Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1993, Blaðsíða 4
hvort hér sé ekki of langt gengið og verið að fela dómurum umboðsstörf og fá þeim pólitískt vald sem hollast væri að halda frá þeim. E.t.v. verður sett hér fram krafa um að dómstólum verði alfarið heimilað að setja almennar reglur um innra starf sitt á grundvelli almennra réttarfarsreglna í lögum. Hætt er við að dómsvald í höndum dómarafulltrúa, settra dómara, setudómara og einkum umboðsdóm- ara verði sett undir mæliker, annaðhvort á innlendum vettvangi eða á alþjóða- vettvangi vegna ákvæða 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem líklega verður bráðlega veitt lagagildi. Dómarar kunna að sækjast eftir aukinni hlutdeild í undirbúningi fjárlagagerðar að því er dómstóla varðar og ráðgjafar- valdi um þau efni gagnvart Alþingi. Það skipulag sem verið hefur á ákvörðun launakjara dómara hefur beðið alvarlegan hnekki og leita menn nú ráða til að tryggja sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu á þessu sviði. Á árinu 1991 voru gerðar umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni (stjórn- skipunarlög nr. 56 1991). Aðalefni þeirra er afnám deildaskiptingar Alþingis sem vænta má að muni styrkja vald þingsins. Jafnframt voru sett ný þingsköp og við upphaf þess þings, sem nú situr, varð að ráði að stjórnarandstaðan fengi þrjá nefndaformenn í þeim yfirlýsta tilgangi að marka skil milli þings og stjórnar og styrkja sjálfstæði þingsins. Ríkisendurskoðun hefur verið sett undir þingið. Umboðsmaður Alþingis fylgist með hvernig stjórnvöld framfylgja fyrirmæium þingsins og gefur þinginu skýrslur. Með breytingu á 61. gr stjórnarskrár er tekið af skarið um að ákvæði hennar um dómendur á almennt við um alla þá dómendur sem nú gegna störfum. Þeim má þó víkja úr embætti gegn vilja þeirra eftir að þeir eru orðnir 65 ára, en aðeins hæstaréttardómarar njóta þess að geta þá farið frá á fullum launum. Skýringin á þessum mismun mun vera sú að tíðkast hefur að hæstaréttardómarar sem fengið hafa lausn 65 ára eða eldri hafa notið fullra launa þótt sú framkvæmd verði ekki byggð á tilgangi ákvæðisins. Þess má vænta að brátt verði úr því skorið í máli Sigurgeirs Jónssonar frv. hæstaréttardómara hvort þessi framkvæmd á næga stoð í lögum. Hæstiréttur hefur nýverið átt frumkvæði að því að dómurum réttarins væri greitt aukalega fyrir óvenjulegt vinnuálag, sem vekur umhugsun um hvort rétt sé að leggja svo mikla vinnubyrði á dómendur að þeim gefist ekki tóm til að íhuga mál svo sem vert væri. Nýlega neytti forsætisráðherra heimildar til að skera úr um valdmörk ráðherra. Þeir sem ekki felldu sig við þá úrlausn hugðu þá gott til glóðarinnar að fá úrlausninni hnekkt fyrir dómstólum. Þótt dómstólar geti skorið úr um embættistakmörk yfirvalda við vissar réttarfarsaðstæður þótti ýmsum að forsæt- isráðherra ætti að geta skipað nrálum á stjórnarheimilinu án afskipta dómstóla, enda væru þá dómarar komnir á hálan ís ef þeir færu að blanda sér þannig í stjórnmálaátök. Sigurður Líndal prófessor og Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. hafa um sinn átt í 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.