Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1929, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.04.1929, Blaðsíða 6
20 DÝRAVERNDARINN til, aÖ þeir þurfa ekki annað fyrir aÖ hafa, en að steypa sér til sunds af hreiðrinu. í Langeyjunum var á þeim tíma, sem hér getur, haft fé til haustbeitar, fram á jólaföstu. En flæði- hætt var í eyjunum, svo að menn urðu að vera þar, til þess að reka féð af skerjunum, áður en sjór féll fyrir þau, jafnt nætur sem daga. Þess vegna hafði verið byggður kofi í Yztu-Langey, og höfðu þeir, sem fjárins gættu, aðsetur sitt þar á haustin. í minu ung- dæmi voru þar venjulega tvær stúlkur, og hlökkuðu þær mjög til þeirrar- útilegu. Kring um kofann var vaxinn þéttur skógur af hvönnum, njólum og Bald- ursbrám. Um voriö hafði hurðin verið tekin frá kof- anum, svo að hreint loft mætti streyma þar inn. Uppáhaldsstaður æðarfuglsins, var skógurinn kring um kofann ,og var þar þéttbýlt mjög. Þegar við lentum við eyna þetta kvöld, var sjór hálffallinn út, svo að suðið og urgið í hrúðurkarl- inum á fjöriigrjótinu heyrðist glöggt. Allt var þar iðandi of lífi — þangið ekki siður en annað .... Hvar ætti maður að stíga ni'Sur fæti hér, svo að kremdist ekki eitthvert líf sundur? .... Eg stökk upp á leirblandinn sandblett milli klappana. En — jjar var einnig líf. Undan fótum mínum spruttu fram óteljandi smákolar, lítið stærri hver en krónublað á sóley. Til allrar hamingju lentu þ>eir í sjávarpolli milli steinanna. Alls staðar jiar, sem auga verður á komið, og hvar sem fæti verður stigið, hvort sem það er á steininn í fjörunni, jjangið, sandinn eða gróna jörðina — alls staðar er líf í Breiðafjarðareyjum. — Við festum bátnum og hröðuðum okkur upp á eyna og byrjuðum að leita. Þeir, sem J)ar áttu heima, virtust hvorki hugsa um hvíld né svefn. Allt umhverfið kvað við af marg- rödduðum fuglasöng. Tjaldurinn hrópaði b 1 i 11, b 1 i 11, lómurinn vældi, endurnar görguðu og æðar- fuglinn söng ú - h ú, mjúkróma og dró seiminn. En af öllum jíessum sæg gullu kríurnar hæst, svo að heyrði ekki manns mál fyrir þeim. Þær voru að reka brott hrafnræfil og kjóagrey, sem dirfzt höfðu að setjast á eyna og svipazt j)ar eftir bráð. — Þeg- ar við komum að kofanum, flaug ])ar upp mikill skari af æðarfugli. Og var vingjarnlegt og undur fagurt, að sjá þar hin mörgu hreiður, hvert við ann- ars hlið, um kringd hvítri Baldursbrá og hálf-yfir- skyggð njóla- og hvannablöðum. Eg var búin að finna öll hreiðrin kring um kofann. Stóð eg ])ví upp og l)jóst að halda lengra. En þá sá eg önd fljúga út úr kofanum. Eg brá mér inn í kofann og komu jná á móti mér þrjár æðarkollur. Allir J)essir fuglar áttu hreiðrin sín í kofanum. Ondin og tvær æSarkollurnar áttu hreiður i rúmstæðinu, en ein æðarkollan í hlóðunum. Sólin var nú gengin til viðar, og gátum við okkur til, að vera myndi ein stund af miðnætti. — í j)á daga var ekki sigurverk í hvers manns vasa. En J)á J)ekkti fólkið eyktamörkin, svo að ávalt, J)egar sól sá, vissu menn, hvað tíma leið. En annars varð að telja timann eftir flóði og fjöru. Eg tók allt í einu eftir J)ví, að fuglasöngurinn var smátt og smátt að hljóðna, og æðarkollurnar stungu nefjunum undir væng sér. Svo smá-J)ögnuöu allar raddir og loks var engan fuglaklið að heyra, nema í tjaldinum og kríunni. En svo Jtagnaði J)ó tjaldur- inn. Og síðast allra fugla jtagnaði krían. Dauða])ögn varð allt i einu. Þeim viðbrigðum gleymi eg ekki. Himin, jörð og haf höfðu hljómað. Þúsund raddir J)ögnuðu — allar í senn. Nú hafði svefninn, hvíldin alls þess, sem líf er gefið, tekið allar ])essar syngjandi verur í faðrn sinn og látiö þær þagna og njóta hvíldar. Mér fannst líkast j)ví, sem dauðinn stæði við hlið mér, þögull, kyrr og máttugur. Og J)essi djúpa, áj)reifanlega J)ögn fannst mér vefja sig mér að hjarta. Aldrei á ævi minni hefir mig langað rneira en J)á til að rnega hniga niður, leggja augun aftur og hvíl- ast í friðarfaðmi almættisins. Svona liðu á að geta 5 eða 6 mínútur, að ekkert heyrðist. Engin okkar mælti orö frá rnunni. En — svo skifti unt aftur. Eg sá eina kríu koma fljúgandi úr suðri. Hún sveif nokkura hringi yfir höfðurn okkar, steinjtegj- andi. Svo rak hún upp hvellt og skerandi garg. Þá var eins og hringt væri til tíða. Úr öllurn áttum kom óteljandi sægur af kríum. Þær svifu fyrst Jtegjandi í loftinu — tóku svo allar í einu lagið. Þá kom tjaldurinn og blandaði kórið með sínum söng. Og svo var sem svefnhöfginn, unaðsmildur og laðandi, hyrfi frá mér.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.