Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 35

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Jón H. Sigurjðnsson með fjarstýringarbúnað fyrir krana, samskonar og nota má í togspilum um borð í bátum. Togspilunum stýrt með þráðlausri fjarstýringu Datek ísland ehf. er fyrirtœki sem sérhœfir sig í innflutningi og sölu á ýmis konar búnaði sem létta mönnum störfin, t.d. aukabiínað fyr- ir lyftara, krana og fleira. Eitt afþví markverða í vörum fyrirtœkisins, með hiiðsjón af sjávarútveginum, er fjarstýringarbúnaður sem tengja má t.d. spilbúnaði í bátum. Nú þegar hefur fjarstýringarbúnað- inum verið komið fyrir í nokkrum rækju- og snurvoðarbátum og hefur reynst vel, að sögn Jóns H. Sigurjóns- sonar, sölu- og markaðsstjóra hjá Datek ísland ehf. „Fjarstýringin er mjög hentug fyrir vindurnar við veiðar úti á sjó en ekki síður þegar landað er úr bátunum, enda þarf þá stjórnandinn ekki að vera staðsettur við vindurnar. Hann getur allt eins verið uppi á bryggju eða við lestarlúguna. Fjarstýringin er fyrst og fremst framleidd fyrir vökvakrana á landi, t.d. vörubílskrana, en þegar við gerðum fyrirspurn til framleiðandans um notkun á fjarstýringunni fyrir spil- vindur í bátum þá kom í ljós að ekkert Einangrunarhlífar á vörubrettum með frosnum afurðum. var að vanbúnaði að nota þessa tækni þar," segir Jón í samtali við Ægi. „Auk þess að bjóða vindufjarstýr- inguna bjóðum við ýmsan búnað sem tengist krönum og lyfturum, svo sem brettaklær, krabba, mannkörfur og fleira. Auk heldur flytjum við inn frá Danmörku sérstakar einangrunarhlífar sem til dæmis henta sem yfirbreiðslur yfir vörubretti með frosnum vörum eða t.d. sem einangrunartjöld í flutn- ingabíla," segir Jón H. Sigurjónsson. REVTINGUR Evrópski álastofninn í hættu Alþjóðlega hafrannsóknaráðið hefur hvatt Evrópuríki til að minnka útflutning áls. Pað telur hrygningar- stofn álsins orðinn svo lítinn að hann sé í útrýmingarhættu. Gleráls- aflinn hefur aldrei verið minni en árin 1997-1998. Kína, Ástralía, Portúgal, írland, Holland og Danmörk hafa þegar bannað útflutning gleráls. Pað hafa hins vegar Frakkland, Bretland og Spánn ekki gert en þau lönd ásamt Portúgal veiða mestan hluta þess gleráls sem veiddur er í löndum Evr- ópubandalagsins. Eftirspurn eftir glerál er mest í Asíu þar sem hann er settur í eldis- stöðvar. Talið er að nærri 70% af glerál sem Evrópulönd flytja út með flugi drepist áður en hann verður markaðshæfur. Um 50% drepast í flutningi þar sem glerállinn er hafð- ur í þurruni ís til að hægja á öndun og milljónir drepast í flutningi frá flugvél til eldisstöðvar. Uppi eru hugmyndir um að efla stofninn með því að setja lög um ár- lega hámarksveiði og að ál úr eldis- stöðvum verði sleppt út í náttúruna. Hið síðarnefnda hefur þegar verið gert í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi og írlandi. Einnig er horft til þess að útflytjendum verði gert að bæta flutningsskilyrði þannig að minni afföll verði. (World Fishing) ÆGIR 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.