Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 54
hefur verið um að verktaki vinni verk, t.d. byggingu mannvirkis, í öðru landi en aðalstöðvar eru kann að vera álitamál hversu eðlilegt er að miða lagavalið við aðalstöðvar verktakans.94 Rétt er að taka það strax fram að regla 3. mgr. 4. gr., sem varðar réttindi yfir fasteign, hefur verið túlkuð svo að utan gildissviðs hennar falli samningar um byggingu húsa og annarra mannvirkja. Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu hafa ýmsir fræðimenn verið þeirrar skoðunar að réttast sé að beita 1. mgr. 4. gr., sbr. 5. mgr. 4. gr., þannig að samn- ingur hafi sterkust tengsl við það land þar sem fasteignin er. Það ráði úrslitum við mat á því hvort beita skuli lögum þess lands þar sem fasteignin er (lex situs) hvort samningur hafi í heild ríkari tengsl við landið þar sem mannvirki skal reisa en landið þar sem aðalskuldarinn (verktakinn) býr. Þegar um sé að ræða aðal- verksamning um byggingu mannvirkis megi almennt gera ráð fyrir því að líkur séu á að samningur hafi ríkust tengsl við landið þar sem mannvirkið verður reist.95 Peter Amt Nielsen bendir á annað atriði sem haft getur raunhæfa þýðingu. Hann telur að verktakar frá mismunandi löndum sem taka þátt í útboði eigi að geta keppt á sama grundvelli frá sjónarhóli lagavals. Með því að leggja til gmnd- vallar að samningur hafi ríkust tengsl við það land þar sem mannvirkið verður reist sé tekið tillit til þessa sjónarmiðs. Þá kunni að vera heppilegt að um aðal- verksamning gildi lög þess lands þar sem mannvirki er í byggingu, enda taki lög þess lands þar sem eign er til eignarréttarlegra álitamála. I aðalverksamningum geti þetta haft sérstaka þýðingu þar sem fjármögnun mannvirkisins sé oft tryggð með veði í því.96 Hann bendir jafnframt á að framangreind sjónarmið eigi ekki eins vel við þegar um sé að ræða samninga milli aðalverktaka og undirverktaka en í þeim tilvikum hafi verktökuþátturinn sem slíkur ekki sérstaka þýðingu. Þar verði að telja að tengsl samningsins við landið þar sem eignin er staðsett séu jafnan minni en tengslin við landið þar sem aðalstöðvar undirverktakans eru. Standi því ekki rök til þess að víkja frá leiðbeiningarreglu 2. mgr. 4. gr. í þessum tilvikum. Auk þess geti atvik máls verið þannig að ekki sé ástæða til að víkja frá reglu 2. mgr. 4. gr.97 94 Sjá Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 226. Hann tekur fram að skiljanlegt sé að reynt hafi verið að komast hjá því að beita lögum þess lands þar sem aðalskyldu skuli efna (efndastaður) enda geti verið álitmál hver sé efndastaður ýmissa samninga, en það eigi hins vegar ekki við um verksamninga. 95 Sjá t.d. Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 226; Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 512 og Erik Siesby: Lærebog i intemational privatret, bls. 77. Ur danskri réttarframkvæmd má nefna UfR 1973 583 V þar sem komist var að þeirri niður- stöðu, með því að beita reglunni um sterkustu tengslin, að um undirverktakasamning milli dansks trésmíðameistara og þýsks undirverktaka vegna vinnu við uppsetningu á mörgum þýskum eignum færi samkvæmt þýskum rétti. 96 Peter Arnt Nielsen: International privat- og procesret, bls. 512-513. 97 Peter Arnt Nielsen: Intemational privat- og procesret, bls. 513. Sjá úr danskri réttarframkvæmd UfR 1996 937 H. 162
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.