Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Qupperneq 7

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Qupperneq 7
STBL. • Maí 1995 STÚDENTABLAÐIÐ Bls. 7 Engar samskiptareglur eru þó til innan Háskóla Islands og hafa skapast ýmis vandamál samfara því. Nemandi sem hefur átt í ástarsambandi við kennara gerir sér grein fyrir því að kennarinn metur hann ekki á sömu forsendum og samnem- enduma í áfanganum. Nemandi getur einnig átt erfitt með að sitja í tímum hjá fýrrverandi elsk- huga/kennara sínum eða leita til hans vegna loka- verkefnis. Náin samskipti kennara og nemanda eru því ekki talin æskileg þar sem kennarinn býr yfír ákveðinni þekkingu sem nemandinn verður að tileinka sér og standa skil á. Kennarinn hefur því töluverða yfírburði gagnvart nemandanum. í Háskóla íslands er ná- lægðin oft mikil á milli kennara og nemenda, þeir leiðbeina nemendum með lokaverkefni þar sem per- sónuleg tengsl geta mynd- ast. Auk þess mæta sumir þeirra á allskyns skemmt- anir sem tengjast skólan- um, árshátíðir, jólaglögg og vísindaferðir. Asta Ragnarsdóttir, námsráð- gjafi í Háskólanum, telur að það sé einmitt þegar kennarar og nemendur skemmta sér saman og á- fengi er haft um hönd að samskiptin geti orðið erfið. Hún segir þó að það sé fátítt að kvenstúd- entar leiti til námsráðgjafar vegna kynferðislegr- ar áreitni. í flestum tilfellum koma slíkar frásagn- ir frá vinum fómarlambanna en ekki frá þeint sjálfunt. Það mætti hugsa sér dæmi þar sem stúdína fer í vísindaferð og talar við kennarann sinn þegar hún er orðin nokkuð ölvuð. Kennarinn fer að reyna við hana og eftir á að hyggja telur hún sig hafa geftð eitthvað í skyn við kennarann. Henni finnst erfitt að mæta í tíma hjá kennaranum á eft- ir, þar. sem hún finnur enn fýrir áhuga hans. Stúd- ínan kennir sjálfri sér um allt saman og vill því ekki tala um þetta. Samkvæmt heimildum eru til dæmi um að nemendur hafí hætt í námskeiðum og jafnvel skipt um deild vegna kynferðislegrar áreitni kennara. Slíkt virðist þó vera misjafnlega alvarlegt á milli deilda og greinilegt er að sum nöfn kennara era nefnd oftar en önnur. Það er sameiginlegt flestum þeim konum sem beittar hafa verið kynferðislegri áreitni innan Há- skólans að þær vilja ekki skilgreina hana sem slíka, þetta er einfaldlega tilboð frá kennara sem þær hafna og þeim finnst óþægilegt að hitta hann í tímum eftir það. Þess vegna segjast þær hætta í áfanganum. Þetta er einnig raunin í sænsku rannsóknunum, konur vilja ekki skilgreina sína upplifum sem kynferðislega áreitni og margar neita að trúa að slíkt geti átt sér stað innan veggja háskólans. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á kynferðis- legri áreitni innan Háskóla Islands. Kærar hafa aldrei borist um mál af þessu tagi, hvorki innan deilda né á réttindaskrifstofu stúdenta. Þó að kennarar hafi ekki verið kærðir segir það ekki alla söguna. Kannski er kæraleiðin erfið fyrir konu sem hefur orðið fýrir áreitni. Spumingin er hvort ekki sé kominn tími til að gera rannsókn á kynferðislegri áreitni innan Háskóla lslands. Þeg- ar tölulegar upplýsingar eru til staðar um kyn- ferðislega áreitni má athuga hvemig eiga að bregðast við hugsanlegum kæram og hvert eigi að leita. Það virðist ekkert benda til þess að kyn- ferðisleg áreitni eigi sér ekki stað innan Háskóla Islands. Þó má reikna með að tölumar séu eitt- hvað lægri hér þar sem flestir nemendur eru í B.A.