Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 19.05.1937, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 19.05.1937, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUMAÐURINN Samningurinn við Kanpfélag Eyfirðinga og: Frambjóöandi kommúnista hér á staönum ruglar allmikið í síöasta Verkam. um samning þinn, er stjórn og kauptaxtanefnd Verklýðsfélags Akureyrar heiir nýlega gert viö Kaupfélag Eyfirð'nga um verkun á fiski, sem félagið hefir keypt til að láta verka hér. Kemur þar fra.m eijig og víðast í skrifum þessa á- byrgðarlausa gasprara kenning kommúnistanna: »Sulturinn er best- ur«. Eftir þvt sem atvinna fólksii s er minni, eftir því er hægra íyrir kommúnistana að gera fólkið æstara og viti sinu fjær, og eftir því sem atvinna fólksins er meiri, og liðan þess skárri, eru ertiðleikar Stein- gríms Aðalsteinssonar og annara kommúnLtaviörina minni við sníkjur þeirra eftir atkvæðum íólksins víð kosnjngar. Pað hlaut því að koma illa á þennan erindreka sultarins, sem fyrir fáum árum stóö fyrir Nóva-vitfyrringunni frægu, sem hafði af verkamönnum bæjarins tugi þús- unda í minnkaðri atvinnu, að ekki er tekin upp riu hans fræga frammi- staða frá vetrinum 1933, þegar að hans ráðum var hindrað að hér læri fram vetraratvinna, þegar ekk- ert var framundan annað en auðn atvjnnuleysisins. Tildrögin aö samningi stjórnar Verklýðsfélags Akureyrar og kaup- taxtanefndar annarsvegar og Kaup- félags Eyfirðinga hinsvegar eru þau, að Kaupfélag Eyfii.ðinga hefir keypt stórfisk og upsa sunnaniands og í Vestmannaeyjum 3 — 4000 skiþpund. Af þessum fiski er kominri nálægt Vs hluti hingað til Akureyrar, en 2/s ókomnir, Framkvæmdastjóri Kaup- félags Eyfiröinga, Vilhjálmur Pór, tilkynnti stjórn Verklýösfélags Akur- eyrar að Kaupfélagið myndi ekki sjá sér fært aö flytja hingað norður jþað af fiskinum, sem enn liggur íyrir sunnan, ef það yröi neytt til að greiöa þann taxta við fiskvinn- una, sem þá var nýsamþykktur af félaginu, en spurðist hinsvegar fyrir um þaö, hvort VerklýðsféJagið myndi láta það afskiítalaust, að sama kaup gilti við verkun á þessum aðkeypta fiski og gilti fyrir síöustu hækkun á takta félagsins, ef verkafólkið vildi vinna fyrir það kaup. Eftir að stjórn og kauptaxtanefnd Verklýðsfélagsins hafði átt tal við framkvæmdastjóra Vilhjálm Pór, um þessi mál, og átt um málið tvo fundi, varð að samkomulagi milli hennar og framkvæmdastjórans, að stjórn og kauptaxtanefnd Verklýðs- félagsins léti afskiftalaust að Kaup- félag Eyfirðinga láti verka umrædd- an fisk í akkorðsvinnu fyrir kr. í2,oo á skippund af stórfiski, en kr. 14,oo af upsa, ef fólkið við fiskvinnuna vill ganga inn á það. Pó ábyrgist Kaupfélagið það að fólk við fisk- vinnuna fái sama kaup og taxti Verklýösfélagsins ákvað á siðastliðnu ári, að því breyttu að þvottur á upsa greiðist eftir Reykjavíkur-taxta kr. 1,30 á 100 stykki, og greiðist þeíta kaup upp í akkorðiö eftir ákvæðum taxtans. Verði hagur á akkorðinu greiðist hann fólkinu að loknu verki hlutfallslega á kaupið. Kaupfélagið leggur til umbúðir utan um fiskinn, fólkinu að kostnaðarlausu, fiskreit, hús fyrir fiskinn og öll áhöld endurgjaldslaust. Gert var ráð fyrir því, að vinna við þessa fiskverkun byrjaði fyrstu dagana í Mal og yrði aðallega framkvæmd í Maí, Júní og Júlí, eöa fyrir síldarvinnutíma, en fiskvinna hefir jafnaðarlegast ekki byrjað hér fyrr en í Júníbyrjun, og því staðiö lengur fram eftir sumrinu, og oít verið horfinn framhjá besti þurka- tími sumarsins, siðari hluti Maí og fyrri hluti Júní, þegar breiðsla á fiskinum hefir byrjað. Meö þeirri bættu aðstöðu, að fyrx yrði byrjað á fiskverkuninni en áður, voru tals- veiðar líkur til þess, að fólkið hefði meira upp úr akkorðinu en tíma- kaupi eftir eldri taxta, en eldri taxtinn hinsvegar tryggður fólkinu ef tíðarfar vrði óhagstætt. Var þvl um tvennt að ræða, að hafna öll- um tilraunum til samkomulags, og eiga það á hættu að þeir 2/s hlutar fiskjarins, sem enn eru ókomnir hingað, yrðu annaðhvort fluttir út úr landinu óverkaðir, eöa verkaðir sunnanlands eða í Vestmannaeyjum, eða fara þá samningalelð,.sem stjórn og kauptaxtanefnd Verklýðsfélags Akureýrar valdi, Menn vita ekki til að Steingrímur Aðalsteinsson hafi nokkurn tíma komið nærri fiskverkun, svo að hann geti gert sér nokkra grein fyrir því, hvað vinna við verkun á fiski kosti á skippund, svo skraf hans um það, að þéx sé um óhag- kvæma samninga aö ræða fyrir fiskverkunarfólkið, er vitanlega ekk- ert annað en rugl þess fáfræðings, sem ekkert getur talað af viti um málíð. Til þess þó að gera sér fyllstu grein fyrir því, hver útkoma á þessu fisjcverkunarakkoröi getur orðið lökust fyrir íólkið, er rétt að benda á það, að kauptaxti Verk- lýðsfélagsins var hækkaður við þessa vinnu um ca. kr. 0,60 á dag, og ef svo færi að akkorðið skilaði ekjci neinum hagnaði, þá fær kvenfólkið, sem viö þessa vinnu fæst, 60 aur- um minna fyrir 9 stunda vinnu á dag, hel'dur en þær verkakonur, sem yeröa aö ,sæta hlaupavinnu, en fyrir þetta 60 aura tap á dag fá konurnar að minnsta kosti 3 mánaöa stöðuga vinnu á þeim tíma, sem engin stöðug vinna er fram- kyæmd I bæ,num fyrir verkamenn eða konur. Pó ákjósanlegast hefði verið að þessi vinna, eins og önnur vinna í

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.