Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 76

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 76
Hér er skírskotað til undirstöðureglu sem til sé þótt allt eins megi líta svo á að Hæstiréttur setji þá reglu að þvingunarráðstöfunum vegna rannsóknar í opinberu máli skuli haga svo að sökunaut verði sem minnst óhagræði að, árétti og afmarki meðalhófsregluna sem síðar verður vikið að. Nú má gera þá athugasemd að Hæstiréttur beiti hér grundvallarreglum eða meginreglum laga. En þá er á það að líta að meginreglur eru almennar og lítt afmarkaðar, lúta meðal annars að sanngirni og réttlæti í samskiptum manna eða stefnumörkun í stjórnmálum og eru því lítt fallnar til þess að þeim sé „beitt“. Til þess að gera þær virkar verður að afmarka þær nánar og það gerir annars vegar löggjafinn og hins vegar dómstólarnir. Þær eru reglumar bakvið regl- urnar.16 6. TENGSL FORDÆMA YIÐ AÐRAR RÉTTARHEIMILDIR A einveldisöld voru sett lög eina réttarheimildin sem viðurkennd var. Síðar náði venja slfkri viðurkenningu. í byrjun 19. aldar sýndi danski lögfræðing- urinn A. S. 0rsted fram á að fyrri dómsúrlausnir hefðu áhrif á þær sem síðar gengju. Jafnframt mótaði hann kenninguna um eðli máls sem réttarheimild. Með þessu afneitaði hann þeirri hugmynd að lög og venja væru einu réttar- heimildirnar. Hann hélt því einnig fram að til væri náttúrlegur eða eðlisbund- inn réttur sem ætti rætur í réttarvitund þjóðarinnar.17 Nú ber alla jafna svo við að atvik máls eru einföld og ljós og lagaákvæði alveg skýr. Þá er því einfaldlega slegið föstu hvaða regla skuli gilda í sam- skiptum aðila. Slík mál koma sjaldnast til kasta dómstóla. Ef svo ber við verð- ur dómsúrlausn tæplega kölluð fordæmi. Flest mál sem dómstólar þurfa að útkljá em hins vegar þannig vaxin að atvik falla ekki að neinni afdráttarlausri réttarreglu eða engum slíkum er til að dreifa. Þegar þannig stendur á verður dómari að grípa til óljósari réttarheimilda og leggja þær til grundvallar með sérstökum rökstuðningi til að leysa málið. Þá mótar hann reglu sem síðan má hafa til viðmiðunar í síðara máli sem sambærilegt er. Ef einvörðungu sett lög og venja eru viðurkennd sem réttarheimildir verður afleiðingin sú að fordæmi getur ekki talizt sjálfstæð réttarheimild. Úrlausn dómstóls verður þá einungis staðfesting á því hvað séu lög í ákveðnu tilfelli án nokkurs sjálfstæðs framlags til löggjafar þjóðfélagsins. En þetta stenzt ekki og liggja til þess ýmsar ástæður. I fyrsta lagi eru lagaákvæði sjaldnast svo ýtarleg og afdráttarlaus að þau geymi fullmótaða reglu sem leysi sjálfkrafa úr álitaefni. Þess vegna hafa verið viðurkenndar fleiri en ein réttarheimild sem dómari getur gripið til. 16 Sjá nánar Garðar Gíslason: Meginreglur laga. Úlfljótur, tímarit laganema 39 (1986), bls. 5-15. Endurpr.: Eru lög nauðsynleg? Bókaútgáfa Orators. Rv. 1991, bls. 77-91. 17 Sjá Ditlev Tamm: Fra lovkyndighed til retsvidenskab. Kbh. 1976, bls. 367-74. 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.