Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 8
Guöbergur Rúnarsson Ný Hríseyjarferja sjósett hjá Stálsmiðjunni hf. Stálsmiðjan í Reykjavík hefur hleypt af stokkunum nýrri ferju fyrir Hríseyinga sem fær nafnið Sævar, hið sama og fyrri ferja. Hér er um að ræða glæsilegt skip og umtalsverða breytingu í ferjurekstri þeirra Hríseyinga, enda er skipið mun stærra en fyrri ferja. Nýi Sævar er tæplega 23 metrar á lengd, 6,7 metrar á breidd og skráður 149 tonn. í ferjunni eru tveir salir með 70 sætum samtals. Tæknilýsing á Sævari verður í næsta tölublaði Ægis. Seldu þrjú vindukerfi á sýningunni Fyrirtækið Naust marine í Garða- bæ var eitt þeirra fjölmörgu sem seldu vel á sjávarútvegssýningunni. Fyrirtækið gerði tvo sölusamninga á sýningunni, annars vegar við Sfldarvinnsluna hf. í Neskaupstað um tvö ATW togvindukerfi um borð í togarana Bjart og Barða og hinn samningurinn var við Granda hf. og um uppsetningu á ATW togvindu- kerfi um borð í togarann Ottó N. Þorláksson. í heild eru þessir samningar að andvirði 53 milljónir króna. Sameining Gunnvarar og Hradfrystihússins samþykkt: Nýtt stórfyrirtæki í sjávarútvegi að veru- leika á Vestfjörðum Hluthafafundir í Gunnvöru hf. á ísafirði og Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal hafa nú samþykkt sam- hljóða að sameina félögin á grund- velli samrunaáœthinar sem mótuð var fyrr í sumar. Hið nýja félag mun bera nafnið Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. Einar Valur Kristjánsson, stjórnar- formaður Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal, segir að með sameiningunni verði til fyrirtæki sem sterka kvóta- stöðu og fjölbreyttan skipastól. Veiði- heimildirnar eru fjölbreyttar og aug- ljóst er að styrkur nýja félagsins mun Frá fsafirði. liggja í miklum heimildum í þorski, en samtals er þær um 6000 tonn. Með í sameininguna kemur íshúsfé- lag ísfirðinga hf., enda er fyrirtækið nærfellt að fullu í eigu Gunnvarar hf. Einar Valur segir að það sé raunar pappírsvinna á fáum vikum að ganga frá innkomu íshúsfélagsins í Hrað- frystihúsið-Gunnvöru hf. Veiðiheimildir Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. að loknu samruna- ferlunu skiptast þannig: Þorskur 6000 tonn Ýsa 785 tonn Ufsi 570tonn Karfi 1250 tonn Steinbítur 520 tonn Grálúða 785 tonn Skarkoli 37 tonn Þykkvalúra 36 tonn Langlúra 14 tonn Úthafsrækja 980 tonn Innfjarðarrækja 92 tonn Sandkoli 76 tonn Skrápflúra 1110 tonn Síld 1280 tonn Karfi á Reykjaneshrygg 152 tonn Rækja á Flæmingjagrunni 264 tonn Barentshaf - þorskur 264 tonn Þessum kvóta er útdeilt á 8 skip og báta í eigu nýja félagsins, þ.e. Pál Páls- son, Bessa, Andey, Örn, Júlíus Geir- mundsson, Stefni, Framnes og Gunn- hildi. 8 ffllR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.