Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 22
22 STÚDENTABLAÐIÐ - MÁLEFNI STÚDENTA Röskva og Vaka svara Kæru Röskva og Vaka. í aðdraganda síðustu kosninga til Stúdenta- og Háskólaráðs lá ég yfir dreifibréfum og bæklingum ykkar beggja og reyndi sem mest ég mátd að greina einhvern minnsta mun á stefnumálum ykkar og málefnaskrám. Það tókst ekki. Reyndar minnir mig - og endilega leiðréttið mig ef það er rangt - að Röskva hafi verið með fléttulista og að Vaka skilgreini sig sem ópólitískt afl, en Röskva ekki. Annars voruð þið báðar á móti skólagjöldum, vilduð báðar hærri grunnframfærslu frá LÍN og árangurstengd námslán. Jafnframt eignuðuð þið Þessari spurningu er ávallt flókiö aö svara, því aö „munurinn” sjálfur er álitamál og endalaus uppspretta deilna. Auðvitaö sameinast fylkingamar um ýmis málefni sem snerta alla stúdenta, á við lengri opnunartíma Þjóðarbókhlöðunnar og hækkun framfærslulána LÍN. Munurinn liggur því frekar í viðhorfl Röskvu og Vöku til eðlis stúdentapólitflcurinnar. Til aö svara skilmerkilega er líklegast best að útlista fyrir hvaö Röskva stendur og hvaöa hugmyndir sameina fólkið í hreyfingunni: í fyrsta lagi sameinumst við um hugmyndir okkar um réttlátt samfélag. í öðru lagi stöndum við saman um ákveðna afstöðu til þess hvað stúdentapólitík er. Og í þriðja lagi hefur Röskvufólk skýra hugmynd um hvaða verkefni Stúdentaráð á að takast á hendur. Lítum nánar á hvað þetta þýðir. Fyrst má nefna eitt sem gjaman vill gleymast: Röskva er samtök félagshyggjufólks við Háskóla íslands. Við erum félagshyggjufólk; við viljum samfélag sem byggist upp á virðingu fyrir manneskjunni og samfélag sem stendur vörð um mannréttindi ogjafnrétti. Við vijjum samfélag sem veitir öllum möguleika. Til dæmis þess vegna hefur Röskva frá upphafi hafnað upptöku skólagjalda við HÍ. Sú afstaða er pólitísk, eins og allir gera sér grein íyrir, enda snýst hún um grundvallarskoðun fólks á réttlátu samfélagi. Fyrir okkur snýst pólitík um að gagnrýna, taka afstöðu og berjast fyrir skoðun sinni. Því gengst Röskva glöð við ásökunum um að vera pólitísk - við erum jú pólitísk, stúdentapólitísk. Um árabil hafa ólíkar hugmyndir um stúdentapólitík aðgreint fylkingamar við HÍ. Fólkið sem starfar í Röskvu vill að Stúdentaráð sé pólitískt þrýstiafl sem beiti sér fyrir hagsmunum stúdenta jafnt innan Háskóla íslands sem utan. Þetta þýðir að við takmörkum ekki áhrifasvið Stúdentaráðs við innanhúsmál í Háskólanum, sem auðvitað þarf lfka að sinna, heldur beinum sjónum okkar einnig að stúdentum sem þegnum í íslensku samfélagi. Við viljum gæta hagsmuna stúdenta á hvaða vettvangi sem er. Þessi afstaða Röskvu kristallaðist í aðgerðum Stúdentaráðs í Strœtómálinu svokallaða, en Röskva sá til þess að Stúdentaráð þrýsti á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að gefa stúdentum frítt í strætó. Fylkingamar greinir á um verksvið Stúdentaráðs. Afstaða Röskvu er skýr: Stúdentaráð á að vera hreyfiafl í samfélaginu og skýr rödd sem talar fyrir hagsmunum háskólastúdenta sem þjóðfélagshóps. Og Stúdentaráð á að sýna fmmkvæði og taka af skarið. Stúdentar hafa í gegnum tíðina verið broddflugur samfélagsins, gagnrýnisröddin sem þorir að benda á keisarann, sjáist hann allsber - og það gerir Röskva. Bestu kveðjur, Bergþóra Snœbjömsdóttir íRöskvu. ykkur báðar heiðurinn af tímanlegri einkunnaskilum og sögðust báðar halda rosa skemmtileg partí. Sem er hið besta mál - en ekki til þess gert að fylla mig innblæstri til að skunda á kjörstað og kjósa um ...ekki neitt? Segið mér því, þegar ég ákveð að kjósa aðra ykkar, um hvað er ég að kjósa? Greinir eitthvað ykkur í sundur, annað en fléttulistar og afstaðan til þess hvort Stúdentaráð eigi að vera pólitískt eða ekki? Kærkveðja, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, nemandi I tómstundafræði Sæl Eyrún! Þú ert svo sannarlega ekki sú eina sem hefur þótt þrautinni þyngra að greina minnsta mun á Vöku og Röskvu. Mig skal ekki undra, enda nánast ógerlegt að lesa einhvers konar aðgreiningu úr þeim aragrúa bæklinga sem fylkingamar senda út í hveijum kosningum. Það er því eðlilegt að þú spyijir - af hveiju Vaka? Vaka á sér mikla og skemmtilega sögu, enda hefur félagið starfað í Háskóla íslands í rúm 73 ár. Umfangsmikil starfsemi á sér