Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 25

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 25
þessu sambandi sem talinn er of gamall og úreltur og sóknargeta flotans ekki í samræmi við veiðina. Uppi á Akranesi er verið að end- urnýja Bjarna Ólafsson og kaupa annað skip frá írlandi. Nýja skipið er 2.000 rúmmetrum stærra en það gamla og verð á hverjum rúmmetra til úreldingar er 60 til 90 þúsund krónur. Finnst þér ástæða til að víkja frá regl- unum fyrir loðnuflotann sérstaklega? „Það kemur ekki til greina. Við erum hættir að hólfa flotann niður eftir veiðum. Dæmið um loðnuflotann er ágætt. Meðan veiðarnar voru minni og afkoman léleg voru menn ekkert að velta þessu fyrir sér. Nú hefur þetta breyst og menn fara í endur- nýjun og eru að því í óða önn þrátt fyrir meint óréttlæti endurnýjunarreglna. Mér finnst ekkert ósanngjarnt að sá hluti flotans sem stendur best að vígi taki þátt í þeim kostnaði sem fylgir því að minnka afkasta- getu heildarinnar." Japanir vilja kaupa hval ef við göng- um aftur í hvalveiðiráðið Það hefur komið fram að þú stefnir að því að hefja undirbúning þess að hvalveiðar hefj- ist að nýju. Ertu bjartsýnn á að það takist? „Það hefur verið sett á laggirnar nefnd undir forystu Árna Árnasonar alþingismanns sem mun undirbúa málið. Við stefnum að því að leggja fram þingsályktunartillögu seinna í vetur. Alþingi tók þá ákvörðun 1983 að mót- mæla ekki núllkvóta Alþjóðahvalveiðiráðsins og ríkisstjórnin getur ekki tekið ákvörðun um að veiðar hefjist að nýju nema þingið breyti þeirri afstöðu sinni. Það er forsenda þess að hægt verði að hefjast handa á ný. Ef marka má umræður í þinginu s.l. vor sýnist vera mikill vilji fyrir því að stíga þetta skref. Það er margt annað sem þarf að kanna. Kanna þarf afstöðu annarra þjóða og möguleika á að selja afurðirnar. Ég átti mjög ánægjuleg samtöl fyrir skömmu við stjórnvöld í Japan sem lýstu því í fyrsta sinn mjög skýrt að ef við gerðumst á ný aðilar að hvalveiðiráðinu þá væru þau tilbúin til að kaupa hvalafurðir af íslendingum. Það sýnir í hnotskurn vanda okkar að þetta sama hvalveiðiráð bannar í raun hvalveiðar svo aðild okkar yrði að verða með mótmælum gegn stefnu ráðsins. Með því gætum við hugsanlega skapað okkur sterkari þjóðréttarlegan gmndvöll til að hefja veiðar á ný. WWTVWVYWWTTYYYYVWrYYVTYYYYYTYm Viljir þú skila vönduðu verki þá velur þú ESAB >AB Allt til rafsuðu = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 PÓLLINN HF. AÐALSTRÆTI 9-11, P.O.BOX 91, 400 ÍSAFJÖRÐUR SÍMI 456 3092 • FAX 456 4592 ÍSLEITARKASTARAR • UÓSKASTARAR SKIPSTJÓRAR. ÚTGERÐARMENN: SELJUM HINA VIÐURKENNDU IBAMKASTARA. ÞÝSK GÆÐAVARA. 3JAÁRATUGA REYNSLA VIÐ ERFIÐUSTU AÐSTÆÐUR í HEIMI SANNA GÆÐIN. RAFÞJONUSTA • RAFTÆKJASALA • RAFHÖNNUN • RAFVÉLAR • RAFEINDAÞJONUSTA • SIGLINGATÆKI • KÆLITÆKI ÆGIR 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.