Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 22
innar hefði miðað við greiðsluskilmála verið annað og lægra en kaupsamningsverðið. Þrátt fyrir staðhæfingu Ó þætti verða að gera ráð fyrir því, að J hefði tekið við bréfunum á þeirri forsendu, að þau fengjust greidd af skuldara eða andvirði veðsins. Þar sem bréfin hefðu ekki verið greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir, yrði að líta svo á, að Ó hefði ekki staðið J skil á söluandvirðinu. J hafi selt skuldabréfin, en þó tekist á hendur sjálfskuldarábyrgð á þeint. Yrði Ó því ekki talinn bera ábyrgð á hærri fjárhæð en nærni söluandvirðinu, og bæri því að dæma hann til greiðslu þeirrar fjárhæðar ásamt vöxtum. 2.3 Réttarstaða framsalshafa gagnvart þriðja manni 2.3.1 Heimild framseljanda Meginreglan er sú, að framsal kröfu hefur því aðeins í för með sér aðilaskipti að kröfunni, að framseljandi sé heimildarmaður að henni. Er litið svo á, að traustfangsreglur gildi aðeins um viðskiptabréfakröfur.43 Sjá til athugunar Hrd. 1936 133 (Dánarbú). Kröfuhafi, sem hefur framselt kröfu sína til mála- mynda, glatar þó þeirri mótbáru í samræmi við ákvæði 34. gr. samningalaga. Af framangreindri meginreglu leiðir, að sé afsal framseljanda fyrir kröfu haldið ógildingarannmarka, glatar framseljandi ekki þeirri mótbáru við síðara framsal kröfunnar, að afsal hans hafi verið ógilt. Hefur það meira að segja verið talið gilda, þótt um sé að ræða mótbárur, sem aðeins verða hafðar uppi gagnvart loforðsmóttakanda í vondri trú.44 Nokkur vafi er á því, hverja þýðingu það hefur, ef framseljandi hefur gefið út skriflega framsalsyfirlýsingu og yfirlýsingin er þannig úr garði gerð, að hún lítur út fyrir að vera ætluð sem skilríki fyrir rétti framsalshafa gagnvart þriðja manni. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram. að mótbára framseljanda glatist ekki, þótt um skriflega framsalsyfirlýsingu sé að ræða.45 Aðrir fræðimenn hafa hins vegar viljað lögjafna frá ákvæðum samningalaga um umboð. Hefur það sjónarmið þá verið orðað, að hafi eigandi gefið öðrum manni skriflegt afsal fyrir eign sinni, hvort heldur sem um er að ræða fasteign eða aðra eign, þá megi vel vera, að sá gerningur sé ógildur í millum aðila, og afsalsgjafi geti heimt eignina aftur frá afsalshafa. En hafi afsalshafi ráð- stafað eigninni til þriðja manns, sem sé grandlaus, þá sé ekki þar með sagt, að afsalsgjafinn geti borið ógildi afsalsins fyrir sig gagnvart honum. Liggi þá nærri að telja afsalið vera á borð við umboð, og að í því felist svipuð ráð- stöfunarheimild gagnvart þriðja manni og í umboði. Afleiðingin af því verði þá sú, að sá, sem í grandleysi semji við mann, sem hefur skriflegt afsal fyrir eign, öðlist þann rétt, sem honum var heitið í samningnum. Bein lagaheimild 43 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 200; Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 44. 44 Henry Ussing, Obligationsretten, bis 220-221. 45 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 221. 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.