Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 24
að EFTA-dómstóllinn geti gegnt að fullu hlutverki sínu við endurmat slíkra ákvarðana. Er talið að um þýðingarmikið réttarfarsatriði sé að ræða í skilningi 36. gr. ESE-samningsins. I dóminum kemur síðan fram að í kröfu um rökstuðning ákvarðana, samkvæmt 16. gr. ESE-samningsins, felist að lagaatriði og staðreyndir sem ákvörðun byggist á séu rakin með skýrum og skilmerkilegum hætti. Er í þessu efni höfð hiiðsjón af dómaframkvæmd EB-dómstólsins á sambærilegri grein 190. gr. Rs.33 Telur EFTA-dómstóllinn að skýringar þær sem fram komu í bréfi eftirlitsstofnunarinnar, að „viðeigandi ákvæði EES-samningsins” leiddu til þess að stofnunin væri ekki valdbær til að fara með mál um styrki til sjávarútvegs, fullnægðu ekki kröfum 16. gr. um rökstuðning ákvörðunar og gæfu ekki nægi- lega skýrt til kynna rök stofnunarinnar fyrir niðurstöðu sinni. Vísar dómstóllinn einnig til þess að reglur um ríkisaðstoð á þessu sviði séu flóknar og því mikil- vægt að ljóst sé á hvaða forsendum niðurstaðan sé reist. Dómstóllinn hafnar því einnig að nægilegt hafi verið að tilkynna samtökunum SSGA munnlega um ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar. Þá er því hafnað að tilvísun til skjala í skjalasafni ESA varðandi rök fyrir niðurstöðu hennar sé fullnægjandi, enda telur dómstóllinn að þeim rökstuðningi hafi einnig verið áfátt. Leysti dómstóll- inn því ekki að öllu leyti úr því álitaefni hvort það gæti undir einhverjum kringumstæðum verið nægilegt að rök fyrir niðurstöðu sé að finna í skjölum í vörslu stofnunarinnar. Niðurstaða dómstólsins var sú að ákvörðun ESA um að ljúka málinu með þeim hætti sem raun var á var felld úr gildi og stofnuninni gert að greiða máls- kostnað.34 2.5 Athugasemdir í dóminum í Laxamálinu er enn ítrekað að taka beri mið af réttarframkvæmd EB-dómstólsins um sambærileg álitaefni og sýnir að það á jafnt við um réttar- farsleg atriði og efnisatriði. Þá er athyglisvert að dómstóllinn slær því föstu að taka beri tillit til þeirra meginsjónarmiða sem leiða má af dómurn EB-dóm- stólsins sem kveðnir eru upp eftir undirritun EES-samningsins. Hafði dóm- stóllinn í máli þessu hliðsjón af framkvæmd EB-dómstólsins og dómstólsins á fyrsta dómstigi án þess að vísa til þess sérstaklega hvenær dómarnir voru kveðnir upp. Jafnframt er ljóst, að því er lýtur að reglum um aðild að málum fyrir dómstólnum, að dómstóllinn beitir ekki bókstafstúlkun eða þröngri skýr- ingu á ákvæðum ESE-samningsins en aðhyllist fremur skýringarleiðir sem miða að því að tilgangi EES-samningsins verði náð og að ekki sé brotið gegn grundvallarreglum unt málsmeðferð og réttaröryggi. 33 Var í þessu sambandi m.a. vísað til máls nr. 24/62 Germany v Commission [1963] ECR 63 (bls. 69) og máls nr. C-41/93 France v Commission [1994] ECR 1-1829. 34 Sjá tilkynningu um dóm dómstólsins í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 27, 27. júlí 1995 [95/EES/27/02]. 160

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.