Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 58
samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. Um 6. gr. EES-samningsins er fjallað hér að framan. Er þess skemmst að minnast að hún felur í sér að túlka ber þau ákvæði EES-samningsins sem eiga sér efnislega samsvörun í réttarreglum EB í samræmi við dóma Evrópudóm- stólsins sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undirritunardag samn- ingsins 2. maí 1992. Hvað varðar dóma sem kveðnir eru upp eftir þennan dag er ljóst að ESA og EFTA-dómstólnum er við túlkun og beitingu EES- samningsins skylt að taka „tilhlýðilegt tillit" til þeirra, sbr. 2. mgr. 3. gr. SED- samningsins.50 Samkvæmt 1. mgr. 34. gr. SED-samningsins hefur EFTA-dómstóllinn lög- sögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES-samningnum. Komi upp álitamál í þessu sambandi fyrir dómstóli í EFTA-ríki getur sá dómstóll eða réttur ef hann álítur það nauðsynlegt til að geta kveðið upp dóm farið fram á að EFTA-dómstóllinn gefi slíkt álit, sbr. 2. mgr. sömu greinar.51 í bókun 34 eru svo ákvæði er gefa EFTA-ríki kost á að heimila dómstóli eða rétti að leita forúrskurðar Evrópudómstólsins um túlkun EES-reglna, sbr. 107. gr. EES- samningsins.52 Til að tryggja eins samræmda túlkun og mögulega verður við komið er mælt fyrir um það í 2. mgr. 105. gr. að sameiginlega EES-nefndin hafi stöðugt til skoðunar þróun dómsúrlausna Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins. Þá skal getið bókunar 35 en hún verður að teljast mikilvæg í þessu sambandi. Þar segir: Þar eð með samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins; og þar eð þessum markmið- um verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök grein Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. 50 Um framlag EFTA-dómstólsins til einsleitrar framþróunar EES-réttar, sjá Carl Baudenbacher: „The Contribution of the EFTA Court to the Homogenous Development of the Law in the European Economic Area (1)“. (1997) 8 European Business Law Review, bls. 239-248, og seinni hluta þeirrar greinar í sama tímariti, bls. 254-258. 51 Lögfest hefur verið sérstök heimild til handa íslenskum dómstólum til að leita álits EFTA- dómstólsins, sbr. lög nr. 21/1994. Sjá almennt um ráðgefandi álit Davíð Þór Björgvinsson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins“. (1995) 45 TL, 2. hefti, bls. 134-153. 52 í frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið segir að dómstólar í EFTA-ríkjunum væru bundnir af slíkum úrskurði ef eftir honum væri sótt. Slík heimild til handa íslenskum dómstólum myndi krefjast lagaheimildar og jafnvel stjómarskrárbreytinga. Ekkert EFTA-nkjanna hefur tilkynnt að það muni heimila dómstólum að nota þessa heimild. Sjá Alþt. 1992, A-deild, bls. 229. 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.