Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.10.1962, Page 4

Alþýðumaðurinn - 02.10.1962, Page 4
ÍSLAND ER EITT ÞRIGGJA LAJNÍDA STERLINGSVÆÐISINS MEÐ HAG- STÆÐARI GREIÐSLUJÖFNUÐ 1961 EN 1960 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (In- ternational Monetary Fund) hefur nýlega sent frá sér ársskýrslu sína fyrir fjárhagsárið, sem lauk 30. apríl síðastliðinn. I skýrslu stofnunarinnar er vikið að efnahagsþróun einstakra landa og greiðslusvæða. Sérstaklega er vikið að Sterling- svæðinu. Þar er tekið fram, að aðeins þrjú lönd á því svæði hafi sýnt betri greiðsluj öfnuð árið 1961 en 1960, ísland, írland og Rhodesía. I janúar—aprílhefti Fjármála- tíðinda, sem gefið er út af Hag- fræðideild Seðlabankans, segir m. a. um greiðsluj öfnuðinn s.l. ár: „Greiðslujöfnuðurinn við út- lönd gefur bezt yfirlit yfir við- skipti þjóðarbúsins gagnvart um- heiminum. Um greiðslujöfnuð ársins 1961 eru enn þá ekki fyrir hendi upplýsingar nema að tak- mörkuðu leyti. Þó er ljóst sam- kvæmt bráðabirgðatölum um inn- Ingólfur Guðmundsson vígður til Húsavíkur Síðastliðinn sunnudag var Ingólfur Guðmundsson, cand. theol., vígður í Dómkirkjunni til prestsþj ónustu í Húsavíkurpresta- kalli. Er hann settur prestur á Húsavík til vors, en þá mun að nýju fara þar fram prestskosning, þar eð Ingimar Ingimarsson, prestur að Sauðanesi við Þórs- höfn, hætti við að taka að sér prestsembættið þar, þótt lögmæta kosningu hlyti í haust og væri skipaður til starfsins. Séra Ingólfur er sonur Guð- mundar heitins Ólafssonar frá Sörlastöðum í Fnjóskadal, lengi kennara á Laugarvatni, og konu hans. Ingólfur er stúdent héðan frá M. A., starfaði um skeið fyrir Ungmennafélag íslands og hefur tekið mikinn þátt í æskulýðsstarf- semi Þj óðkirkj unnar. og útflutning, að vöruskiptaj öfn- uðurinn við útlönd var hagstæður um hér um bil 100 millj. króna miðað við núverandi gengi og reiknað með fobverðmæti bæði á innflutningi og útflutningi. Enn fremur sýnir bráðabirgðaáætlun, að greiðslujöfnuður fyrir vörur og þjónustu hefur verið hagstæð- ur um 200-—250 milljónir króna á árinu 1961. Er það í fyrsta skipti, síðan styrjöldinni lauk, sem tekizt hefur að ná hagstæðum greiðsluj öfnuði.“ V öruskiptajöfnuð- urinn hagstæður í ágúst Vöruskiptajöfnuðurinn í ágúst- mánuði var hagstæður um 6,1 millj. kr., en var á sama tíma í fyrra hagstæður um 36,3 millj. kr. Var flutt út fyrir 288,8 millj., en inn fyrir 282,6 millj. Vöruskiptajöfnuðurinn á árinu fram í árslok var óhagstæður um 57, 6 millj. kr., á móti óhagstæð- um vöruskiptajöfnuði um 237,8 millj. á sama tíma í fyrra. Fyrstu 8 mánuði ársins var flutt út fyrir alls 2.253.2 millj. kr., en inn fyrir 2,310,7 millj., þar af 69.295 fyrir skip og flugvélar. 7% kauphækkun hjá bæjarstarfs- mönnum Starfsmannafélag Akureyrar hefur farið þess á leit við bæjar- stjórn, að hún greiði fastráðnum bæjarstarfsmönnum 7% hækkun á kaup þeirra frá 1. júní s.l., svo sem ríkið hefur nú samþykkt varðandi ríkisstarfsmenn. Bæjarráð hefur mælt með beiðninni og má telja víst, að bæjarstjórn samþykki beiðni þessa á fundi sínum í dag. ÚTHLUTAÐ 50 MILLJÓNUM KRÓNA TIL ÍBÚÐARLÁNA Þar af 7.3 millj. í Norðausturlandskjördæmi Nýlokið er einni úthlutun íbúð- arlána hjá Húsnæðismálastjórn ríkisins, 50 millj. kr. alls, og er það hæsta úthlutun, sem fram hef- ur farið á vegum stofnunarinnar frá byrjun. Að þessu sinni munu um 1000 húsbyggjendur hafa fengið einhverja úrlausn, allt frá byrjunarúthlutun til lokaúthlut- unar, eftir því sem þeir voru á vegi staddir með byggingu sína eða hvað fengið fyrr. Utvegun lánsfjárins til handa Húsnæðismálastofnuninni hefur að langmestu leyti mætt á Emil Jónssyni, félagsmálaráðherra. Formaður Húsnæðismálastj órn- ar er Eggert G. Þorsteinsson, alþm. Um 90 húsbyggjendur búsettir