlað að tryggja borgurunum vernd fyrir ríkisvaldi á þýðingarmiklum sviðum. Engin efni eru til sérstakrar þrengingar á þeirri vernd. Umræður í hópi íslenzkra lög- fræðinga leiða væntanlega til þess að betur verði hugað að þessum þýðingarmiklu grundvallaratriðum í framtíðinni. 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.