Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Blaðsíða 22
hgl. Um þessar reglur og önnur atriði hér að lútandi verður nánar rætt í köflunum um ákvörðun og innheimtu fésekta. Ástand efnahagsmála hefur áhrif á gildi og áhrifamátt fésektar- ákvæða. Á síðustu áratugum hefur oftsinnis komið berlega í ljós hér á landi, hvernig slík ákvæði hafa úrelst og misst marks vegna verð- bólgu og rýrnandi verðgildis gjaldmiðilsins. Á sumum sviðum hefur verið séð við þessu, t.d. með ákvæðum um gullkrónuviðmiðun í fisk- veiðilöggjöfinni. Ekki hefur reynst gerlegt að breyta nægilega oft hinum fjölmörgu sektarákvæðum laga. Því var gripið til þess ráðs með 1. nr. 75/1982 og 10/1983 að breyta sektamörkum 126 laga, þannig að sérstök sektamörk þeirra voru felld niður. Ræðst hámark fésektar eftir lögum þessum nú af hinu almenna sektarákvæði 50. gr. hgl. (sektahámark 4 milljónir króna), enda er tiltölulega auðvelt að breyta öðru hverju sektahámarki 50. gr. einnar (síðast hækkað með 7. gr. 1. nr. 42/1985). Tekið er fram í greinargerð með frumvarpi til 1. nr. 75/1982, að ekki þyki varhugavert að leggja það á vald dóm- stóla að dæma sektir samkvæmt hinu almenna ákvæði 50. gr. hgl., eins og það er á hverjum tíma, enda sé við dómvenjur að styðjast á ýmsum sviðum. Einnig er tekið fram, að ekki sé stefnt að þyngri refsiviðurlögum í framkvæmd en nú tíðkast, þótt sektamörk hækki verulega við umræddar lagabreytingar. Ymis önnur viðurlög en fésektir bitna á fjármunum manna. Nefna má miskabætur og aðrar skaðabætur, sviptingu erfðaréttar og eignar- upptöku. Margt er ólíkt með fésektum og skaðabótum, þótt þær þjóni að hluta til sama markmiði og sé oft beitt saman vegna refsiverðrar háttsemi, er tjóni veldur. Efnisröskun hefur alltaf átt sér stað, þegar skaðabætur eru dæmdar, en slíkt er ekki áskilið við ákvörðun fésekta. Um ýmis gagnkvæm áhrif getur verið að ræða, sbr. 6. tl. 3. mgr. 57. gr. og 8. tl. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 74. gr. hgl. Refsiskilyrði og bótaskil- yrði fara ekki saman nema að litlu leyti. Þá er gagnger munur á því, hvert sektir og bætur renna. Skaðabætur renna til þess, sem tjón hef- ur beðið, en fésektir í ríkissjóð eða aðra opinbera sjóði, sbr. 1. mgr. 49. gr. hgl. Með 1. nr. 75/1982 og 10/1983 voru afnumin flest eldri ákvæði um, að sektir skyldu renna í sveitarsjóði og jafnvel til upp- ljóstrarmanna. Ákvæði um fésektir og eignarupptöku hafa verið í ís- lenskum lögum frá fyrstu tíð. í fornlögum Islendinga þekktist ekki sá skýri munur á sviptingu eigna eftir því, hvort hún var gerð í refsi- skyni í lagatæknilegri merkingu (fésekt) eða sem önnur refsikennd viðurlög (eignarupptaka). Áður fyrr vörðuðu ýmis stórafbrot almennri 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.