Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1980, Blaðsíða 12
10 Árbók Háskóla íslands enn síður hafa rdð á að afrækja andlega hluti, hræðist minna, að líkaminn sé deyddur en sálinni glatað. Sjálfstæðisbar- átta íslendinga er annað dæmi, sem heita má einstætt, — krafa og þörf svo umkomu- lausrar og smárrar þjóðar til sjálfræðis, sem var heimska fyrir sjónum margra hagsýnna manna, en hefur samt að minnsta kosti um stundar sakir reynst betur en þeir hugðu. Með efnalegum framförum, þótt smávaxnar séu á mælikvarða nútímans og stórþjóð- anna, ber ný tækifæri og vandamál að höndum. Saga íslendinga hefuráðurgengið á misvíxl við sögu annarra Norðurálfu- þjóða. Meðan þær lifðu á miðöldum, bjuggu þeir að klassískri fommenningu. Þegar þær eignuðust endurreisn, forn- menntastefnu, fengu allan hnöttinn að leik- velli, einangruðust þeir í síðbornum mið- öldum. Á síðustu áratugum hafa gengið yfir þá svo hraðfara breytingar, að ein kynslóð reyndi meiri umskipti í högum og háttum en þrjátíu kynslóðir áður. Ýmiss konar freist- ingar hafa steðjað að, freistingar til valda, sem áður hafa varla verið dæmi til í þessu landi, freistingar jarðneskra muna, sem kynslóð harðærisins 1880—1890 hefur þótt furðulegt ævintýri. Á einum vormorgni er einangrun tíu alda rofin svo hastarlega, að hamingjan má vita, hversu mörg ár Þymi- rósa verður að nudda stírurnar úr augunum. Enn virðist alveg ný tegund tilrauna vera að byrja“. Já, tilrauninni er ekki lokið. Þjóðfélagið hefur fjárfest í ykkur til að koma ykkur til manns og þroska, til að bæta lífskjör þjóð- arinnar og veita sjálfum ykkur lífsfyllingu. Þið hafið lagt á ykkur erfiði og kostað miklu til í því skyni að ná þessum áfanga. Fjölskyldur ykkar hafa áreiðanlega oft þurft að færa fórnir til að þessu marki yrði náð. Látið það á ykkur sannast að mannauður sé verðmætasta eign þjóðarinnar. Guð og gæfan fylgi ykkur öllum og fjölskyldum ykkar. Úr ræðu rektors við afhendingu prófskírteina 23. febrúar 1980 Á tímamótum sem þessum leitar hugur- inn ósjálfrátt bæði aftur til hins liðna og fram á leið. Hvernig völduð þið ykkur námsleið? Við hvað munuð þið starfa í framtíðinni? Hvernig verður umhorfs í þjóðfélaginu á mánudaginn kemur? Menntun er ekki ákveðinn skammtur námsefnis sem nægilegt er að meðtaka á tilteknu aldursskeiði. Sannast hið forn- kveðna, að svo lengi lærir sem lifir. Við nefnum það símenntun eða endurhæfingu. Oft er óvíst hvað við tekur að námi loknu. Reyndar getur sérhæfingin stundum orðið svo mikil að vitað sé fyrirfram á hvaða sviði menntunin nýtist. Þetta getur aftur á móti aukið hættuna á því að verða einskis nýtur, eins og reynslan hefur sýnt. Umheimurinn hefur eignast nýtt hugtak: atvinnuleysi menntamanna. Hve oft er ekki talað um að auka beri tengsl háskólans við atvinnulífið? Er það vel, en varast skyldi að gera lítið úr undir- stöðunámi þar sem áhersla er lögð á aðferðir til lausnar alhliða verkefnum og á sjálfstæða hugsun. Við liggur að svo mikil áhersla sé lögð á að menntun sé hagnýt, að andheitið við hagnýta menntun sé að verða ónýt menntun — en ekki fræðileg. I þessu sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.