Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 40
Stefán Már Stefánsson er prófessor við lagadeild Háskóla Islands Stefán Már Stefánsson: UM SÉRFRÓÐA MEÐDÓMSMENN1 1. LAGAHEIMILDIR Ákvæði 2. mgr. 2. gr. laga um meðferð einkamála í héraði nr. 91/1991 tekur til sérfróðra meðdómsmanna2 og hljóðar svo: Ef deilt er um staðreyndir sem eru bornar fram sem málsástæður og dómari telur þurfa sérkunnáttu í dómi til að leysa úr getur hann kvatt til tvo meðdómsmenn sem hafa slíka sérkunnáttu. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. sömu laga skulu meðdómsmenn taka þátt í máls- meðferð og dómsuppsögu og hafa sömu réttindi og bera sömu skyldur og dóms- formaður í því máli. Dómsformaður stýrir þó dómi og kveður einn upp úrskurði um annað en frávísun máls. Dómsformaður ákveður þóknun til sérfróðra meðdómsmanna. Ekki er tilefni til að vfkja sérstaklega að ákvæði 5. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 sem hefur í raun að geyma sambærileg ákvæði og nú voru nefnd. 2. ÁLITAEFNI VARÐANDI SÉRFRÓÐA MEÐDÓMSMENN Þau álitaefni sem varða sérfróða meðdómsmenn eru mörg. Þau verða hvorki talin upp hér né reifuð en aðeins vikið að nokkrum þeirra. 1 Grein þessi er að nokkru leyti byggð á erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu Dómarafélags Islands á Selfossi þann 5. nóvember 1994. 2 I grein þessari verður ekki fjallað um skilyrði þess eða álitamál sem rísa kunna er dómari kveður til aðra héraðsdómara til setu í dómi eða þegar hann kveður héraðsdómara til setu í dómi með einum sérfróðum meðdómsmanni. 282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.