Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 09.10.1962, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 9. október 1962 ALÞÝÐUMAÐURINN Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson, Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Útgefandi: Alþýðuflokkslélag Akureyrar VerS kr. 50.00 á ári. Lausasala kr. 2.00 blaðið. Prentsmiðja Björns Jónssonar hf. Mikilsvcriur drdogar Alþýðublaðið ræðir 5. okt. sl. í ritstjórnargrein ýmsar upplýs- ingar, er Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, hafi rakið á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykja- víkur, er hann ræddi þar um efna- hagsmálin. Blaðið segir svo orðrétt: „Gylfi minnti á, að ríkisstj órnin hefði ætlað sér tvennt á þessu sviði: 1) Að bjarga við hinum mikla hallarekstri gagnvart út- löndum, og 2) Að stöðva hringrás kaupgjalds og verðlags, verðbólg- una. Hann færði sterk rök að því, að fyrra markið hefði náðst, enda er það almennt viðurkennt. Hins vegar viðurkenndi hann, að varð- andi síðara atriðið hefði ekki náðst sá árangur, sem vonazt var eftir. Merkasta yfirlýsing Gylfa í ræðunni var sú, að hagur þjóðar- búsins sé á þessu hausti svo góð- ur, að það muni þola þær kaup- hækkanir, sem orðið hafa, og ef til vill meiri hækkanir fyrir lægst launuðu stéttirnar, án þess að grípa þurfi til gengislækkunar eða sambærilegra aðgerða. Þessi skoðun Gylfa er bundin því meg- inskilyrði, að ekki verði almenn kauphækkun til viðbótar því, sem orðið er. Ástæðurnar til þess, að þjóðar- búskapurinn getur nú þolað þess- ar hækkanir, eru þrjár: í fyrsta lagi hefur viðreisnin styrkt svo gjaldeyrisaðstöðu og sparifjár- eign, að kerfið er mun sterkara en í fyrra. í öðru lagi hefur góðæri verið mikið, sérstaldega hvað síldveiði snertir. Og í þriðja lagi hefur verðlag á afurðum okkar erlendis verið hækkandi, og hefur það eitt veigamikla þýðingu. Árin 1961 og 1962, eftir að viðreisnin fór að hafa veruleg áhrif, hefur aukning á þjóðar- framleiðslunni verið sem svarar 5% á ári. Er það mjög mikil aukn- ing, sem stenzt ágætlega saman- burð við það, sem talið er gott hjá öðrum þjóðum. Þannig hefur viðreisnin náð því höfuðmarki, sem henni var sett, jafnframt því sem íslendingar eru skilamenn í alþjóðlegum viðskiptum. Þessi aukning viðreisnarinnar er grund- völlur þeirra kauphækkana, sem orðið hafa, en sá grundvöllur get- ur því aðeins staðizt, að nú verði DANSLEIKUR í FREYVANGI laugardaginn 13. október kl. 9.30 e. h. I haust fundu borgfirzkir gangnamenn að sögn pappírsörk eina fasta á víðispreki í skjóli við rofbakka við laxveiðiá eina á heiðum frammi. Var á hana ritað eftirfarandi og seljum vér það ekki dýrar en vér keyptum. Borg- firðingar kváðu kalla lesninguna ýmist Hermannsdraum eða Boð- orðin tíu — hin nýju, og hér er lesningin: „Það sem svo er komið mótun á vinnusiðgæði þjóðarinnar og kröfugerð um kjör fyrir einbeitta og markvissa stjórnarandstöðu Framsóknar og kommúnista, að þjóðarframleiðslan er nú aðeins brot af því, sem allar stéttir þjóð- félagsins krefjast sér til lífsviður- væris, útgerð hefur verið hætt, þar eð hvorki geta sjómenn fengið krafið kaup né útvegsmenn krafið verð fyrir sjávarafurðir, bændur eru teknir að hella niður mjólk, fleygja kjöti og hættir að hirða garðávexti, af því að þeir fá ekki né geta fengið krafið verð fyrir framleiðslu sína, verzlanir hafa lokað vegna þess, að þær geta ekki grætt á sölu sinni, svo sem þeim þykir hæfilegt, iðnaðarverum hef- ur verið lokað, af því að þau þykja ekki nógu arðvæn, læknar eru hættir að sinna sjúklingum, sökum þess að þeir telja slík störf ekki svara kostnaði, kennarar hafa lagt niður kennslu, af því að þeir geta ekki fengið