Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 38
stakra félagsmanna verði ekki framseldur án atbeina annarra eigenda.81 Eign hvers einstaks félagsmanns í félagi með ótakmarkaða ábyrgð er bundin. Félagsmaður verður að hlíta því, að eigninni sé varið í félagsþarfir, og þegar félaginu er slitið, fær hann aðeins nettó eign sína greidda. Sama gildir urn skuldheimtumenn félagsmanns. Þeir geta að jafnaði aðeins gengið að nettó eign félagsmanns í félaginu.82 Loks skal getið ákvæðis í 126. gr. siglingalaga nr. 34/1985: „Ef farm- samningur hefur verið gerður um flutning á tilteknum manni, er honum ekki heimilt að framselja rétt sinn samkvæmt samningnum. Aldrei er farþega heimilt að framselja rétt samkvæmt farmsamningi eftir að ferð er hafin'k Sjá einnig 6. gr. laga nr. 80/1994 urn alferðir, sbr. kafla 1.3 hér að framan. 3.5 Kröfur samkvæmt gagnkvæmum samningum 3.5.1 Almennt Þegar um gagnkvæma samninga er að ræða, helgast rétturinn til greiðslunnar af því, að gagngjaldið sé innt af hendi. Þrátt fyrir það er almennt talið, að slíkar kröfur séu framseljanlegar, þ.e. rétturinn til framsals er ekki einskorðaður við ein- hliða kröfur. í einstaka lagaákvæðum er beinlínis vikið að framsali krafna sam- kvæmt gagnkvæmum samningi, sbr. 25. gr. siglingalaga nr. 34/1985: „Nú ffam- selur farmsamningshafi rétt sinn samkvæmt samningnum eða semur við aðra menn um flutning fyrir þá, og ábyrgist hann þá eigi að síður efndir samningsins".83 Þótt kröfur samkvæmt gagnkvæmum samningi séu framseljanlegar, raskar framsalið í engu samhenginu milli krafnanna, t.d. eftir 14.-16. og 39.-41. gr. kpl. Framsal réttar eftir samningi, sem enn hefur ekki verið efndur, t.d. sam- kvæmt samningi um kaup á vörum, sem ekki hafa verið afhentar og greiddar, myndi almennt ekki breyta rétti skuldarans (seljanda).84 Þann almenna fyrirvara verður engu að síður að setja varðandi heimildina til framsals réttar samkvæmt gagnkvæmum samningi, að sá réttur væri fram- seljanlegur, ef um einhliða kröfu væri að ræða. Einnig gildir hér sem endranær sá fyrirvari, að framsalssamningurinn sé ekki haldinn ógildingarannmörkum.85 81 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson, Skuldaraskipti, bls. 54-55; Bernhard Gomard, Obligations- ret, bls. 105-106. 82 Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 143-144: Páll Skúlason, Sameignarfélög, helstu réttarreglur, Reykjavfk 1990, bls. 42; Friðgeir Björnsson, Ábyrgð sameigenda á skuld- bindingum sameignarfélags við eigendaskipti. Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 1985, bls. 18 o. áfr. 88 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 230; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 92. 84 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 92. 85 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 230. 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.