Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 8
10.1 Inngangur 10.2 Ákvæði aðfararlaga, nr. 90/1989, um beinar aðfarargerðir 11. ÁHRIF AFSALSÚTGÁFU Á RÉTT SELJANDA TIL RIFTUNAR 12. RIFTUN VEGNA FYRIRSJÁANLEGRAR VANEFNDAR 13. LOKAORÐ 1. INNGANGUR Riftun er það vanefndaúrræði sem gengur lengst og hefur víðtækust réttar- áhrif. Það er því eðlilegt að gerðar séu ríkar kröfur til þess að skilyrði riftunar séu uppfyllt. Riftun er eitt af þeim úrræðum sem leiða til slita á samningum. Samningi er unnt að slíta með ýmsum öðrum hætti en riftun.1 Samningur getur verið skilyrtur, ýmist þannig að hann sé bundinn svo- nefndu frestskilyrði eða hann sé bundinn lausnarskilyrði.21 fyrra tilvikinu öðl- ast samningur ekki réttaráhrif nema skilyrðið komi fram, en í hinu síðara falla skyldur aðilja samkvæmt samningi niður ef skilyrðið kemur fram, sbr. H 1965 268. Um frestskilyrði má benda á 8. gr. laga nr. 40/2002, um fasteignakaup, sem hér eftir verða nefnd fkpl. Þar segir að sé skuldbindingargildi samnings bundið fyrirvara um atvik, sem ekki hafi gengið eftir, skuli samningurinn falla niður að liðnum tveimur mánuðum frá því að hann komst á. 1 þessum tilvikum kemur skilyrðið ekki fram og fellur þá réttur (og skylda) samkvæmt samningi niður enda var liann háður fyrirvara frá upphafi. Samningsskyldur geta fallið niður í heild eða að hluta á grundvelli reglna um brostnar forsendur, sbr. H 1938 565. Stundum er heimilt að slíta samningi með uppsögn. Slíkt er ekki tíðkað í fasteignakaupum, en í sumum tegundum samninga, t.d. leigusamningum og ráðn- ingarsamningum, er yfirleitt samið um uppsagnarheimild og uppsagnarfrest. Stundum eru slíkar heimildir og frestir bundnar í lögum. Ákvæði um uppsögn ráðningarsamninga er einnig oftast tilgreint í kjarasamningum. I sumum tilvikum er heimilt að afpanta samningsandlagið og losna þannig undan skyldum sínum. Dæmi um lagaheimild til slrks má finna í III. kafla laga um alferðir, nr. 80/1994. Fá dæmi eru slrks í kaupsamningum um fasteignir, sbr. þó H 1977 58. Niðurfelling samnings (annullation) er einhliða yfirlýsing samningsaðilja um samningsslit án þess að skilyrði riftunar séu fyrir hendi eða hann hafi heimild til afpöntunar. Niðurfelling leiðir til þess að skylda til að inna af hendi greiðslur fellur niður. Niðurfelling samnings bakar þeim, sem það gerir, bóta- skyldu. Það atriði skilur á milli riftunar og niðurfellingar. 1 ítarlegri umfjöllun um ástæður þess að samningur getur fallið niður er að finna í Viðar Már Matthíasson: Fasteignakaup, helztu réttarreglur, bls. 121-124. 2 Um þessa skiptingu sjá Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 27-28. 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.