Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 58

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 58
samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði. Um 6. gr. EES-samningsins er fjallað hér að framan. Er þess skemmst að minnast að hún felur í sér að túlka ber þau ákvæði EES-samningsins sem eiga sér efnislega samsvörun í réttarreglum EB í samræmi við dóma Evrópudóm- stólsins sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undirritunardag samn- ingsins 2. maí 1992. Hvað varðar dóma sem kveðnir eru upp eftir þennan dag er ljóst að ESA og EFTA-dómstólnum er við túlkun og beitingu EES- samningsins skylt að taka „tilhlýðilegt tillit" til þeirra, sbr. 2. mgr. 3. gr. SED- samningsins.50 Samkvæmt 1. mgr. 34. gr. SED-samningsins hefur EFTA-dómstóllinn lög- sögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES-samningnum. Komi upp álitamál í þessu sambandi fyrir dómstóli í EFTA-ríki getur sá dómstóll eða réttur ef hann álítur það nauðsynlegt til að geta kveðið upp dóm farið fram á að EFTA-dómstóllinn gefi slíkt álit, sbr. 2. mgr. sömu greinar.51 í bókun 34 eru svo ákvæði er gefa EFTA-ríki kost á að heimila dómstóli eða rétti að leita forúrskurðar Evrópudómstólsins um túlkun EES-reglna, sbr. 107. gr. EES- samningsins.52 Til að tryggja eins samræmda túlkun og mögulega verður við komið er mælt fyrir um það í 2. mgr. 105. gr. að sameiginlega EES-nefndin hafi stöðugt til skoðunar þróun dómsúrlausna Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins. Þá skal getið bókunar 35 en hún verður að teljast mikilvæg í þessu sambandi. Þar segir: Þar eð með samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins; og þar eð þessum markmið- um verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök grein Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. 50 Um framlag EFTA-dómstólsins til einsleitrar framþróunar EES-réttar, sjá Carl Baudenbacher: „The Contribution of the EFTA Court to the Homogenous Development of the Law in the European Economic Area (1)“. (1997) 8 European Business Law Review, bls. 239-248, og seinni hluta þeirrar greinar í sama tímariti, bls. 254-258. 51 Lögfest hefur verið sérstök heimild til handa íslenskum dómstólum til að leita álits EFTA- dómstólsins, sbr. lög nr. 21/1994. Sjá almennt um ráðgefandi álit Davíð Þór Björgvinsson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins“. (1995) 45 TL, 2. hefti, bls. 134-153. 52 í frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið segir að dómstólar í EFTA-ríkjunum væru bundnir af slíkum úrskurði ef eftir honum væri sótt. Slík heimild til handa íslenskum dómstólum myndi krefjast lagaheimildar og jafnvel stjómarskrárbreytinga. Ekkert EFTA-nkjanna hefur tilkynnt að það muni heimila dómstólum að nota þessa heimild. Sjá Alþt. 1992, A-deild, bls. 229. 142

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.