Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.02.1946, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.02.1946, Blaðsíða 1
7. tbl. |U|)V|kmauurim XVI. árg, Þriðjudaginn 12. Febrúar 1946 Erlingur Eriðjósson heiðraður af bæjarstjórn Akureyrar. Hefir setið í bæjarstjórn 31 ár óslitið. Var kosinn í bæjarstjórn 9. Jan. 1915. Sat síð- asta fund sinn þar 24. f. m. ÁSKORUN til [esenda Eins og margsinnis hefir ver- ið tilkynnt í Utvarpinu undan- farna daga, hefir Rauði kross Islands, ásamt ýmsum fleirum, ákveðið að gangast fyrir fjár- söfnun til lýsiskaupa handa veikluðum börnum víðsvegar á meginlandi álfunnar, þar sem hungur og skörtur hefir þjáð og þjáir enn, svo að milljónir barns- lífa eru í hættu. Tilmœli þessi hafa þegar fengið ágætar undir- tektir. Er þegar allmiklu fé safn- að víða um land, og fyrsta lýsis- sendingin þegar farin frá Reykja vík. Hér er um brýna þörf að rœða, og mikils sem með þarf, ef að gagni á að koma. Við Norð lendingar viljum ekki verða eft- irbátar annarra þegar um slík mannúðarmál er að rœða. Að vísu er nú orðið allmikið af sam skota- og hjálparbeiðnum á und- anförnum mánuðum. og hefir þegar verið seilst alldjúpt í vasa sumra velviljaðra gefenda. En hér stendur nokkuð sérstaklega á. Hér eru það börnin, sem í hlut eiga. Biskupinn yfir íslandi hefir mœlst til þess við presta landsins, að þeir hvettu söfnuð- ina til þátttöku í samskotum þess um og Rauða kross deildirnar út um land vinna, hver á sínum stað, að hjálparstarfsemi þess- ari. Með áskorun þessari vildi ég því vekja athygli fólks á þessu. Margt smátt gerir eitt stórt. Ef almenn þátttaka verður í samskotum þessum, geta þau mörgum barnslífum bjargað, þó ekki sé stór upphœð úr hverjum stað. Samskotutm verður veitt móttaka hjá mér, á skrifstofu minni, Eyrarlandsveg 16, og hjá Rauða kross deild Akureyrar, Páli kaupmanni Sigurgeirssyni, Brauns-verzlun, bókabúðum bœj arins, Kaupfélagi Eyfirðinga, Kaupfélagi Verkamanna og af- greiðslu Dags. Friðrik J. Rafnar. Húsmœðraskóli Akureyrar heldur kvöldskemmtun að Hótel Norðurland Sunnudaginn 17. þ. m., til ágóða fyrir ferðasjóð skólans. Aðgöngumiðar verða seldir á staðnum sama dag frá kl. 3—5 e. h. og við innganginn. Á fyrsta fundi hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar 5. þ. m. gat forseli þess, að bæjarstjórnin hefði ákveðið að heiðra Erling Friðjónsson fyrir óvenju langt starf í bæjarstjórn Akureyrar með því að gefa honum málverk af Akureyri. Á 69. afmælisdegi Erlings 7. þ. m. mætti svo bæjar- ráð, forseti bæjarstjórnar og bæj arstjóri á Hótel KEA og afhenti E. F. svohljóðandi skrautritað skjal: Herra kaupfélagsstjóri Erlingur Friðjónsson. Þar sem þér eruð nú hœttur bœjarstjórnarstörfum eftir 31 árs setu í bæjarstjórn Akureyrar, þá vill bæjarstjórnin votta yður þakklœti sitt fyrir langt og ágœtt starf yðar í þjónuslu bœjarins, og biðja yður að þiggja málverk af Akureyrarbæ sem viðurkenn- ingu frá bænum fyrir störf yðar. Með bestu heillaóskum. Akureyri, 7. 2. 1946. I bœjarstjórn Akureyrar. Vorsteinn M. Jónsson, Indriði Helgason, Steingr. Aðalsteinss., Steindór Steindórss., Jakob Frímannsson, Svafar Guðmundsson, Friðjón Skarphéðinsson, Jón G. Sólnes, Tryggvi Hetgason, Marteinn Sigurðsson, Elísabet Eiríksdóttir, Steinn Steinsen. Erlingur Friðjónsson var fyrst kosinn í bæjarstjórn Akureyrar 9. Janúar 1915 og sat síðasta fund sinn þar 24. f. m. Var hann því bæjarfulltrúi í full 31 ár. — Það var Verkamannafélag Akur- eyrar, sem fyrst stóð að kosningu hans, en síðar sat hann í bæjar- stjórninni sem fulltrúi Alþýðu- flokksins. Hefir hann í gegnum öll þessi ár marga hildi háð við afturhald og þrjósku akur- eyrskra valdhafa og mörgu kom- ið til leiðar, þó löngum réri hann einn á báti. Aðaltoud heldur Alþýðuflokksfélag Akur- eyrar Sunnudaginn 17. Febrúar 1946 í Verslunarmannahúsinu, og hefst hann kl. 3,30 e. h. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Orðið er laust. Fastlega skorað á félagsfólk- ið að fjölmenna og mæta stund- víslega. Stjórnin. Til Erlings Friðjónssonar í TILEFNI AF 31 ÁRS STARFI í BÆJARSTJÓRN. Margoft hefir máls- við -þing mundað andans geirinn. Ættir skylið, alt í kring um þig léki þeyrinn. Því að jafnan lagðir lið lítilmagnans kjörum; hik þar ekkert, hafðir við, heill, með skýrum svórum. Mála sannast, fyrr sem fannst, fram ég hér vil skjóta: Mönnum flestum meir að vannst, málum réttarbóta. Hœgt, en örugt áfram gekkst umbótanna slóðir. Þakkir stundum fáar fékkst. -— Fœstir skilningsgóðir. Seinna þegar sagan skráð sýnir þroskafetin, veit ég störf þín, verklýð háð, verða’ að fullu metin. Mín er kveðja mjög svo dauf, mœrðar-stirð í línum. En ég vildi lítið lauf leggja að arni þínum. VERKAMAÐUR.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.