Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 31
þess að ákveða einhliða endurviðmiðun skulda sinna í gjaldmiðli viðkomandi ríkis. Til grundvallar er lagt að slík endurviðmiðun sé ekki með berum orðum óheimil samkvæmt samningnum og um sé að ræða endurviðmiðun á skulda- bréfum sem notuð eru í viðskiptum á verðbréfa- og peningamörkuðunum. Það eru fyrst og fremst útgefendur í einkageiranum sem fá slíkan rétt,50 en einnig útgefendur í opinbera geiranum sem stunda atvinnustarfsemi. Þátttökuríki virð- ist samkvæmt orðanna hljóðan einnig geta haft ástæðu til þess að endurviðmiða opinberar skuldir sem eru óframseljanlegar og sem eru í gjaldmiðli annars aðildarríkis sem hefur ákveðið endurviðmiðun á gjaldmiðli sínum.51 Réttur til endurviðmiðunar skulda mun takmarkast við t.d. að endurviðmiða greiðslu í þýskum mörkum (DEM) við greiðslu í evrói samkvæmt reglunum sem gilda um þetta (á hvaða gengi skuli umreiknað, hvernig eigi að námunda brot, o.fl.). Um önnur atriði, sem munu gilda um endurviðmiðunina, mun væntanlega fara eftir nánari ákvæðum sem gilda um samninginn samkvæmt viðkomandi landsrétti. Þátttökuríkin hafa samkvæmt ákvæðinu einnig möguleika á því að ákveða að evró skuli verða reiknieining fyrir ýmsar tegundir verðbréfa52 á skipulögðum verðbréfamörkuðum og við greiðslujöfnun og uppgjör á þeim í greiðslumiðl- unarkerfunum. Auk þess koma til álita ýmsar aðrar spurningar um tæknileg atriði í sambandi við endurviðmiðunina, t.d. endurstofnun nafnverðs (renominalisering),53 um samræmingu á heildarfjölda vaxtadaga og löglegum helgidögum, um uppgjörs- aðferðir, um sáttmála sem gilda um venjur um tilgreiningu myntar og aðferðir, um notkun staðla, o.fl. Fyrir utan þær heimildir sem leiða af af 8. gr. (4) er í reglugerðardrögunum ekki gert ráð fyrir reglum í landsrétti einstakra aðildarríkja sem sérstaklega bjóða að evró skuli notað. Nánari reglur sem eru bindandi mun einungis verða unnt að setja í samvinnu ríkjanna á grundvelli Evrópuréttarins, sbr. 8. gr. (5) í reglugerðardrögunum. Aðildarríkjunum er þó heimilt eins og áður hefur verið nefnt að heimila samkvæmt sínum eigin landsrétti víðtæka notkun evró á yfirráðasvæði sínu. I 8. gr. (6) reglugerðardraganna er tekið sérstaklega á því að reglur í lands- rétti sem leyfa eða bjóða skuldajöfnuð og aðrar aðferðir sem hafa samsvarandi 50 Þegar gjaldmiðill í umferð er t.d. þýsk mörk (DEM) verður unnt að endurviðmiða myntina í evró þrátt fyrir að um samninginn skuli fara eftir ákvæðum í frönskum rétti og skuldari er lúxem- búrgískur og kröfuhafi er belgfskur, enda séu Þýskaland, Frakkland, Lúxemborg og Belgía þátt- tökurfki í myntbandlaginu og Þýskaland ákveður endurviðmiðun á hinum opinbera gjaldmiðli sín- um að öllu leyti, eða hluta til, sbr. Euro Papers. „Legal framework for the use of the euro“, bls. 5. 51 Aðildarríki sem tekur ekki fullan þátt í þriðja áfanganum mun einnig geta framkvæmt endur- viðmiðun, en í því tilviki verður það að gerast eftir þeim reglum sem gilda samkvæmt landsrétti í því aðildarríki. 52 Hér undir falla m.a. markaðsverðbréf, hlutabréf, verðbéf á peningamarkaði, framvirkir samn- ingar, vilnanir og skiptiréttarsamningar. 53 Með endurstofnun nafnverðs er stefnt að því að ákveða nýtt nafnverð á markaðsverðbréfum sem eru í umferð og sem hafa verið námunduð. 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.