Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 22
Við ákvörðun á mörkum tjáningarfrelsis hefur í dómaframkvæmd hin síðari ár verið litið mjög til þess að vegna lýðræðishefða verði að tryggja að fram getið farið þjóð- félagsleg umræða. Gildir þetta meðal annars við úrlausn um mörk tjáningarfrelsis rithöfunda og blaðamanna, sem ákærði hefur skírskotað til í málatilbúnaði sínum. I málinu eru ekki í húfi neinir slíkir hagsmunir, sem réttlætt geti að gengið sé svo harkalega á friðhelgi einkalífs eins og hér var gert með því að birta ummæli þau, sem ákært er fyrir. (Leturbr. hér) I hæstaréttarmálinu nr. 306/2001 reyndi á svipuð álitaefni og í dóminum, sem vitnað var til hér síðast, stöðu tvítugrar stúlku, sem kært hafði föður sinn fyrir kynferðislega misnotkun. Hún nýtur að sjálfsögðu verndar 71. gr. stjórnar- skrár af fullum þunga, alveg eins og sjúklingurinn í dóminum, en samt þarf að gæta að ýmsu. I því máli, sem hér er til umræðu, voru í húfi mjög ríkir almennir hagsmunir, bæði réttur sýknaðra manna og réttarkerfisins sjálfs. A meðan allir, sem tengdust málinu, voru nafnlausir, var enginn sérstakur ásteytingarsteinn tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs, þótt margir hafi vitað, hver hinn ákærði var. Þetta breyttist í síðasta lagi, þegar hinn sýknaði var nafngreindur í útvarpinu. Nú var skyndilega búið að ljóstra því upp, hvaða fólk átti hér að hlut að máli. Hæstiréttur fjallaði sérstaklega um það, að áfrýjandi átti ekki upptökin að þeirri umræðu, sem varð, gætti þess að nafngreina engan, en aðrir urðu til þess að nafngreina föður stefndu og sagði síðan: Andspænis þessum atriðum, sem áhrif geta haft við mat á frelsi áfrýjanda til að tjá sig á þann hátt, sem um ræðir í málinu, standa hagsmunir stefndu af vernd einkalífs síns og æru. Hún var tvítug að aldri þegar umræðan um mál föður hennar stóð hæst. Þótt áðurgreind kæra hennar á hendur föður sínum hafi leitt til saksóknar þurfti hún ekki að búast við því að persóna hennar og einkahagir yrðu gerðir að umtalsefni í almennri umræðu að gengnum dómi í málinu. Hvorki átti stefnda upptök að uniræðunni né tók hún þátt í henni, en ekki getur hún þurft að gjalda þess gagnvart áfrýjanda að skyldmenni hennar eða aðrir, sem töldu á hana hallað með dómi um sýknu föður hennar, hafí hleypt umræðunni af stað og átt síðan stóran hlut að henni. (Leturbr. hér) Þótt taka megi undir með Hæstarétti um, að stefnda hafi ekki þurft að gjalda þess, að skyldmenni hennar og stuðningsmenn hófu umræðuna og nafngreindu föður hennar, getur ekki leitt af því, að tjáningarfrelsi áfrýjanda takmarkist af þessum staðreyndum, sem hann ekki bar neina ábyrgð á, heldur kappkostaði að blanda ekki í umræðuna. Samt virðist Hæstiréttur takmarka tjáningarfrelsi af þessunt ástæðum. Atti áfrýjandi að þurfa að sæta því, að tjáningarfrelsi hans takmarkaðist af þessum ástæðum? Attu andstæðingar áfrýjanda í deilunum að ráða því, hversu víðtæks tjáningarfrelsis hann naut? Eg er þeirrar skoðunar, að þessi rökstuðningur Hæstaréttar sé rökleysa. 216
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.