Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.02.1946, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 12.02.1946, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn-12. Febrúar 1946 ALÞÝÐUMAfe'ÖKlNN 3 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: AlþýSuflokkifélag Akureyrar Ábyrgðarmaður: Érlingur FriSjónsson Blaðið kemur út í hverjum Þriðjudegi Afgreiðslumaður: Jón Hinriksson, Eiðsvallagötu 9 Árgangurinn kostar kr. 10.00 Lausasöluverð 30 aurar TIL MINNIS Opinberar skrifstofur opnar: Bæjarfógetaskrifstofan 10—12 og 1—3 Skrifstofur bæjarins 10—12 og 1—5 — byggingafulltrúa 11—12 — framfærslufulltrúa 4'A—5Mi — jarðræktarráðunauts 1—2 Skömmtunarskrifstofan 10—12 Vinnumiðlunarskrifstofan 2—5. Bókasafnið opið: Þriðjud., Fimtud., Laugardaga 4—7 Gufubaðstofa sundlaugarinnar-: Fimtud. Konur 8—11.50 og 5—7 Karlar 2-4.50 Laugard. Konur 3—4.50 Karlar 8-11.50 og 1-2.50 og 5-7. Póststofan: Bréfastofan 10—6 Bögglastofan 10—12 og 1—5 Bankarnir opnir: Landsbankinn 10%—12 og 1%—3 Búnaðarbankinn 10%—12 og 1%—3 Útvegsbankinn 10%—12 og 1—4. Viðtalstími lækna: Héraðslæknirinn 10%—11% Sjúkrahúslæknirinn 11—12 Árni Guðmundsson 2—4 Jón Geirsson 11—12 og 1—3 Ólafur Sigurðsson 1—3 Pétur Jónsson 10—12 og 5—6 Stefán Guðnason 12%—2 og 5—6 Helgi Skúlaton, augnl. 10—12 og 6—7 Friðjón Jensson tannl. 10—12, 1—3 og 4-6 Gunnar Hallgrímss. tannl. 10-12 og l%-4 Berklavarnastöðin 2-4 á Þriðju- og Föstud. Sjúkratamlagið 10—12 og 3—6. Kaupgjald og vísitala: Almennt kaup karla .... kr. 7,13 á kist. Almenn kaup kvenna .. kr. 4,42 á klst. Kaup ung. 14—16 ára .. kr. 4,70 á klst. Vísitala framfærslukostnaðar 285 stig. Kvenfélagið Hlíf heldur fund Föstudaginn 15. þ. m. kl. 8.30 í Skjaldborg. Rætt um stofnun dag heimilis. Áríðandi að konur fjölmenni. Kaffidrykkja. þess meirihlitfa í bæjarstjórn, því að í samstarfi við Ihaldið var KEA-valdinu í Framsóknar- flokknum gert kleift að meina frjálslyndara hluta flokksins að fylgja fram sannfœringu sinni um bœjarstjóraval. Þetta þurfa kjósendur að leggja sér vel á minni. Bæjarvinnuna verð- ur að auka Um 60 verkamenn hafa ekkert að starfa þeg- af ekki eru skip til afgreiðslu í höfninni. Almenn atvinnuleysisskráning fór fram á Vinnumiðlunarskrif- stofunni 5.—7. þ. m. Þótt sem- entsskip væri sömu daga til af- greiðslu í höfninni og um 20 menn í bæjarvinnu mætlu 50 menn til skráningar. Kom þar í ljós, að verkamenn hafa yfirleitt ekki haft vinnu svo teljandi hafi verið síðan snennna í Desember. Sumir af þessum mönnum höfðu verið á síldveiðaskipunum s. 1. sumar og höfðu komið heim af þeim veiðum lítið betur en mat- vinnungar. Nii vita menn, að dýrtíð er svo mikil að engum veitir af að hafa nokkurnvegin stöðuga at- vinnu, eigi þeir ekki að safna skuldum. Og eigi fjölskyldu- menn í hlut gerir stöðug at- vinna ekki betur en fæða heim- ilið. Fyrir helgina var hætt vinnu við Tangagarðinn. Síðustu vik- una unnu þar færri menn en áð- ur hafði_ verið. Verkið stöðvað- ist vegna ónógs undirbúnings. Nú er hafinn undirbúningur að lagningu vegarins austan Hafn- arstrætis, en þar er sagt að ekki komist að nema tiltölulega fáir menn. Er útlitið þannig nú, að ekki verði hægt að skifta á nema um 15—20 manps vikulega. — Verður þá sem næst ein vika í mánuði, sem kemur til að falla í skaut þeirra verkamanna, sem skift er á. Það nægir ekki fyrir húsaleigu hvað þá meira. í síðasta blaði var gjört ráð fyrir því, að þegar byrjað yrði á þessu verki, yrði hægt að fjölga mönnum í vinnu. Byrja á vegin- um frá báðum endum. En nú upplýsir bæjarverkstjóri, að ekki sé um þetta að ræða. Engin tæki til að auka grjótframleiðsl- una. Líka sé ætlað svo lítið fé til vegarins, að það muni étast