-námi. Hvernig á að bregðast við kynferðislegri areitni? Konur eru aldar upp við það að vera elskulegar, þægilegar og tilbúnar að rétta hjálparhönd. Af þessum ástæðum byrgja margar konur inni í sér reiði í stað þess að sýna hana og berjast fyrir rétti sínum þegar þær era fótum troðnar. Þegar konur verða fýrir kynferðislegri áreiti bregðast margar þeirra við því með algera aðgerðarleysi. Þær verða hins vegar að segja öðram frá áreitninni og sýna þeim sem áreitir þær að þær láta slíkt ekki viðgangast. Ef kona bregst harkalega við kyn- ferðislegu áreiti hefur það sýnt sig að áreitnin minnkar eða hættir alveg. Konur verða því að sýna það að ekki er hægt að koma fram við þær hvemig sem er. Þær geta bitið frá sér og þá bíta þær fast! Hver er kæruleiðin? Ef nemandi verður fyrir kynferðislegri áreitni má leita til réttindaskrifstofu stúdenta eða, kvennafulltrúa innan Stúdentaráðs HÍ. Það er nýtt embætti og fyrsti fulltrúinn tók til starfa í fyrra haust. Ekki er búið að ákvarða hiutverk hans endanlega því starfið er enn í mótun. En ef kvennemandi yrði fyrir kynferðislegri áreitni og vildi leggja fram kæru myndi kvennafulltrúinn aðstoða við slíkt. í skýrslu ESIB, samtaka stúdentaráða í Evrópu segir að hver háskóli verði að hafa mjög skýra kæruleið og allir innan háskólans verði að vita hvert eigi að leita þegar kynferðisleg áreitni á sér stað. í skýrslunni er einnig talið mikilvægt að koma í veg fyrir að kynferðisleg áreitni geti átt sér stað. Það er hægt að gera með því að móta skýra stefnu sem kynnt er bæði kennurum og nemendum. Hún á að sýna að kynferðisleg áreitni sé tekin mjög alvarlega innan háskólans. En hver er þessi skýra stefna háskólayfirvalda á íslandi og hver er kæruleiðin? Ef kæra á kynferðislega áreitni innan Háskóla íslands á lyrst að bera hana upp innan deildar. Á fundinum sitja nokkrir samstarfsmenn og e.t.v. vinir þess kennara sem kærður er og fjalla um málið. Ef áreitnin er talin mjög alvarleg fer kæran til rektors eða framkvæmdastjóra kennslusviðs. Kæran er því næsttekin upp á háskólaráðsfundi þar sem viðurlög eru ákveðin. Kennarar í Háskólanum eru flestir æviráðnir, prófessorar eru forsetaskipaðir og fastráðnir kennarar eru skipaðir af menntamálaráðherra. Þeir njóta því meira öryggis í starfi en flestir opinberir starfsmenn. Það má hins vegar áminna kennara og það hefur vissulega verið gert ef þeir hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Slíkt er þó afar sjaldgæft. í 2.mgr. 7.gr laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir að veita megi starfsmanni lausn um stundarsakir ef hann hefur gerst sekur um ámælisverða hegðun í starfi. Að lokinni rannsókn er síðan tekin ákvörðun um hvort honum verður veitt lausn að fullu eða hann látinn taka við starfi sínu að nýju. Ekki er vitað til þess að á þessar reglur laganna hafi reynt innan Háskólans síðustu árin. Greinilegt er það vantar skýrar reglur um hvernig taka eigi á viðkvæmum málum, eins og, kynferðislegri áreitni innan Háskóla íslands. Reglurnar eru ekki til staðar vegna þess að engin mál af þessu tagi hafa komið