Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 37
Einn hinna fyrstu fimm dómara, Halldór Daníelsson, var nýlega látinn og Kristján Jónsson dómstjóri lést tveimur árum síðar. Ólafur Lárusson prófessor gegndi starfi hæstaréttardómara frá andláti Halldórs Daníelssonar til dauða Kristjáns Jónssonar. Eftir það voru dómarar Hæstaréttar þrír um árabil. Með þessum lögum var einnig gerð sú breyting, að dómarar skyldu kjósa sér forseta úr sínum hópi til ekki skemmri tíma en eins árs í senn. Slík kosning átti þó ekki að fara fram, á meðan þáverandi dómstjóri sæti í embætti. Með lögum nr. 111/1935, sbr. lög nr. 112/1935, var ákveðið, að Hæstarétt skip- uðu að nýju fimm dómarar, en þeir skyldu þó aðeins vera þrír, þangað til fé yrði veitt í fjárlögum til ijölgunar dómurum. Þá var sagt, að eigi mætti dóm setja með færri dómendum en þremur, og skyldi með konunglegri tilskipun kveðið á um, hvenær dóm mætti setja með fimm dómendum. Slík tilskipun var aldrei gefin út. Þótt ríkisstjóminni hafi á hverju ári frá þessu verið heimilað í fjárlögum að veija fé úr landssjóði til launagreiðslu tveggja dómara til viðbótar, var heimildin ekki notuð fyrr en vorið 1945, er dómumm var að nýju fjölgað í fimm. Hæstaréttardómurum var fjölgað í sex með lögum nr. 42/1973, sbr. lög nr. 75/1973. Fimm dómarar skyldu skipa dóm. Þó var heimilt, að þrír dómarar dæmdu í einkamálum, ef úrslit máls voru hvorki mikilvæg frá almennu sjón- armiði né vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni aðila, og í opinberum málum, ef refsing, sem legið gat við broti, var ekki þyngri en varðhald eða tveggja ára fangelsi. Rétturinn átti sjálfur að ákveða, hversu margir dómarar og þá hverjir skipuðu dóm í máli. Með lögum nr. 24/1979 var dómurum ljölgað í sjö. Fyrirkomulag um skipt- ingu í fimm og þriggja manna dóma var efnislega svipað. í kærumálum áttu þó að sitja þrír dómarar, nema alveg sérstaklega stæði á. Þá var ákvæði þess efnis, að dómurinn gæti ákveðið, að sjö dómarar sætu í dómi í sérlega mikil- vægum málum. Enn var dómurum fjölgað með lögum nr. 67/1982 og nú í átta. Rýmkuð var heimild til þess, að þrír dómarar skipuðu dóm í opinberu máli, þar sem þá tilhögun mátti nú viðhafa, ef refsimörk voru bundin við sektir, varðhald eða fangelsi allt að sex árum í stað tveggja áður. Þá var sagt, að dómarar skyldu taka sæti í dómum eftir röð, sem ákveðin væri með almennri reglu. í ákvæði til bráðabirgða var dómsmálaráðherra heimilað að setja árin 1982 og 1983 samkvæmt tillögum Hæstaréttar tvo til þrjá dómara til viðbótar hinum reglulegu dómurum allt að sex mánuði hvort ár. Þessi heimild var nýtt þannig, að árið 1982 voru settir þrír dómarar í þrjá og hálfan mánuð en árið 1983 þrír dómarar í sex mánuði. Með lögum nr. 91/1991 var enn rýmkuð heimild til þriggja manna dóms í opinberu máli, þar sem refsimörk voru færð úr sex í átta ára fangelsi. Síðasta fjölgun dómara við Hæstarétt var svo gerð með lögum nr. 39/1994, er dómarar urðu níu. Þá var heimilað, að einn dómari skipi dóm í máli, ef kærður er úr- skurður, sem snertir rekstur máls í héraði, kærumálið er skriflega flutt og það varðar ekki mikilvæga hagsmuni. Hæstiréttur á eftir sem áður að ákveða 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.