upp á skömmum tíma. Kemur hér fram hið alþekkta fyrirhyggju- leysi og rótgróna íhaldssemi, að gera aldrei ráð fyrir nokkrum framkvæmdum og standa uppi tækjalaus og févana, ef fram koma raddir um einhver frekari lífsmörk en svartasta íhald ráð- gerir. Fyrir hátíðamar lofuðu blöð kommúnista og Sjálfstæðisins verkamönnum vinnu við tunnu- smíði eftir nýárið. Alþýðumað- urinn lagði ekki trúnað á þann þvætting enda hafa framkvæmd- irnar orðið eftir því sem til þess- ara frétta var stofnað. Eigi eitt- livað að verða úr tunnusmíði næsta vetur er bæjarráði óhætt að fara að hugsa fyrir þessu máli. Nú þegar verður að fá skýr svör ríkisstjórnarinnar við því, livort hún ætli að stofnsetja og stai’frækja hér tunnuverksm. eða ekki. Og hverfi hún frá því ráði hvað hún vilji þá styrkja slíkt fyrirtæki, sem bærinn kæmi upp livort sem væri einn eða í félagi við áhugamenn í þessari iðn. Hús þarf að byggja í sum- ar, kaupa vélar og setja þær nið- ur fyrir næsta vetur. Tryggja sér tunnuefni og erlendan fagmann til að koma fyrirtækinu af stað og kenna mönnum nýtísku vinnu aðferðir. Þessi undirbúningur verður ekki fenginn á nokkrum dögum. Því verður að hefja hann nú þegar. Eins og það sem hér hefir ver- ið skýrt frá að framan sýnir verð ur ekki umflúið atvinnuleysi margra verkamanna það sem eftir er Vetrar. Syndir fyrverandi bæjarstjórnar valda því. En það á að verða framtíðarmarkið —- og því hefir hin nýkjörna bæjar- stjórn lofað — að næsta vetur og veturna þar á eftir þurfi þessi sorgarsaga ekki að endurtaka sig. En til þess að varna því þarf ákveðnar og skjótar ráðstafanir. Stúkan „Brynja“ heldur fund í Skjaldborg í kvöld kl. 8.30. Þar fer fram: Inntaka nýrra fé- laga. Kosning og innsetning em- bættismanna. Umræður um þorrablót. Stuttur, en nýstárleg- ur skemmtiliður verður á fund- inum. Dansað á eftir fundi. Auglýsið í Aiþýðum. Frá Leikfélaginu ,Allt í lagi lagsi‘, revýa „Fjalarkattarins“ í Reykja vík frá 1944 er komin upp á svið hér hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Var frumsýning leiksins s. 1. Laugardagskvöld og önnur sýn- ing á Sunnudagskvöldið, báðar vel sóttar og skemmtu leikhús- gestir sér vel. Alþýðumaðurinn sér ekki á- stæðu til að rekja efni þessa leiks. Það er ekki fyrirferðar- mikið eða túlkun á þjóðnýtri stefnu, enda reíarnir ekki til þess skornir. Hlutverk þess er að vekja lilátur leikhúsgesta — og það gerir það. Leikurinn er í þrem þáttum, sem allir eru langir. Sýningin stendur yfir í fjórar klukkust. ir. Júlíus Oddsson og Hólmgeir Pálmason hafa sett hann á svið og leiðbeint við æfingar — og hefir tekist vel. Er meðferð leik- ara á hlutverkunum góð og vicja ágæt og samspil í leiknum gott. Er ekkert efamál að leikur þessi á eftir að sken^mta bæjarbúum, og þó einkum unga fólkinu mörg kvöld í vetur. Leiktjöld og búningar er hvoru tveggja fallegt og gerir það silt til að gera leikinn ánægjulegan. Söngvar, margir og smellnir eru í lionum og yfirleitt vel sungnir. Undirleik annast Árni Ingimund arson. Dansana æfði og samdi frú Þórhildur Steingrímsdótlir. Snyrtistofan Fjóla sér um hár- greiðslu. — Leiktjöldin málaði Haukur Stefánsson. Ljósameist- ari er Ingvi Hjörleifsson. Kvennadeild Slysavarnafélags ins sendir bæjarbúum þakkir fyr ir ómetanlega aðstoð á einn eða annan hátt við fjársöfnun deild- arinnar fyrra Sunnudag. ÞEIR, sem talað hafa við mig um að- gerðir á mublum, ættu að koma með þær sem fyrst. Geymið ekki til vorsins, það sem hægt er að gera nu. Jón Hallur. —■—— -Mf" ^ —— -------m---- I f I I Rýmingarsalan hættir Miðvikudagskvöld 13. Febr. BRAUNS-V ERZLUN Póll Sigurgeirsson i 1 : I 1 I 1 i H i Br. S.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.