Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 11

Ægir - 01.12.1997, Blaðsíða 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI aðan, frystan saltfisk í neytendapakkn- ingum og saltfiskbökur tilbúnar til neyslu, auk ýmissa annarra vara. „Þetta er alltaf spurning um hvert sé hagkvæmasta stigið á framleiðsl- unni og síðan spilar fjarlægðin frá mörkuðunum stóra rullu. Saltfiskur er lifandi vara og að því leyti frábrugðinn frystri vöru að hann umbreytist við geymslu. Hann er því mun viðkvæm- ari fyrir geymslu og framhalds- vinnslu," segir Gunnar. Mikið í húfi Saltfiskframleiðsla byggist öll á land- vinnslu. Hún hefur átt undir högg að sækja undanfarið og svartsýnustu menn hafa spáð því að hún muni jafnvel leggjast af. Frystingin hefur getað hagrætt með því að færa vinnsluna um borð í togarana úti á sjó en til slíkra ráða grípa menn vitaskuld ekki í sambandi við saltfiskinn. Sýnist Gunnari einhverjar al- varlegar blikur vera á lofti? „Nei, alls ekki. Ég held að stjórnmála- menn muni bera gæfu til að koma hlutum þannig fyrir að landvinnslan muni fá að lifa. Að öðrum kosti leggjast af þær byggðir sem hafa nánast lifað af fisk- vinnslu hringinn í kringum landið. Við hljótum að horfa á þessa hiuti í víðara samhengi en að vera að reka 20-30 frystitogara. Landvinnslan skap- ar bæði verðmæti og atvinnu og því miklir hagsmunir í húfi að henni verði sköpuð góð skilyrði.” Aðspurður um framtíðina í útflutn- ingi á saltfiski segir Gunnar að hún sé ótvírætt björt. Hann segir menn hafa talað um að salan hafi verið að dragast saman en það sé ekki rétt. Þær tölur sem SIF hafi um neyslu á mörkuðum þeirra hafi þvert á móti sýnt hið gagn- stæða. Spánarmarkaðinn segir hann vera stöðugan, sem og Ítalíu. Portúgal muni vera í sókn og Brasilíu í verulegri sókn. „Við erum að horfa á ýmsa nýja þætti í því sambandi að gera saltfisk neytendavænni. Þetta er afar vinsæll réttur á matseðlum í ríkjum Suður- Evrópu og til þess að kanna það frekar fengum við á síðasta ári A.C. Nielsen, frægt fyrirtæki í markaðs- og neyslu- könnunum, til þess að gera fyrir okkur markaðskönnun á Katalóníu. Það svæði borgar einmitt hvað hæst verð fyrir saltfiskinn og miðað við hvað kom út úr þeirri könnun sé ég ekki nokkra ástæðu til annars en að vera bjartsýnn. Það er að minnst kosti al- veg af og frá að það séu eingöngu gamalmenni sem neyti saltfisks." Of hátt verð úr sjó Gunnar fullyrðir að almennt séð sé ís- lenskur saltfiskur seldur á hæsta verði á öllum mörkuðum. Hann segir ástæð- una vitaskuld okkar góða hráefni en Færeyingar, og þó sérstaklega Norð- menn, veiti okkur mikla samkeppni. Þar sé mikið magn af fiski í umferð og nú hafi Rússar aukið framleiðslu sína verulega á saltfiskafurðum. Þar sé vita- skuld við það að etja að vinnulauna- þátturinn sé allt annar en hér heima. „Það er ekki bara það að þeir geti unnið vöruna á mun ódýrari hátt heldur er hráefniskostnaðurinn mikill hér. Verðið á mörkuðunum og kvótan- um er komið algerlega út úr korti og getur hreinlega orðið til þess að skaða okkur. Ástæðan fyrir þessu háa verðið virðist vera sú að eftirspurnin er meiri en fram- boðið. Það eru of margir að berjast um þá fáu fiska sem eru til ráð- stöfunar." Gunnar segir að þrátt fyrir að við séum að fá mjög gott verð fyrir okkar vörur á er- lendum mörkuð- um séu framleið- endur ekki að fá það sem þeir þyrftu út úr dæminu. Ástæð- an er hið háa hráefnisverð hér heima. Aðspurður um töfralausnir á þessu vandamáli segist Gunnar ekki hafa þær á takteinum, ekki á meðan fram- boð og eftirspurn sé frjáls á þessum vörum. Erfitt sé við þetta að eiga með- an einhver fæst til þess að greiða þetta háa verð. „Okkar vandamál er spænska hús- móðirin sem kaupir fiskinn úti í búð. Dóttiirfyrirtœki SÍF í Barcelona á Spáni, Union Islandia. Um er að rceða sölu- og markaðsfyrirtceki sem óhcett er að segja að hafi gengið framar björtustu vonum og verið SÍF mjög mikilvægt. ÁGIR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.