í Norðausturlandskjördæmi fengu lán að þessu sinni, samtals kr. 7.297.000.00, þar af 68 á Akur- eyri, 9 á Dalvík, 3 á Húsavík og Ólafsfirði, 2 í Hrísey og 1 á þess- um stöðum: Grenivík, Grímsey, Hauganesi, Raufarhöfn og Þórs- höfn. ALfMJMAt) Þriðjudagur 2. október 1962 Glerárstöðin. Knut Ottersfedf rafveitustjóri allan tímann Aknreyrar hefur í 40 ár Rafveita starlað Hinn 29. september 1922 tók Rafveita Akureyrar til starfa með orkuvinnslu í Glerárstöðinni ný- reistri. Síðastlðinn laugardag varð því Rafveitan fjörutíu ára og í gær, 1. okt., voru 40 ár liðin frá því, að Knut Otterstedt varð rafveitustjóri á Akureyri. Hann var semsé ráðinn stjórnandi Raf- veitunnar 1. okt. 1922 og hefir gegnt því starfi síðan. Hér er ekki rúm til að rekja merka starfssögu Rafveitunnar né trúa þjónustu Otterstedts við það fyrirtæki, en drepið skal á fáein atriði. Glerárstöðin elzta var 300 ha og mun hafa kostað um 300 þús. kr. 1931 var bætt inn í orkuverið 165 ha díselsamstæðu. Þá var raunar strax orðið ljóst, að stærri úrlausnar var þörf, og 1937 var ákveðið að virkja Laxá við Brúar fyrir Rafveitu Akureyrar. Þeirri virkjun, 2000 ha orkuveri, var lokið 1939. Árið 1944 var bætt við 4000 ha vélasamstæðu í orkuverið við Laxá, en 1946 var hafizt handa um nýja virkjun, og gerðist ríkið þá jafnframt eigandi að Laxár- virkjunum ásamt Akureyrarbæ. Hið nýrra Laxárorkuver er 8000 kW virkjun, en senn hvað líður tekur nú að skorta rafurmagn á orkuveitusvæði Laxár og standa þar nýjar framkvæmdir fyrir dyrum, sem vonandi verða þá ekki allt of smáar í sniðum. Eins og fyrr getur, hefir Knut Otterstedt verið rafveitustj óri Rafveitu Akureyrar frá upphafi, og hann hefur jafnframt verið framkvæmdastj óri Laxárvirkjun- ar frá upphafi. Fjörutíu ára starfs- saga Rafveitunnar, og starfssaga Laxárvirkjunarinnar fram til þessa er því jafnframt starfssaga Otterstedts. Blaðið Degur hefir nú uppi mikinn orðaflaum um það, að sökum „viðreisnarinnar“ hafi dregið stórlega úr byggingu íbúð- arhúsnæðis hér í bæ, en hins veg- ar fjöldi stórbygginga risið, að manni skilst í braskara- og stór- gróðamannahöndum. Vissulega er það rétt hjá blað- inu, að dregið hefir nokkuð úr byggingu íbúðarhúsnæðis hér, og meir en æskilegt er, og allmörg stórhýsi hafa risið undir viðreisn og drjúgum meir en fyrr, en eru það brasarabyggingar? Telur Dagur, að verksmiðju- bygging Heklu sé óþörf brasara- bygging? Telur Dagur, að verksmiðju- bygging Lindu sé illu heilli risin? Telur Dagur, að skrifstofuhús Akureyrar væri betur óbyggt? Teluur Dagur, að viðbót Odd- eyrarskóla ætti fremur að vera óreist? Telur Dagur, að bygging bæj- Alþm. þekkir ekki til annars orðs af þessum drenglundaða og ljúfa karlmenni, en að þar hafi góður Svíi gerzt góður Islending- ur og það hafi verið heillastund fyrir raforkumál Akureyrar, þeg- ar hann steig hér á land og gerð- ist forsjármaður þeirra mála. Þeir munu því margir, sem árna Knut Otterstedt heilla og votta honum þakklæti sitt á þess- um tímamótum, um leið og þeir vænta þess, að þróun virkjunar- og orkuveitumála verði ör og vaxandi um komandi ár. arins við Leikvanginn hefði ekki átt að rísa? Finnst Degi, að Elliheimili Ak- ureyrar sé braskarabygging? Þetta eru höfuðstórbyggingar hér í bæ undir viðreisn, utan Út- vegsbankans og Amaro, og varla getur Dagur verið á móti því, að verzlun fái að byggja yfir sig eða hvað? Hvað þá t. d. um hið myndarlega útibú KEA í Glerár- hverfi? LEIÐRÉTTING Dagsetning á síðasta tbl. Alþm. misprentaðist. Átti að sjálfsögðu að vera 25. september. Þetta eru lesendur, sem halda blaðinu saman, góðfúslega beðnir að athuga. Sjötugur varð 16. sept. sl. Guð- mundur Trjámannsson, ljósmynd- ari. Er Framsókn á móti þessum byggingum?

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.