Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 13
eftir áfrýjun á sýknudómi. í Alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi, sem gerður var á vegum hinna Sameinuðu þjóða og Islend- ingar hafa gerst aðilar að, sbr. auglýsingu nr. 10/1979 (C-deild Stjórnartíðinda 1979), segir í 5. mgr. 14. gr.: „Hver sá sem sakfelldur hefur verið fyrir glæp skal eiga rétt á að sakfelling hans og dómur séu endurskoðuð af æðra dómi samkvæmt lögum“. í skýringarskýrslu við samningsviðauka nr. 7 við Mannréttindasáttmála Evr- ópu er á það bent að ekki beri að skilja orðalag 2. gr. viðaukans svo að sak- borningur verði að eiga þess kost að fá bæði sök og refsingu endurskoðaða í hverju máli. Nægilegt geti verið að hann fái endurskoðun refsingarinnar. Þá er nefnt að í sumum ríkjum þurfi sá sem óskar endurskoðunar á dómsúrlausn fyrir æðra dómi að sækja um leyfi til þess. Síðan er það sérstaklega tekið fram að réttur til slíkrar umsóknar skuli metinn sem réttur til endurskoðunar fyrir æðra dómi í skilningi ákvæðisins. Hvort skýra má 5. mgr. 14. gr. fram- angreinds sáttmála Sameinuðu þjóðanna á svipaðan hátt er ef til vill óljósara og er ekki kunnugt að á það hafi reynt. í þessum ákvæðum sáttmálanna, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, er mælt fyrir um endurskoðunarrétt opinberra mála. Nefnd á vegum Evr- ópuráðsins hefur nýverið gert tillögu um að þessi réttur þurfi einnig að vera til reiðu varðandi einkamál. Það verði að vera grundvallarreglan og undan- þágur frá henni verði að vera lögbundnar. Nefndin leggur þó sérstaka áherslu á að réttinum til endurskoðunar dómsúrlausna verði að koma þannig fyrir að hann verði ekki misnotaður, svo sem víða vilji brenna við. Vísar nefndin í því sambandi til 6. gr. mannréttindasáttmálans um að menn verði að geta náð rétti sínum innan hæfilegs tíma. í þessu skyni er lagt til að með lögum verði tryggt að grundvöllur máls verði lagður á fyrsta dómstigi. Allar kröfur, mála- vexti og málsástæður verði að hafa uppi fyrir héraðsdómi.- Skylda eigi hér- aðsdómara til að rökstyðja niðurstöður sínar á skýran og skilmerkilegan hátt á skiljanlegu máli, svo að aðilar geti gert sér grein fyrir því hvort ástæða sé til þess að skjóta máli til æðri réttar og hvernig megi takmarka málskotið sé það mögulegt. Þá eigi að gera ráð fyrir því að fullnustu héraðsdóms verði ekki frestað, þrátt fyrir málskot, nema í þeirn tilfellum sem það myndi leiða til þess að ekki yrði mögulegt að framkvæma breyttan dóm. Lagt er til að takmarka megi áfrýjunarheimildir með lögum á ýmsan hátt, svo sem þekkt er hér á landi, t.d. með áfrýjunarleyfum og áfrýjunarfrestum. Þá eigi að mega undanskilja áfrýjun ýmis mál, sem farið er með á sérstakan hátt, eins og að sérstakri smámálameðferð og svo réttarfarságreining. Þá mælir nefndin með því að aðilar verði skyldaðir til, strax í upphafi málsmeðferðar fyrir æðra rétti, að rökstyðja hvers vegna þeir skjóta málinu til réttarins. Takmarka eigi mögu- leika til þess að koma að nýjum kröfum, málsástæðum og gögnum á síðari dómstigum. Þá eigi að gera æðra rétti mögulegt að vísa máli frá á auðveldan hátt, telji hann málskotið illa grundað. Réttinum eigi þá að vera mögulegt að beita þann sektum sem stendur að málskotinu. Sama eigi að gilda um þann 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.