Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.08.1950, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 01.08.1950, Blaðsíða 4
4 „Geysir" efnir til skemmt'- unar í Vaglaskógi um verzl- unarmannahelgina. Karlakórinn „Geysir“ heldur al- menna útiskemmtun í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina. Laugar- daginn 5. ágúst verður dansleikur í Stórarjóðri og sunnudaginn 6. ágúst skemmtisamkoma, er hefst kl. 3 sd. Skemmtiskrá er mjög fjölbreytt, m. a. kórsöngur, ein- og tvísöngur, leik- og gamanþættir, þjóðdansar, gam- anvísur o.fl. Að kvöldi sama dags verður dansað á palli. Samkomu- svæðið verður skreytt fánum og skrautlj ósum, sérstöku leiksviði verður komið fyrir og skemmtiatriði flutt í „mikrofon“. Hljómsveit Skjaldar Hlíðar og Óskars Ósbergs leikur fyrir dansinum. GÓÐ GJÖF Erk. Elísabet Eiríksdóttir kennslu- kona hefir fært dagheimilinu Pálrn- holti að gjöf Montessori-tæki, ætluð fyrir smábarnakennslu og leikskóla. Eru þau kennd við fræga kennslu- konu, Marie Montessori. Frk. Elísabet hefir notað þessi leiktæki við smábarnakennslu sína, að svo miklu leyti sem lök hafa ver- ið á. Þetta eru leikföng og áhöld, sem örva eftirtekt hugar og leikni handa, sé þeim rétt heitt, en aðstæð- ur munu vera til þess hér, þar sem forstöðukona og fóslrur dagheimil- isins hafa kynnt sér uppeldisfræði og meðferð barna. Ég þakka gefandanum í nafni litlu barnanna, sem nú og í fram- tíðinni njóta góðs af leiktækjum þessum, og vona, að þeim, sem tækj- unum stjórna, megi takast að geyma þau vel. Þau munu ófáanleg. Fyrir hönd kvenfélagsins Hlífar þakka ég Elísabetu gjöfina og hugulsemi henn- ar í garð barnaheimilisins. Elinborg Jónsdóttir. 60 ÁRA varð Þorleifur Þorleifsson, öku- kennari, síðastliðinn sunnudag. Var Þorleifur staddur að Grænhól, sum- arbústað sínum, þann dag og heim- sóttu hann þangað vinir hans og vandamenn. Meðal gesta voru söng- félagar afmælisbarnsins úr Karlakór Akureyrar og sungu þeir fyrir veizlugesti. Veitt var af rausn á Grænhól og sást glöggt þann dag, hversu vinmargur og vinsæll Þor- leifur er. ALÞfÐUMAÐURINN Þriðjudagur 1. ágúst 1950 „SparnaOar- flokkurinn Framsókn. Eftirfarandi greinarstúfur birtist nýverið í hlaðinu Degi, undirritað- ur T. A. Greinin er prentuð smátt, líkt og hlaðið kinokaði sér við að kveða skýrt og skilmerkilega upp úr með T. Á., munandi eftir lúxusbíl Vilhjálms Þór, Jóns Árnasonar, sparnaðarpostula, o.fl. framsóknar- gæðinga. Greinin þarf engra skýr- inga við. Hún sannar aðeius, að jafnvel einlægustu og ógagnrýnustu fylgjendum er nú farið að hlöskra hræsni og tvöfeldni Framsóknar- flokksins. Greinarstúfurinn er svona: HVER VAR AÐ TALA UM SPARNAÐ? Ýmsir þeir, sem ræða fjálglega um sparnað og ráðdeildarsemi og hvetja almenning til þess, aka í glæ- nýjum bílum um horg og bý og kaupa jafnvel nýja. Þeim er ekki sumum hverjum nóg að eiga trausta og góða Líla. Þeir verða að eiga ennþá nýrri og fínni bíla en ná- granninn. Þegar hégómagirndin ásamt viljaleysi til sjálfsafneitunar kemur franr hjá sparnaðarpostulun- um, er engin von til þess, að þeir séu teknir alvarlega. Skömmtuninni er ennþá haldið áfram á ýmsum nauðsynjavörum, svo sem sykri. Af öðrum er lítið úr- val og jafnvel skortur. Það er haft fyrir satt, að penisilin og önnur lyf hafi verið af skornum skammti, vegna gjaldeyrisskorts. En á sama tíma, sem þjóðinni eru skönnntuð klæði og jafnvel lyf, streyma lúxus- bílar af gerðinni 1950 inn í landið. Ósamræmið er æpandi og ber vott um siðleysi. Og það sem er alvarleg- ast og sýnir virðingarleysi fyrir rétti og skyldu er það, að sumir þeir, sem sinna ýmsum áhyrgðarstörfum fyrir land og þjóð, ganga -— eða rétt- ara sagt ferðast — á undan í dún- mjúkum lúxushílum. Þeir nota að- slöðu sína til þess að