Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 31

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Frá síldarárunum á Siglufirði. Hlaðinn bátur við bryggju. Mynd: Jón& Vigfús/Minjasafiiið á Akureyri og olli þar hvort tveggja, versnandi efnahagsástand og ótryggt stjórnmála- ástand í helstu markaðslöndunum, jafnframt því sem samkeppni harðnaði af hendi annarra saltfiskframleiðenda, einkum Norðmanna og Nýfundna- lendinga. Átti ástandið á þessum mörkuðum þó enn eftir að versna á 4. áratugnum. Þegar kom fram um miðjan 3. ára- tuginn virtist sjávarútvegurinn vera að sigla út úr verstu erfiðleikunum en á árunum 1924 og 1925 fór afli vaxandi og verð hækkandi á flestum mikilvæg- ustu mörkuðum íslendinga. Þá dundi hins vegar ný ógæfa yfir, að þessu sinni búin til í stjórnarráðinu. Árið 1925 var gengi íslensku krón- unnar hækkað og varð það til þess að verðmæti útflutningsafurða, ekki síst saltsíldar af vertíðinni 1925, varð mikl- um mun minna en ella. Það olli mörg- um útvegsmönnum miklum eriðleik- um og sums staðar urðu mörg stór út- gerðarfyrirtæki gjaldþrota á árunum 1926 og 1927, en önnur börðust í bökkum. í kjölfarið hófust víðtæk af- skipti ríkisvaldsins af málefnum sjávar- útvegsins og héldu áfram allt fram á síðustu ár. Um 1930 tók svo áhrifa heimskreppunnar að gæta fyrir alvöru og allan 4. áratuginn má segja, að ís- lenskur sjávarútvegur hafi hangið á horriminni. Markaðir fyrir islenskar sjávarafurðir lokuðust og verð fyrir þann fisk, sem hægt var að selja, var miklum mun lakara en verið hafði á 3. áratugnum, að ekki sé talað um tímabilið fyrir 1920. Mestu skipti vitaskuld að mark- aðurinn fyrir saltfisk á Spáni lokaðist vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi, en ástandið var litlu betra ann- ars staðar og þótt margt væri gert til að afla nýrra markaða, m.a. með því að hefja nýjar verkunaraðferðir, dugði það hvergi nærri til að bæta skaðann. Verst mun ástandið hafa verið um miðbik 4. áratugarins og var þá mörg- um bátaútgerðum haldið gangandi með lánum úr skuldaskilasjóði. Togara- útgerðin gekk síður en svo betur. Hún var rekin með tapi allan 4. áratuginn og ef marka má niðurstöður nefndar, sem skipuð var til að kanna hag út- gerðarinnar á árinu 1937, er vant að sjá hvernig íslensk togaraútgerð hefði komist hjá þroti, ef svo hefði haldið fram sem horfði. Heimsstyrjöld og nýsköpun Heimsstyrjöldin síðari hófst, sem kunnugt er, haustið 1939 og strax á síðustu mánuðum ársins tók að rofa til í íslenskum sjávarútvegi. Batamerkj- anna varð fyrst vart í sölum togara, sem fluttu ísfisk á markað í Bretlandi, og fengu fljótlega eftir upphaf ófriðar- ins miklu hærra verð fyrir fiskinn en áður. Saga Englandssiglinganna á stríðsárunum verður ekki rakin hér, en styrjaldarárin urðu íslenskum útvegs- mönnum mikil gósentíð. Nánast hverri fleytu, sem sjófær þótti, var ýtt úr vör, og allur afli seldist háu verði, nánast jafnskjótt og hann barst á land. { stríðslok áttu íslendingar meira fé á erlendum bankareikningum en nokkru sinni áður og var þar nær eingöngu urn að ræða aflafé sjávarútvegsins. En hér var ekki allt sem sýndist. Erf- Mcm 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.