upp. En má ekki snúa dæminu við og segja að engar kærur hafa borist vegna þess að það vantar reglur. Ef upp kemst um kynferðislega áreitni myndi nemandinn einfaldlega ekki treysta sér í gegnum kæruferlið og ekki vita hvert hann ætti að leita. Kynjaskipting kennara í Háskóla Islands 293 karlar á móti 62 konum Skv. nýjum upplýsingjjm frá starfs- mannasviði Háskóla Islands.er kynjaskipting kennaraliðs Hl eftirfar- andi: Professorar -127 karlar, 8 kon- ur. Dósentar -119 karlar, 24 konur. Lektorar - 47 karlar, 30 konur. Elfa Ýr Gylfadóttir IMokkur stig kynferðislegrar áreitni Unnið upp úr bók Ninni Hagman, "Sextrakasserier pá jobbet '. 1. Gullhamrar: “Þú verður getnaðarlegri með degi hverjum!” Hér er átt við sakleysislegar athugasemdir sem konunni finnst vera óþægilegar eða niðurlægjandi. Athugasemdimar geta beinst að útliti, líkama, klæðaburði eða einkalífi konunnar. Með slíkum athugasemdum sýnir karlmaðurinn að hann sér konuna fyrst og fremst sem kyntákn og tekur hana ekki alvarlega sem vitsmunaveru. Karlmaðurinn gerir sér þó oft ekki grein fyrir því að konunni líkar þetta ekki. 2. Horfa án þess að koma við: “Hann klæddi mig úr með augunum” Konunni finnst hún vera snert án þess að það sé í raun komið við hana. Horft er á konuna frá toppi til táar og henni finnst eins og verið sé að skoða hana sem einhverja vörutegund. Karl- ar sem þetta stunda ganga t.d. á eftir konum upp stiga, svona til að fá betri yfirsýn... 3. Vingjarnlega klappið á öxlina Maður sem sýnir konu kynferðislegt áreiti á þennan hátt gætir þess mjög vel að hann snerti konuna aðeins í því magni og á þann hátt sem gæti talist eðlilegt í umgengni við aðra mann- eskju. Þessu fylgja oft gullhamrar og enginn tekur eftir því að um kynferðislega áreitni er að ræða nema konunni sem líður mjög illa, hann er sér jafnvel ekki meðvitaður um það sjálfur! 4. Snertingin sem er á mörkunum að vera sæmandi Á þessu stigi er karlmaðurinn mjög meðvitaður um framferði sitt. Hann notar hvert tækifæri sem gefst til að snerta konuna. Hann teygir sig eftir möppu í hillu og kemur þá t.d. við annað brjóst konunnar í leiðinni. Ef hún mótmælir þá getur hann alltaf haldið því ífam að þetta hafi verið „óvart“. 5. Snerting, kossar og káf. Á fimmta stigi er áreitið orðið svo áberandi að það fer ekki á milli mála að um kynferðislegt áreiti er að ræða. Þar sem karl- inn veit að hann er farinn yfir mörkin gætir hann þess vel að engin vitni séu að kynferðislegum tilburðum hans. Slíkt áreiti á sér stað inni í lokuðum herbergjum, á mannlausum gangi eða öðrum afskektum stað. Karlmaðurinn heimtar líkamlega snert- ingu, hann kemur við konuna, heldur henni fastri, kyssir hana og jafnvel nauðgar henni. 6. „Sofðu hjá mér annars...“ Alvarlegasta stig kynferðislegrar áreitni er þegar sá sem beitir henni getur haft bein áhrif á stöðuveitingar og atvinnumöguleika konunnar. Þegar karlmaður hefur slíkt vald getur hann sett kon- unni útslitakosti: „sofðu hjá mér annars. . .“ Hótanirnar geta verið af mörgum toga, konan fær ekki launa- og stöðuhækkun eða færri og ómerkilegri verkefni ef hún lætur ekki að vilja hans. Hann getur jafnvel sagst ætla að flekka mannorð hennar og hann hefur valdið!

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.