Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.11.1963, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 26.11.1963, Blaðsíða 2
2 »ff merhið stendur -« Með einni riffilkúlu sló veraldarsagan því blýföstu, að eitt af mikilmennum hennar væri fallið í valinn. Gersamlega óvænt, beint í athyglisskyn íbúa jarðarkringlunnar hitti þessi kúla, um leið og hún vann verkið hitt, að vega manninn sem fyrir henni varð. Hann sem áður var umdeildur, lofaður og lastaður á víxl, var í eldingarleiftri óvæntrar helferðar haðaður í nýju sviðljósi, þar sem gaf nýja sýn á störf skammrar stjórnarævi. Það mun fágætt, að fráfall eins manns veki slíka athygli um heiminn þveran og endilangan í einu vetfangi og víg Johns F. Kennedy, Bandaríkjaforseta, gerði sl. fimmtudag. Vissulega kom fréttin mjög óvænt. Vissulega er tækni í fréttaflutningi orðin meiri en við nokkur önnur mannvíg eða fráfall fyrr. Vissulega hafði alheimur veitt þessum unga, vaska stjómanda mikla athygli. En hversu margir höfðu gert sér ljóst, að þar færi óumdeilanlega eitt af mikilmennum sögunnar — fyrr en riffilkúla sló því blýföstu í banaskoti? Svona er lífið dularfullt og mennirnir óútreiknanlegir. Nú varð öllum það skyndilega ljóst, að þar hafði stillt og sterk hönd stýrt í friðarátt, þar hafði myndugur hugur kunnað og þorað að taka tæpasta vað, þegar ekki var annars úrkosta og hvergi mátti skeika, þar hefði stórt og hlýtt hjarta slegið og víðsýnt auga vakað yfir, sem er kynþáttavandamál blakkra og hvítra og engir skilja, hve erfitt er viðfangs, nema það hafi á þeim sjálfum brunnið. Og nú varð öllum það skyndilega ljóst, hve farsælt sam- starf hins fallna manns og foringjans óútreiknanlega í austri hafði verið um friðsamlega úrlausn mála. Menn höfðu í raun og sannleika þorað að draga andann léttar um sinn. ' Og kannske er hér komið að stærsta áslætti riffilkúlunnar örlagaríku á athygli alheims: Hvað tekur við? Hefst kalda stríðið með nýjum ofsa? Lagði riffilkúlan friðarviljann einbeitta og óhvikula kannske að velli? Þessi ótti grúfir eins og dimmur skuggi að baki harms og gremju alheims yfir svo hörmulegu og óskiljanlegu mann- vígi og hér hefur átt sér stað. Sá minnisvarði mundi hinum fallna foringja verða fegurstur reistur, að víg hans yrði áminning en ekki úrtölur, hvöt, en ekki úrdráttur, öllum valdhöfum heims til að leysa ágreiningsmál með friðsam- legum hætti, og auka og efla bróðurhug þjóða í milli, stétta og einstaklinga. En þar þarf mikil hamingja að standa að verki, sem gott á að gróa af illu. Þar hvílir nú vandinn mestur á herðum hins nýja forseta Bandaríkjanna. Þar mun mannvit hans, mannkostir, stjórn- kænska og hamingja í störfum ráða úrslitum, hvort merkið standi, þótt maður hafi fallið. Frd Niagara til San Francisco Aðra helgina okkar í Banda- ríkjunum erum við staddir við hina frægu Niagarafossa, eða nán- ar tiltekið í borginni Buffalo, í nálægð þeirra, heldur óásjálegri og óhreinni borg án nokkurs sér- staks aðdráttarafls. Einna helzt fannst okkur hún líkjast enskri hafnarborg í útliti, kunnugir töldu þetta stafa af ná- lægðinni við Canada, aðrir gömul ensk áhrif frá yfirráðatímum Eng- lendinga. Hvað um það, þarna vorum við nú staddir og áttum að verja helginni til að skoða Niag- arafossana og nágrenni. Beljandi rigning hefti okkur í að aðhafast annað fyrri daginn en glápa út um herbergisglugga okkar í einu af hinum hrikastóru Hilton- hótelum, sem við gistum æðioft í þessari ferð, og horfa á sjónvarp. Síðari dagurinn fagnaði aftur á móti með glampandi sól, vai strax hafizt handa um að leigja sér bíl og bílstjóra, og ekið sem leið lá yfir landamærin, yfir til fossanna Canada megin. Þaðan sjást þeir til muna betur og eru fegurri ásýndum, þaðan var líka hægt að ganga undir þá í gegnum göng, sem útbúin hafa verið, og er það hrífandi sjón að sjá vatnið steypast niður framan við sig og falla með gný niður í gljúfrið. Auðséð er að þarna er mikið um ferðamenn, öll umgengni og uppbygging þessa sérstæða staðar er svo til fyrirmyndar að eftirtekt vekur. Hér skal tekið fram að þetta á aðeins