Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 38
4.1.6 Nýsköpunarfyrirtæki Þegar félag er sett á fót til þess að vinna að nýsköpun á ákveðnu sviði, t.d. við þróun lyfja eða hugbúnaðar, er á síðari stigum oft þörf á umtalsverðu fjármagni til starfseminnar. Upphafleg starfsemi nýsköpunarfyrirtækja er gjaman fjármögnuð af eigendum eða svokölluðum áhættufjárfestum.14 Þegar starfsemi nýsköpunarfyrirtækis hefur náð ákveðnu stigi er oft þörf á miklu fjármagni til þess að standa undir hröðum vexti. Bæði getur verið þörf á fjár- mögnun á framleiðslu og einnig markaðssetningu á vörunni sem unnið hefur verið að. Til þess að flýta fyrir uppbyggingu félags af þessum toga getur verið skynsamlegt að skrá verðbréf þess í kauphöll og auðvelda þannig aðgang að fjármagni. Þá getur aðstaðan einnig verið sú að áhættufjárfestamir vilji losa um fjárfestingu sína á þessu stigi og láta aðra aðila, sem vilja ekki taka eins mikla áhættu, fjárfesta í fyrirtækinu. 4.2 Helstu kvaðir sem fylgja skráningu 4.2.1 Undirbúningur skráningar Þeim kostum sem fylgja skráningu, og raktir eru að framan, fylgja talsverðar skyldur. Fyrst ber að nefna að skráning félags krefst mikils undirbúnings. Huga verður að ýmsum þáttum í starfseminni, t.d. verður upplýsingakerfi félags að vera í mjög góðu horfi. Aherslur í rekstri félags og efnahagslegri uppbyggingu þess þarf oft að breyta til þess að félagið verði fýsilegur fjárfestingarkostur. Hugsanlega þarf að gera skipulagsbreytingar á stjómun félagsins og ýmislegt fleira. Af þessu leiðir að skráning félags er ákvörðun sem á sér oft langan aðdraganda. Auk þessara undirbúningsþátta, sem snúa að því að gera starfsemi og skipulag félags ákjósanlegt til skráningar, þarf að leggja í mikla vinnu við skráninguna sjálfa. Utbúa þarf skráningarlýsingu sem hefur að geyma yfirgrips- miklar upplýsingar um félagið. Þessar upplýsingar þurfa að vera réttar og að auki þarf að gæta þess vel að tilgreindir séu allir áhættuþættir í starfsemi félagsins. Auk stjómenda félagsins þarf að fá að undirbúningnum lögmenn, endurskoðendur og fjármálafyrirtæki. 14 Með áhættufjárfestum er hér átt við einstaklinga eða fyrirtæki sem hafa það að markmiði að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum eru mjög áhættusamar samanborið við fjárfestingar í verðbréfum skráðum í kauphöll en á hinn bóginn eru möguleikar á ávöxtun meiri. Fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum má skipta í nokkra flokka. Fyrsti flokkurinn eru svokallaðar sprotafjárfestingar (seed-money) en þá er byrjað að vinna við þróun á hugmynd sem frumkvöðull hefur sett fram. Annar flokkurinn eru svonefndar upphafsrekstrarfjárfestingar (start-up capital) en þá er sett á fót fyrirtæki til þess að vinna við áframhaldandi þróun og upphafsframleiðslu á vöru eða þjónustu. Þegar sýnt þykir að unnt er að framleiða vöruna kemur að þriðja fiokknunt sem er uppbygging á starfseminni með þvf að auka framleiðslu og leggja í markaðssetningu á vörunni. Eftir þetta fjármögnunarferli, og þegar varan eða hugmyndin hefur sannað sig, er oft markmið áhættufjárfestanna að losa um fjárfestingu sína með því að skrá verðbréf fyrirtækisins í kauphöll. Skráning á markað getur þó átt sér stað á fyrri stigum en það fer eftir atvikum hverju sinni hvort vænlegt þykir að skrá verðbréfin fyrr. 232
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.