goldið það kaup, er þeir telja hæfilegt, öll þjónusta hefur lagzt niður, vegna þess að hún „borgar sig ekki“, allir sérfræðingar eru fluttir af landi burt og hafa hrist ryk fóstur- jarðarinnar af fótum sér og hugvitssömustu stjórnmálamenn Framsóknar og kommúnista sjá nú enga leið lengur til að auka vandræði þjóðarbúsins meir en orðið er, bjóðum vér og skipum: 1) að hér verði tekið upp ráð- stjórnarfyrirkomulag með tilheyr- andi ríkiskapitalisma og alræði eins flokks — Sameiningarflokks Framsóknar og kommúnista — haldið skynsamlega á málum og verðbólguhjólinu ekki leyft að snúast áfram, — það er, að ekki verði almennar hækkanir, þótt ein- staka launalægstu vinnustéttir verði að fá og geti fengið leiðrétt- ingu þess, að þær voru skildar eft- ir í vor og sumar. Talið er, að um næstu áramót muni verðlag hafa hækkað um rúm 27%, síðan viðreisnin hófst. Þá mun meðaltal launa hafa hækkað um rúm 30% — en með- altal þýðir, að nokkrir hópar hljóta að vera neðan við þá tölu. Verkefni ríkisstjórnar og alþingis er því augljóst: að bæta kjör hinna lægst launuðu og stöðva síðan verðbólguna.“ Alþm. minnir á, að í nýbirtri samþykkt kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Norðausturþingi var einmitt lögð áherzla á að bæta þyrfti kjör hinna lægst launuðu. F ramsóknar-Sósíalistaflokksins. 2) að öllum bændum sé skylt að láta bú sín af hendi til stofnun- ar samyrkjubúa (Hver bóndi má þó eiga % kú, 5 ær eða 20 hænsn og rækta fyrir sig 2 tn. kartöflur). 3) að öll iðnaðarver séu afhent SIS og Mars Trading Company, er síðan reki þau með hagsmuni Flokksins fyrir augum. 4) að öll skip landsmanna séu afhent skipadeild SÍS og bæjar- útgerð Norðfjarðar, og séu þau gerð út til veiða eða flutninga með hagsmuni alríkisins fyrir augum. 5) að allir taki upp sín fyrri störf þegar í stað, kauplaust fyrst um sinn meðan Flokkurinn athug- ar, hvort og þá hve mikið þeim sé greiðandi fyrir störfin. 6) allir ísl. sérfræðingar hverfi heim innan hálfs árs, annars verði þeir sviptir ísl. borgararéttindum. 7) að ríkið gangi þegar í Efna- hagsbandalag Austur-Evrópu með gagnkv. réttindum og skyldum. 8) að þegar sé tekið stórt lán í Sovétríkjunum til 99 ára og verði því varið til að halda efnahag rík- isins á Flokkslegum kili. 9) að bandaríska setuliðið á Keflavíkurflugvelli hverfi tafar- laust úr landi, en sovézku setuliði verði fengin þar öll mannvirki í hendur og dvalarréttur, svo að það geti verndað sjálfstæði ísl. ríkisins. 10) að framkvæmd hinna 10 boðorða minna annist Eysteinn Framh. á 3. síðu. HLJÓMSVHIT PÁLMA STEFÁNSSONAR. Sætafcrðir fró Ferðaskrifstofunni. Félagið Berklavörn, Akureyri. TILKYNNING Nr. 20/1962. Verðlagsnefnd hefur ákveðið hámarksverð á eftirtöldum kjötvörum, svo sem hér segir: Heildsöluv. Smásöluv. Vínarpylsur pr. kg.... kr. 34.20 kr. 43.00 Kindabjúgu............. — 32.50 — 40.00 Kjötfars............... — 19.75 — 24.80 Kindakæfa.............. — 47.00 — 62.50 Tilgreint smásöluverð á vínarpylsum gildir jafnt, hvort sem þær eru pakkaðar af framleiðanda eða ekki. Heildsöluverðið er hins vegar miðað við ópakkaðar pylsur. Söluskattur er inni- falinn í verðinu. Reykjavík, 6. okt. 1962. Verðlagsstjórinn. ATVIM A ! Oss vantar nokkra unglinga eða fríska menn til sendilsstarfa. Enn fremur skrifstofumann. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA ttsala! lísala! Miðvikudaginn 10. október hefst IJTSALA á YTRI FATNAÐI. VEFNAÐARVÖRU og öðrum FATNAÐARV ÖRUM LEÐURSKÓFATNAÐI, kvenna og barna KARLMANNASKÓM, stærðir 39 og 40 BÚSÁHÖLDUM, ýmiss konar, RAFLÖMPUM og fleiru. Útsalan verður í HAFNARSRÆTI 93, ANNARRI HÆÐ. Kanpfélag Eyfirding'a

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.