afla munaðar- ins, meðan hinum er skannntað. Þeir skapa fordæmi um eyðslu. Það er tekið eftir þessum mönnum; það virðist fjarri þeim að feta í fótspor merkra ráðamanna í nágrannalönd- unum, sem ekki geta leyft sér slíkt. LÁ VIÐ SLYSI Þegar síldarleitarflugvél sú, er hefir bækistöð sína á Melgerðismel- um, var að koma úr síldarleit síðastliðinn laugardag, vildi svo til, að hún fékk svo mikinn sviptivind á sig rétt í lendingu, að flugmaðurinn fékk við ekkert ráðið, heldur fauk vélin undan — á hjól- unum þó -—■ suður af flugvellinum og að þjóðveginum rétt fyrir sunn- an og vestan völlinn. Þar staðnæmd- ist hún við eða á veginum og er tal- in eyðilögð. 5 eða 6 manns voru í vélinni og sakaði engan, jrótt merki- legt sé. Á það verður að benda, hvílíkt öryggisleysi ríkir á flugvelli þess- um, að ekki náðist þegar símasam- band þaðan til Akureyrar, og hefði það gétað orðið örlagaríkt, ef slys hefði orðið á mönnum. Frá kvenfélaginu Hlíf. Gjafir í dag- lieimilissjóðinn: Ónefnd kona, kr. 275.00; S. R. kr. 10.00; G. P. kr. 10.00; S. J. kr. 50.00 (áheit). Kærar þakkir. — Stjórnin. Samband ísl. esperantista liefir afráðið að gangast fyrir landsmóti íslenzkra espe- rantista í Reykjavík laugardag og sunnu- dag 2. og 3. september næstkomandi. Rædd Ríkisstiórnin * Enginn vafi er á því, að núver- andi ríkisstjórn er minnihlutastjórn. Þrátt fyrir að kosningatölur fram- sóknar og íhalds frá síðustu kosn- ingutn feli í sér mikinn meirihluta meðal jtjóðarinnar, er það fullvíst, að sá meirihluti er ekki lengur til staðar. Gengislækkunarlögin, sem eru helzta afrek stjórnarinnar, eiga fáa formælendur enda sennilega aldrei fyrr verið sett löggjöf, sem leggur drápsklyfjar á 90—95% af þjóðinni, en gefur 5—10% tækifæri til skefjalaúsari auðsöfnunar en dænti eru til áður. Framsóknar- flokkurinn, sem gumaði mjög af þeim hliðarráðstöfunum, sem hann ætlaði að gera til þess að vernda þegnana fyrir afleiðingum dýrtíðar- innar, liefir svikið algjörlega öll sín loforð í því sambandi. Flokkurinn beitli sér fyrir setningu nýrra húsa- leigulaga. í skjóli þessara laga er nú vísitöluúlreikningnum hagað þann- ig, að j úlí-vísitalan var gefin upp sem 109 stig, en það þýddi, að laun- þegarnir áttu aðeins að fá 5 vísitölu- stig greidd til næstu áramóta. Þess eru dæmi, að menn hafi orðið hræddir við skuggann sinn, og svo fór nú um stjórnina. Helskuggi sá, sem hún var að breiða yfir þjóðina, var nú orðinn það stór, að stjórnin varð hrædd við sinn eigin skugga og rauk til og setti bráðabirgðalög um, að vísitalan skyldi greidd með 112 í stað 105 til áramóta. (Brautin). í stuiiu móli. Um sl. helgi var síldaraflinn orð- inn 157 þús. mál. * " Vinnustöðvun er hafin hjá mat- sveinum og veitingaþjónum á skip- um Eimskips og Ríkisskips. Bæjarráð ræðir kartöflugeymslu bæjarmanna. Á fundi bæjarráðs 20. þ.m. var rætt um fyrirsjáanleg vandræði á kartöflugeymslu í haust. Var bæjarverkfræðingi falið að at- | huga hvort tiltækilegt væri að útbúa kjallara nýju brunastöðv- arinnar aem kartöflugeymslu á kamandi vetri. verða málefni sambandsins og breyfingar- innar almennt. Farin verð'ur skemmtiferð, ef veður leyfir. Kostnaður fer að nokkru eftir jiálttöku. Upplýsingar hjá Sambandi íslenzkra esperantista, pósthólf 1081, Rvík, og Arna Böðvarssyni, Mánagötu 23, Rvk. SjálfboSavinna. Þeir, senr geta lagt fram sjálfboðavinnu við íþróttasvæðið, með til- liti til þess að unnt verði að fullgera blaupabrautina fyrir meistaramót Akur- eyrar í frjálsum íþróttum, gefi sig fram við verkstjórann, Sleingrím Ilansson, sent allra fyrst. Verkameno, Akureyri Allsherjaratkvæðagreiðslan lieltl- ur áfram í dag og á morgun frá ki. 6 — 10 síðd. V erkamannafélag A kureyrarkau pstaðar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.