Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri á Beiti NK, einn affengsœlli skipstjórwn íflotanwn: Enginn sérstakur galdur á bak víð góðan afla 'KTötaskipið Beitir NK hefiir á und- 1 \ anfómum árum verið eitt af aflahœstu skipum flotans og sum árin borið „höfuð og herðar" yfir önn- ur skip í flotanum hvað afla snertir. Sigurjón Valdimarsson er maðurinn í brúnni, skipstjórimt sem stýrir ein- vala liði um borð og leggur grunn að góðum árangri. Um 60 þúsund tonn komu Sigurjón og félagar hans á Beiti með að bryggju á síðasta ári og var skipið þar með t öðru sœti yfir afla- skip flotans. Sigurjón er hógvœr þegar Itann er spurður um galdurinn á bak við það að skila miklurn afla að landi, skýrirþennan árangur fyrst og fremst nteð því gullvcega máltœki „Þeir fiska sem róa." „Nei, þetta er enginn galdur. Málið er bara að vera við veiðarnar en það hefur jú líka gengið vel hjá okkur," segir Sigurjón en hann segir þó marga aðra þætti leika stórt hlutverk, svo sem eins og veður, skipið sjálft og mannskapinn um borð. „Jú, skipið er gott og búið góðum tækjum. En síðast en ekki síst er mannskapurinn um borð mjög góður og hefur verið lengi saman. Það skiptir miklu máli og ekki hvað síst hafa mennirnir þekkingu bæði á nótaveið- inni og síðan flottrollsveiðinni sem við höfum verið mikið á að undan- förnu. En síðan leikur veðrið alltaf dá- lítið hlutverk í sjómennskunnni." Aflaskipstjóriim Sigurjón Valdimarsson á Beiti NK á annríkisstundu í brúnni. Mynd: Austurland AGIR 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.