stað í félaginu á ári hveiju og er bættur hagur stúdenta þar ætíð í fararbroddi. Vaka starfar á tveimur vettvöngum, annars vegar í Stúdentaráði og hins vegar í stjóm Vöku. Vaka er þvf virk, óháð niðurstöðum kosninga til Stúdentaráðs - en með framboði okkar til Stúdentaráðs vonumst við eftir tækifæri til þess að marka málefnum okkar og starfsemi betri farveg. Það sem Vaka hefur fram yfir Röskvu er margþætt. Til að mynda rekur Vaka félagsheimili þar sem Vökuliðar hittast reglulega á fundum, við lærdóm, yfir enska boltanum eða í heþarinnar gleðskap. Frumkvæði og framkvæmdagleöi einkenna einnig vinnubrögð félagsins ásamt andstöðu við öfga-femínísk sjónarmið. í Vöku er fólk metið út frá verðleikum og hæfni - ekki kyni. Vaka leggur megináherslu á pólitískt hlutleysi Stúdentaráðs og telur að eina verk ráðsins felist í baráttu fyrir bættum hag stúdenta við Háskóla íslands. Við tengjum okkur því ekki við pólitíska hugmyndafræöi á borð við félags- eða frjálshyggju líkt og Röskva - samtök félagshyggjufólks - gera. Að sjálfsögðu er mikilvægt að stúdentaráð nýti krafta sína sem pólitískt þrýstiafl og krefjist framfara í málefnum háskólans, en lengra göngum við ekki. Við eyðum ekki tíma Stúdentaráðs í ályktanir gegn launaleynd í þjóðfélaginu eða flugvellinum í Vatnsmýrinni - þvf öllum tíma Stúdentaráðs skal veija f hagsmunabaráttu stúdenta sjálfra. Við tökum því ekki afstöðu fyrir hönd allra stúdenta hvað varðar pólitísk þrætuefni sem snerta ekki stúdenta. Við ákveðum ekki opinberlega hvað þér finnst - og öllum hinum þúsundum nemenda Háskóla íslands. Við bara gerum ekki slíkt og þar liggja mörkin - landamærin á milli Vöku og Röskvu. Að lokum bendi ég á að dyr Vöku standa nemendum Háskóla Islands ávallt opnar. Ef þú vilt fræðast meira um félagið eða málefnin hvet ég þig eindregið til að mæta á vikulega kynningarfundi sem haldnir eru í allan vetur. Einnig bendi ég þér á heimasíöu félagsins mvw.vaka.hi.is og netfangið vaka@hi.is hafir þú einhveijar frekari spurningar. Bestu kveðjur, Kristján Freyr Kristjánsson Oddviti Vöku i Stúdentaráði. Stúdentar og námsmenn landsins sameinuðust þann 1. desember síðastliðinn um að senda ráða- mönnum átta óskir. Um er ræða sögulegt samstarf sem var kynnt með gjörningi og afhjúpun menntavita á Austurvelli þann dag. Óskir stúdenta og námsmanna eru eftirfarandi: 1. Að hlúið verði áfram að menntakerfi þjóðarinnar og að þjónustustig háskóla og gæði kennslu verði ekki skert þegar aukinn fjöldi námsfólks sækir nám sitt þangað. 2. Að þjónustustig Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði ekki skert og að sjóðurinn haldi áfram að tryggja framfærslu námsmanna meðan á námi stendur, skv. 1. grein laga Alþingis um LÍN. 3. Að mánaðarlegar greiðslur verði teknar upp á vegum LÍN, til þess að stúdentar þurfi ekki að fá yfirdráttarlán á tæplega 20% vöxtum frá bönkunum fyrir eftirágreiddu láni úr sjóðnum. 4. Að ríkið og LÍN endurskoði grunnframfærslu og reikni hana út miðað við raunverulegt verðlag nauðþurfta í þjóðfélaginu. Núverandi grunn- framfærsla LÍN er ekki nægilega há til þess að stúdentar geti séð sér farboröa með henni einni saman. Þeir hafa þurft að vinna með námi og leggja fyrir sumarlaun til þess að ná endum saman. Kúvending á vinnumarkaði hefur gjörbreytt tekju- möguleikum stúdenta með námi og að sumri. Þessari stöðu er nauðsynlegt að bregðast við. 5. Að háskólar á landinu taki upp námskeið og kennslu yflr sumartímann fyrir þá stúdenta sem fá ekki vinnu. Að öðrum kosti neyöast atvinnulausir stúdentar til þess að sækja um atvinnuleysisbætur frá ríkinu. 6. Að efla og styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og sporna þannig við auknu atvinnuleysi og ýta undir framtakssemi námsmanna. 7. Að ríkisstjórn og sveitarfélög styðji rækilega við upp- byggingu nýrra stúdentagarða og efni þá samninga sem þegar hafa veriö undirritaðir. Fleiri hundruð stúdenta bíða eftir stúdentahúsnæði og þeim mun fjölga, þar sem æ fleiri námsmenn sjá fram á mikla Qárhags- og greiðsluörðugleika. 8. Að stjómvöld taki höndum saman við aðra íslendinga um að byggja upp samfélag grundvallað á þekkingu, jafnrétti, félagslegu réttlæti og manngildi. Björg Magnúsardóttir, formaður Stúdentaráðs.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.