Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 47

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI frjósi í gegn. Einnig þarf að viðhalda afar lágu hitastigi í lestum skipanna. „Það má segja að kerfið í Byr VE sé sérhannað að öllu leyti. Sumt í kerfinu er þekkt í kæliiðnaði en aðrir þættir ekki. Fyrst og fremst þurfti að hanna kerfið af mikilli nákvæmni og yfirlegu. í það eru t.d. notaðir sérbyggðir kæli- fletir sem hvergi er annars staðar að finna. Lestarnar eru í raun gjörnýttar fyrir kælifleti, jafnt gólf, loft sem vegg- ir," segir Sigurður. Til að sinna þessu verkefni fékk Kæling hf. til samstarfs við sig japanska fyrirtækið Mayekawa Marine en móðurfyrirtæki þess, MYCOM Mayekawa, framleiðir sér- hæfðar kæliþjöppur fyrir túnfiskveiði- skip og segir Sigurður að samstarfið við Japanina hafi ráðið úrslitum um hversu vel hafi tekist til. „Við vorum með þessu að ná okkur í mikla þekkingu og kynntumst fyrir- tæki sem þekkir vel kröfurnar sem gerðar eru á markaðnum. Eftir þessa reynslu verður okkur mun auðveldara að ráðast aftur í hönnun á búnaði fyrir túnfiskveiðiskip en fyrst og fremst var þetta mjög skemmtilegt verkefni að takast á við," segir Sigurður. ísþykknið tekur við af hefðbundnum ís Kæling hf. flytur beint inn þá íhluti sem fyrirtækið notar í lausnir fyrir við- skiptavini sína en sömuleiðis er bein sala á íhlutum snar þáttur í starfi fyrir- tækisins. Þar má t.d. nefna hraðfrysti- tæki, eimsvala, stýriloka, ísframleiðslu- kerfi, kæli- og frystigeymslur í forsmíð- uðum einingum og Brontec-ísþykknis- kerfin, en í samvinnu við Brunna hf. hefur Kæling hf. smíðað ýmsan búnað sem tengist ísþykkniskerfunum. „í þessum kerfum er mikil framtíð að mínu mati. ísþykknið gefur mun hraðari og öflugri kælingu en hinn hefðbundni ís og í tilraunum sem gerðar hafa verið um borð í þeim skip- um sem þegar nota þennan búnað kemur ótvírætt í ljós að fiskur sem kældur er í ísþykkni geymist mun bet- Sigurður /. Bergsson. ur en fiskur sem geymdur er í hefð- bundum ís," segir Sigurður. „Besta aðferðin til að finna muninn er að stinga hendinni í ísþykkni í 10- 15 sekúndur og prófa síðan að hafa hendina í hefðbundum ís. Þá fer ekki á milli mála að ísþykknið kælir mun hraðar og nær því að kæla hráefnið niður í kjörhitastig á afar stuttum tíma og viðhalda því hitastigi í langan tíma," bætir hann við. Framtíðarverkefni á erlendri grundu Þrjátíu ár eru liðin frá því Kæling hf. var stofnuð en í dag starfa þar að jafn- aði 9-10 starfsmenn og rúmur helm- ingur þeirra í járnsmíði og kæliþjón- ustu. „Skilgreining okkar á fyrirtækinu er mjög víð og spannar þjónustu við kæli- og frystisviðið, allt frá smærri kerfum til stórra iðnaðarkerfa. Reyndar eru verkefnin alltaf að færast meira og meira yfir til stærri kerfa, fyrst og fremst í sjávarútveginum eða tengt honum" segir Sigurður. „Þrátt fyrir að mikið hafi verið að gera síðustu mán- uðina þá virðast ákveðin teikn um deyfð á markaðnum sem sennilega má rekja til lélegrar loðnuvertíðar í fyrra. Ég veit að ýmis fyrirtæki í greininni hafa verið að leita fyrir sér með verk- efni erlendis og gott eitt um það að segja. Við reiknum með að taka enn meiri þátt í þeirri útrás á næstu árum en hvernig og á hvaða forsendum verður framtíðin að skera úr um," segir Sigurður. Sjókœlar sem Kœling hf. framleiðir AGIR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.