Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1929, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.04.1929, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 25 og leit ekki við jörð, þó að öll hin hrossin hugsuðu um það eitt, að gera sér gott af nýgræðingnum. Engan vafa tel eg á því, að erindi Gráskjóna heim um daginn hafi verið ])aö, að leita vini sínum hjálp- ar hjá okkur mönnunum. En eg skildi hvorki mál hans né hugsun. 2. Ratvís hestur. Um og eftir aldamótin átti eg reiðhest, sem Stjarni hét. Hann var ratvísastur allra þeirra hesta, sem eg hefi átt. Reyndi eitt sinn mest á það. Eg var á fundi í Þjórsártúni um rniðjan vetur; fór þangað daginn fyrir fundinn. Nóttina, sem eg var þar, hlóð niður miklum snjó. Þegar fundi var lokið um kveldið lagði eg af stað heimleiðis, einn míns liðs, á Stjarna min- um. Treysti eg þá meira á ratvísi hans, en sjálfs mín, því að dimmt var orðið af nótt og hvergi sá á dökkan díl. Veginn var þá ekki búið a'S leggja yfir Skeiðin, og átti eg að fara yfir kennileitalausa flatneskju. Þegar eg lagði af stað frá Þjórsártúni, sá nokkuð til fjalla, en eftir lítinn tíma tók að snjóa í logni. Sást ])á ekkert nema ein hvíta, loft og jörð. Reið eg svo fulla 3 tíma, að eg vissi ekkert hvað eg fór. Óttaðist eg helzt ef eg villtist út á Þjórsá, sem var þá með vökóttum ísi til annarar handar við mig. Engan bæ rakst eg á og ekkert, sem eg gat áttað mig á. Stjarni fékk alveg að ráða ferðinni. Loks sá eg rétt við hliðina á mér skyggja í eitthvað dökkt. Fór eg að skoða það og þekkti þar melbakka við Laxá, nákvæmlega á sama stað, sem eg fór yfir ána á ísi daginn áður, skammt frá bænum mínum. Bezt gæti eg trúað, að Stjarni hafi nákvæmlega þrætt sömu leið, sem hann fór daginn áður, þó að fallinn væri fetsþykkur snjór yfir förin hans. En hvaða skynfæri hafa vísað hestinum leiö ? Hvorki gat það verið sjón, heyrn né lykt. 3. Fugl flýr á náðir manns. Einu sinni, er eg var á ferð á sumardegi, heyrði eg þyt í lofti uppi yfir mér. Var þar smyrill í hörð- um eltingarleik við grátitling. Smyrillinn renndi sér að honum, til þess að rota hann, en allt af fékk sá litli skotizt undan högginu. Gekk svo nokkura hríð. Eg stöðvaði hestinn og horfði á þenna grimma leik uppi yfir mér og bjóst við sorglegum leikslokum á hverju augnabliki. í einu vetfangi steypir titlingur- inn sér til jarðar og inn undir kviðinn á hestinum mínum. Smyrillinn fylgdi á eftir, en eg varnaði hon- um atlögu með svipunni minni. GerSi hann nokkur- ar til raunir til ])ess aðkomast undir hestinn, unz eg veit ekki íyrri til en titlingurinn skýzt sem örskot upp undir höku á mér og sezt þar. Eg tók hann í lófa minn, án þess að hann hreyfði sig eða tísti. Hélt eg svo áfram ferð minni með hann í hendinni, þang- að til eg þóttist kominn í nóga fjarlægð frá smyrlin- um. Gaman var að sjá vængjatök þessa smælingja, þegar hann fékk frelsið aftur. Líklega hefir hann skilið, að eg var að verja hann, meðan hann var undir hestinum og svo ályktað af því, að honum væri óhætt að gefa sig alfarið á mitt vald. 4. Skyldurækin ær. Á þeim árum, sem fært var frá ám, átti eg einu sinni svarta á, sem allt af strauk til fjalla á vorin, áður en hún bar. Tvö fyrstu árin, sem hún var með lambi, náðist hún við almenningssmölun, til þess að færa frá henni og hafa hana í kvíum. Þriðja árið kom hún sjálf heim i haga með lamb sitt, rétt áður en fært var frá, og öll árin, sem hún lifði eftir þetta, kom hún sjálf heim með lamb sitt, einum eða tveim- ur dögum áður en fært var frá, en það var allt af gert í sama mund, 1. eða 2. júlí. Eg skal ekki leiða getum að ])ví, hvaö ánni hefir gengið til að korna jafnan heim á þessum sama tíma ár eftir ár. Víst hefir það ekki verið til þess, að láta taka frá sér lambið,en vafalaust hefir einhver hugs- un stjórnað þessum gerðum hennar. 5. Hjúkrandi sauðkindur. Fyrir fáum árum varð ein ærin mín blind eitt haustið. Eg tók hana í hús og bjóst við að henni mundi batna, eins og venjulegt er um sauðblindu, en það beið. Iiún var höfð með lömbunum allan vetur- inn og fékk aldrei sjónina aftur. Eftir því tók eg oft um veturinn, þegar lömbin voru rekin til vatns, að þau létu sér annt um þá blindu. Ef hún varð viðskila fór eitthvert þeirra til hennar og leiðbeindi henni, lét hana elta sig. Þegar farið var að beita lömbunum um vorið, var eg í vafa um, hvað gera skyldi við blindu ána. Eg tímdi ekki að slátra henni á þeim tima árs, en óttaðist að hún týndist, ef hún væri látin út. Eg lét hana þó fara með lömbunum fyrsta daginn, sem þau voru látin út, og allt fór vel. Hún kom með lömbunum að húsi um kvöldiö. Var

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.