við um þá hlið sem Canadamegin er, hinum meg- in rísa stórverksmiðj ur og fram- leiðslutæki, og engin fegurðar- merki setja þau á umhverfið. Sjálfir fossarnir eru að vísu fagr- ir í hrikaleik sínum, svo ég tali nú ekki um þegar þeir eru flóð- lýstir á kvöldin, en þó fannst okk- ur þeir ekkert liafa fram yfir feg- urð fossanna okkar hér heima, nema stærðina og að tæknin hefur Þcssi mynd er af sögulegum at- burSi, þegar Edison bjó til Ijósa- peru ó sama hótt og þó fyrstu. Aftan við hann standa Henry Ford og aðstoðarmaður Edisons. tekið þetta óhemju afl í sína þjón- ustu með framleiðslu á milljónum kílówatta af rafmagni, án þess að spilla útliti fossanna. Stórir jöfn- unargeymar voru reistir, rennsli vatnsins veitt í þá á nóttunni, en á daginn rennur það sinn gamla veg. Á leiðinni til baka var okkur sýnd ein af þeim fjölmörgu tunn- um sem menn hafa farið í niður fossana. Hefur það þótt allmikið hreystiverk og ýmsar aðferðir við það notaðar. Enn eitt var það sem vakti sér- staka athygli mína á þessari leið, en það var gríðarstór klukka, svo- kölluð blómaklukka. Hefur hún verið reist til að minna þá sem framhjá fara, á hinn mikla fjölda Sigmar Sævaldsson segir írá fatlaðra og lamaðra barna í land- inu. Klukkan er þannig gerð, að hún stendur í nokkrum halla. Skífan, sem er um það bil 3—4 metrar í þvermál, er gerð úr marglitum, lifandi blómum, vísarnir eru smíðaðir í hækjulíki. Umsjón með klukkunni annast garðyrkjuskóli sem þarna er í nálægð. Fyrir framan þetta listaverk er lítil og grunn tjörn með nokkrum skrautlegum gullfiskum og græn- gróðri. í hana kastar fólk sem kemur að skoða, peningum og renna þeir allir til hinna lömuðu og fötluðu barna. Sagði bílstjór- inn okkur að árlega kæmu inn milljónir dollara úr tjörninni. Næsti áfangastaður okkar er svo bílaborgin Detroit, en þangað er komið sunnudagskvöldið 18. ágúst. Hófst dvölin á dagskrá með ýmsum verkalýðsforingjum. Var hópnum tvístrað og dvaldi hver hjá því verkalýðsfélagi sem hann var skyldastur heiman frá íslandi. Þarna var ég í góðu yfirlæti meðal rafvirkja úr tveim félög- um, dvaldi með þeim á samninga- fundum, fylgdist með daglegum rekstri félaganna, ók með þeim á vinnustaði til að kynnast aðbún- aði, afköstum, hagræðingu og öryggi á vinnustað. Fékk ég nokkra innsýn í hvernig starfsem- in gekk fyrir sig. Þótt margt sé ólíkt með okkur, er ég ekki í vafa um að margt getum við af þeim lært. Eitt er það sem miður gengur í hinni hraðfara þróun verkalýðs- málanna þar, en það er hin lága prósentutala þeirra sem eru félags- meðlimir verkalýðsfélaga, sum- staðar var sú tala allt niður í 30%, þótt hún hins vegar væri víða fyrir ofan 70%. Virðist þetta vera viðurkennt vandamál í fjölmörg- um borgum. Meðfram því sem við kynntum okkur málefni stéttarbræðra, fór- um við í nokkrar kynnisferðir um borgina, og bar þá margt fyrir augu. Eitt af því stórkostlegasta voru hinar risavöxnu Ford bíla- verksmiðjur, en okkur var fylgt í gegnum hluta af þessu risabákni, þar sem við sáum járnstykkin hverfa í gínandi eldkjafta bræðsluofnanna, og eftir nokkum umgang milli vél'a og manna- verða að glampandi bílahlutum. Samsetningu bílanna fengum við ekki að sjá, þar sem þeir voru um þessar mundir að ganga frá og framleiða módelið 1964. Var það algert leyndarmál þar til sýn- ing hafði farið fram. Ymsa aðra merka staði sáum við, svo sem þorp eitt er Henry Ford lét reisa. Samanstendur það ein- göngu af hlutum, húsum og tækj- um sem helzt voru í notkun um og fyrir aldamótin síðustu. Er þama brugðið upp furðu ljósri mynd af lífinu eins og það gekk á þess- um tímum. Meðal húsanna sem standa í þorpinu er t. d. fæðingarstaður Fords, verkstæði Wright bræðra, þar sem þeir smíðuðu fyrstu flug- vélina sína. Verkstæðið þar sem Henry Ford smíðaði fyrsta bílinn, og fyrsta húsið, þar sem Edison lagði raftaugar fyrir ljósum, svo eitthvað sé nefnt. En frægasta húsið er og verður alltaf rannsóknarstofa Edison, sem flutt var að tilstuðlan Henry Framh. á 4. síðu. Gamlir bílar í Henry Ford safninu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.