Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 75

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Page 75
reglur um skatta og gjöld teljist ekki til formreglna þó að í sumum ríkjum leiði það til ógildingar samninga að þeirra hefur ekki verið gætt.177 Guiliano og Lagarde taka fram að beita eigi 7. gr. um formkröfur. Aðstaðan geti verið sú að ófrávíkjanlegar reglur um formkröfur gildi samkvæmt lögum þess lands sem samningur hefur náin tengsl við. Af því leiði að taka verði tillit til þessara ófrávíkjanlegu reglna enda þótt 9. gr. leiði ekki beinlínis til þess að beita eigi þeim lögum. f þessu sambandi nefna þeir dæmi um formkröfur sem gilda samkvæmt lögum þess lands þar sem vinnusamning skal efna, þar á meðal að ákvæði um bann við samkeppni skuli vera skrifleg enda þótt munnlegir samn- ingar séu gildir samkvæmt lögum þess lands þar sem samningur var gerður eða lögum þess lands sem aðilar völdu. Það sé dómstóllinn í landinu þar sem mál er rekið sem meti að hve miklu leyti beita eigi hinum ófrávíkjanlegu reglum og þar með víkja frá ákvæðum 9. gr.178 9.2.2 Reglan um lex causae og lex loci actus í 1.-4. mgr. 9. gr. eru ákvæði sem koma eiga í veg fyrir að samningur sé óvænt ógildur vegna formgalla.179 Þannig er á því byggt að samningur sé form- lega gildur ef hann annað hvort fullnægir formkröfum þeirra laga sem um hann gilda (lex causa) eða formkröfum þess lands þar sem hann var gerður (lex loci actus). Ríkisfangslög og heimalandslög samningsaðila hafa því enga þýðingu í þessu sambandi. Með lögum þess lands sem um samning gilda er átt við lögin sem leggja ætti til grundvallar samningi væri hann formlega gildur, sbr. 1. mgr. 8. gr. Ákvæði 1. mgr. 9. gr. tekur til þess tilviks þegar báðir (allir) samningsaðilar eru í sama landinu, t.d. þegar hönd selur hendi. Samkvæmt ákvæðinu er samn- ingur sem gerður er milli einstaklinga, sem eru í sama landinu, formlega gildur ef hann fullnægir formkröfum laga þess lands sem um hann gilda samkvæmt lögum nr. 43/2000 eða lögum þess lands þar sem hann var gerður. Það nægir því að samningur sé gildur samkvæmt öðrum hvorum þessara laga þó svo að hann sé ógildur samkvæmt hinum lögunum. Akvæði 2. mgr. 9. gr. tekur á því hvemig fara skuli með samning sem gerður er milli tveggja manna sem eru ekki í sama landinu, t.d. með bréfaskriftum, faxi eða símtali. Reglan er sú að samningur telst formlega gildur ef hann fullnægir formkröfum laga þess lands sem gilda um hann samkvæmt lögum nr. 43/2000 eða lögum annars hvors landsins þar sem aðilar eru. Almennt er talið að þessi regla gangi mjög langt í því að veita samningi gildi í samræmi við regluna um favor negotii. 177 Torben Svenné Schmidt: Intemational formueret, bls. 246. 178 Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 30-31. 179 Mario tíiuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 29. 183
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.