Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 28
2A.2.3 Greiðsla til framseljanda Skuldari leysist undan skyldu sinni með greiðslu til upphaflegs kröfuhafa (framseljanda), nema því aðeins að hann hafi verið í vondri trú eða skuldari af öðrum ástæðum verður að virða rétt framsalshafa. Sjá til athugunar Hrd. 1948 251 (Mjólkursamsalan).60 Af því, sem að framan er rakið, má vera ljóst, að sé skuldari í vafa um það, hverjum hann á að greiða, er ekki víst, að hann losni undan skyldum sínum með greiðslu til framseljandans.61 Það er álitamál, hvers megi af skuldara krefjast í þessu sambandi, þ.e.a.s. hversu mikillar aðgæslu megi af honum krefjast. Skuldara væri t.d. rétt að líta fram hjá sögusögnum unt framsal, því almennt má gera ráð fyrir því, að nýr kröfuhafi haldi fram rétti sínum ekki seinna en á gjalddaga kröfu. Skuld- arinn verður þó að sýna hagsmunum framsalshafa sanngjarnt tillit, en ekki verður þess krafist af honum, að hann leggi á sig mikið erfiði eða baki sér fjárhagslegt tjón af því að gæta hagsmuna nýs kröfuhafa. Ef framsalshafi hefur tilkynnt skuldara með formlausum hætti um framsalið, verður skuldari að gefa framsalshafa það ótvírætt til kynna, ef hann vill fá frekari staðfestingu á framsalinu.62 Ef um er að ræða rökstuddan grun hjá skuldara um rétt fyrri kröfuhafa (framseljanda), getur skuldari ekki losnað undan skyldu sinni með því að greiða honum, heldur verður að ætlast til þess af honum að hann geymslu- greiði í samræmi við ákvæði laga nr. 9/1978.63 Sjá til athugunar Hrd. 1985 1339 (Útilíf hf.), en þar taldi meiri hluti Hæstaréttar, að skuldari hefði ekki sýnt að sér næga aðgæslu, þegar hann greiddi skuld til upphaflegs kröfuhafa, þrátt fyrir óundirritaða yfirlýsingu á vörureikningi um framsal kröfunnar til nýs aðila. Ef framsalshafi vill tryggja rétt sinn, verður hann að tilkynna skuldara um 60 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 212; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 90. í Hrd. 1948 251 liagaði þannig til, að M leigði sölubúð í húsi A. Hinn 1. október 1946 keypti B húsið af A og tilkynnti M eigendaskiptin. A hafði áður gert tilraunir til að koma M burt úr húsnæðinu og sýnt tregðu á viðtöku húsaleigu. Hafði M því sent A leigugreiðslur í póstávfsun. Eftir að M fékk tilkynningu B um eigandaskiptin, aðgætti hann, að eignarheimild B var ekki þinglýst. Hélt liann því áfram að senda A leigugreiðslur í póstávísun. B tilkynnti M hinn 29. mars 1947, að eignarheimildin væri þinglesin, og hinn 19. maí s.á. krafðist hann útburðar M vegna vanskila. Vegna framangreindra truflana á viðtöku leigugreiðslna og þar sem ekki varð séð, að M skorti vilja eða getu til að greiða leiguna, var synjað um útburð. 61 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 211; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 90. 62Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 212. 63 Henry Ussing, Obligationsretlen, bls. 213. Sjá UfR. 1960 1031; Bernhard Gomard. Obligationsret, bls. 83. 94

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.