Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 35

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Micro ryðfrí smíði: Viljum einbeita okkur að rækjunni - segja eigendurnir, Sveinn Sigurðsson r r og Steinn A. Asgeirsson Við byrjnðum með fjórar liendur tómar efsvo má segja fyrir tveim- ur árum og síðan hefur þetta undið hratt upp á sig. Viðtökurnar á mark- aðnum hafa veríð Ijómandi, svo góð- ar reyndar að húsakosturínn sem við erum í mí er sprunginn og við þurfutn að fara að huga að því að stœkka við okkur," segja eigendur fyrirtœkisins Micro ryðfrí smíði, Steinn Á. Ásgeirs- son og Sveinn Sigurðsson, í spjalli við Ægi. Það er greinilega mikið að gera á verkstœðinu í Dugguvogittum. „Við þjónum mjög kröfuhörðum markaði og leggjum mikla áherslu á að standa við þær skuldbindingar sem við höfum gert. Ef við segjum að var- an verði tilbúin eftir viku leggjum við allt undir til að svo megi verða," segir Öflugt lið manna hjá Micro ryðfrí smíði, Steinn Á. Ásgeirsson, Júlíus Gunnlaugs- son, Valgeir Sigurgeirsson, Aðalsteinn Þor- valdsson og Sveinn Sigurðsson. Steinn og bætir við að annað sé ekki hægt. Standi menn sig ekki í svona bransa snúi viðskiptavinurinn sér bara til einhvers annars. Eigendumir tveir Steinn A. Ásgeirsson og Sveinn Sigurðsson, við fœriband sem sér um innmötun inn á rœkjuflokkara. Micro ryðfrí smíði sérhæfir sig í tækjum og vélum fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu, smíðar nýtt og annast við- gerðir og viðhald. Eigendurnir tveir segjast mikið smíða í frystitogarana vítt og breitt um landið og hafa mjög góðan hóp viðskiptavina. Þar á meðal eru t.d. Ljósavík, Snæfell, Samherji, Ingimundur hf., Siglfirðingur, Hafgæði og Sæunn Axels. „Við smíðum færibönd, kör, vinnslulínur og ýmislegt annað í þeim dúr og höfum að undanförnu einbeitt okkur sérstaklega að rækjunni. Okkur hefur fundist hún hafa setið nokkuð á hakanum og vinnslulínur í togurum ekki vera nógu góðar. Við ætlum að reyna að bæta úr því, bæði með því að reyna að auka nýtingu hennar og bæta vinnuaðstöðuna fyrir mannskap- inn um borð," segir Sveinn og bætir við aðspurður um starfsmannafjölda að fjórir vélvirkjar hafi unnið fast hjá Micro. „Við leggjum mikla áherslu á að vinna eingöngu með ryðfrítt efni enda er það krafa matvælaiðnaðarins í dag. Við sem þjónustum þennan geira get- um ekki leyft okkur annað en að nota aðeins ryðfrítt efni," segir Steinn. Hann segir að víða sé kominn tími á verulega endurnýjun í togaraflotan- um og því sjái þeir félagar fram á að þurfa að bæta við sig verkefnum. Þeir segjast þó engin áform hafa um að reisa sér hurðarás um öxl. Þeir þurfi að stækka húsnæðið en útflutningur er ekki á dagskránni hjá þeim, a.m.k. ekki eins og staðan er í dag. „Við höfum verið að þróa pökkun- arvél sem er þekkt á markaðnum en hefur ekki verið notuð um borð í tog- urunum. Hún ætti að geta aukið hraða og nákvæmni við pökkun á rækju um borð í frystitogurum og með réttum umbúðum má auka verðmæti vörunn- ar verulega. Menn bíða spenntir eftir að sjá útkomuna," segja Sveinn Sig- urðsson og Steinn Á. Ásgeirsson hjá Micro ryðfrí smíði, bjartsýnir á fram- tíð fyrirtækisins. EGSR 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.