Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 12
geta þó verið á þann veg að kaupanda sé heimilað að rifta þrátt fyrir þetta, sbr. síðar. Eins og áður segir er þetta ákvæði nýmæli í íslenzkum rétti. Að fonni til er ljóst að svo er. Efnislega hefur verið nokkur óvissa um það hvort það sé skilyrði riftunar að kaupandi sem riftir geti skilað samningsandlaginu til baka. Verður einnig nánar fjallað um þetta síðar. I þriðja lagi eru ákvæði um að það standi ekki riftun í vegi þótt fasteign hafi rýmað ef kaupandi greiðir seljanda bætur vegna verðrýmunar. I fjórða lagi að unnt er að setja tryggingu fyrir greiðslu skaðabóta þannig að slík krafa standi framkvæmd riftunar ekki í vegi. 5. SKILYRÐI RIFTUNAR 5.1 Skilyrðið um verulega vanefnd Svo sem fyrr greinir er í fkpl. haldið fast við skilyrðið um að vanefnd þurfi að vera veruleg til þess að riftun sé heimil. Frávik eru þó frá þeirri meginreglu svo sem áður greinir. Skilyrðið um verulega vanefnd kemur fram í 1. mgr. 32. gr. fkpl. sem hljóðar svo: „Kaupandi getur rift samningi ef afhendingardráttur telst veruleg vanefnd“. Það verður að meta eftir atvikum hvers rnáls hvort vanefnd telst veruleg eða ekki. Getur t.d. skipt máli hvort einhverjar greiðslur hafa verið inntar af hendi, en í þeim tilvikum yrði að gera ríkari kröfur en ella til þess að vanefnd teldist veruleg.11 Skilyrðið um verulega vanefnd ber að skýra í því ljósi að riftun er afdrifaríkt úrræði og gengur lengst vanefndaúrræða. Þegar greiðslur hafa verið inntar af hendi í heild eða að hluta, t.d. þegar afliending hefur farið fram, veldur riftun mikilli röskun og flókið uppgjör fylgir oft í kjölfar hennar. Skilyrðið um verulega vanefnd setur því riftunarheimildinni eðlileg takmörk og tryggir að til hennar sé ekki gripið, nema aðrir kostir séu ekki líklegir til að tryggja hagsmuni þess sem þola þarf vanefnd af hálfu viðsemjanda síns. Matið á því hvort vanefnd sé veruleg miðast við það hvort eðli hennar og umfang sé þannig að það sé sanngjarnt að viðsemjandinn geti losnað úr samningssambandinu.12 Almennt er litið svo á að leggja þurfi heildannat á vanefndina og önnur atvik áður en því er slegið föstu hvort hún sé veruleg eða ekki.13 Að íslenzkum rétti hefur það almennt ekki skipt máli um rétt til riftunar af hvaða ástæðum viðsemjandinn vanefnir samningsskyldur sínar. Það hefur þannig ekki verið skilyrði að um saknæma háttsemi sé að ræða hjá þeim sem vanefnir.14 í 32. gr. fkpl. er haldið fast við þessa afstöðu, en í henni felst þó ekki 11 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1471. 12 Viggo Hagstrbm: Obligasjonsrett, bls. 411. 13 Sjá t.d. Bernhard Gornard: Obligationsret, 2. del, bls. 98-99 og Kai Kriiger: Norsk kjópsrett, bls.404. 14 Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 33 og Páll Sigurðsson: Kröfuréttur, almennur hluti, bls. 288. 120
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.