Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 66
Hilmar Vilhjálmsson framkvæmdastjóri vann störf sín af mikilli prýði. og hefur hann boðist til að gegna starfinu áfram. Hann er vakandi fyrir tækninýj- ungum, og voru að hans ábendingu fest kaup á tölvu, senr nýtist félaginu við bréfaskriftir, bókhald og félagatal, ásamt öðru því sem slík tæki hafa á sínum snærum. Aðsetur framkvæmdastjóra er í skrifstofu félagsins, sem er áfram í húsnæði Lögmannafélags íslands að Álftamýri 9. Skrifstofuaðstaðan er látin í té endurgjaldslaust, og sýnir Lögmannafélagið þarenn í verki mikilvægan stuðning við félagið. V. Stjórninni bárust ýmis erindi til umsagnar og afgreiðslu. Sérstaklega ber að geta eins þeirra. í tilefni af tillögum norrænnar embættismannanefndar um að leggja niður Norrænu sjóréttarstofnunina í Osló ritaði stjórnin ýtarlegt bréf til menntamálaráðherra, dags. 21. febrúar 1990, þar sem þess var eindregið farið á leit við ráðherrann að hann beitti áhrifum sínum til þess að stofnunin verði ekki lögð niður. VI. Aðild félagsins að Bandalagi háskólamanna var mjög til umfjöllunar á fundum stjórnar sem endranær. Ákveðið var að stjórnin kannaði þetta mál gaumgæfilega og gerði tillögur. í því skyni voru Grétar Ólafsson læknir, formaður BHM og Signrundur Stefánsson framkvæmdastjóri fengnir á fund stjórnar. Stjórnin ákvað að athuguðu máli að boða til almenns félagsfundar þar sem lögð yrði fram til umræðu tillaga stjórnarinnar um úrsögn úr BHM. Fundurinn var haldinn 18. september. Þar var samþykkt að fram færi allsherjar- atkvæðagreiðsla innan félagsins um þessa tillögu stjórnarinnar. Á stjórnarfundi hinn 20. september voru skipaðir 6 fulltrúar félagsins á IX. þing BHM, sem haldið verður dagana 9. og 10. nóvember n.k. og var jafnframt ákveðið að þeir skipuðu nefnd til að undirbúa þátttöku félagsins á þinginu og gera tillögur um breytingar á starfsemi og starfsáætlun BHM, sem stefni í átt að upphaflegum markmiðum bandalagsins og með sem minnstum tilkostnaði. Allan V. Magnús- son borgardómari var skipaður formaður nefndarinnar, og mun nefndin gera nýrri stjórn grein fyrir framvindu mála að þinginu loknu. VII. Áfram hefur verið haldið að endurskoða félagaskrá með tilliti til greiðslu félagsgjalda. Árgjaldið er í algjöru lágmarki, kr. 2.000, og renna kr. 744 af því beint til BHM. I ár hafa 660 gíróseðlar verið sendir til þeirra félagsnranna, sem taldir eru líklegir til að greiða og halda uppi félagsstarfinu sem virkir félags- menn. Enn er það áhyggjuefni ef félagsmenn greiða ekki félagsgjöld sín í tíma til þess að leggja fram sinn skerf, og eru menn góðfúslega minntir á skyldur sínar í þessum efnunr. 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.