Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 26.11.1963, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 26.11.1963, Blaðsíða 4
M (r di frétta n| swiiogd- ðeri ibi lunp on kjör verkiilýðsfélflga? Ýmiss konar undirbúningsstarfi er lokið. svo sem hvernig vinna skuli að' samningagerð. f’annig hefur víðtæk samstarfsnefnd starfs- greinafélaga verið skipuð og eru í henni fulltrúar frá ASÍ, Lands- nefnd verkamannafélaga, félögum iðnverkafólks, félögum bókagerðar- manna, samtökum verzlunarmanna, félögum málmiðnaðarmanna, byggingaiðnaðarmanna og rafvirkja. Þá hefur sáttasemjara ríkisins ásamt tveimur aðstoðarmönnum verið falin meðalgangá í samningagerðum, og ríkisstjórnin hefur valið þá Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, af sinni hálfu til að auðvelda samkomulag og samningsgerð. Fréttir frá Húsavik Nokkur félagsstarfsemi hefur verið hér að undanförnu. M. a. hafa kvenfélagið og Slysavarna- deild kvenna haldið veglegar skemmtisamkomur og 6 Bingó- kvöld hafa verið hjá Sjálfsbjörg og Félagi ungra jafnaðarmanna. Þá héldu Alþýðuflokksfélögin tveggja kvölda spilakeppni. Spil- að var á 20 borðum. Eftir fyrra kvöldið voru gömlu dansarnir dansaðir af miklu fjöri og eftir það síðara sýnd kvikmynd. — Verðlaun hlutu: 1. Guðrún Jó- hannesdóttir. 2. Sigtryggur Brynj- ólfsson. 3. Þorgerður Þórðar- dóttir. Æ.F.A.K. Fundur verður í aðaldeild Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju n.k. fimmtudag kl. 8.30 e.h. Zíon. Samkomur verða á hverju kvöldi kl. 8.30 e. h. frá sunnudeginum 24. nóv. til 1. des. að báðum dögum meðtöldum. Frú Margrét Hróbjarts- dóttir kristniboði og Gunnar Sigurjóns- son guðfræðingur annast samkomurnar. Allir velkomnir. — Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 11 f. h. 011 börn velkomin. Áskorun frá Sjáljsbjörg. — Munið föndrið á hverju mánudagskvöldi kl. 8 e. h. •— Fjölmennið. — Nefndin. sem slíkt námskeið er haldið hér. Hér stendur einnig yfir dans- námskeið hjá frú Rigmor Hans- son, danskennara úr Reykjavík. Þátttaka er mikil, allt frá 5 ára og upp úr. Tveir kunnir borgarar áttu merkisafmæli í þessum mánuði, Jón Haukur Jónsson, afgreiðslu- maður í K.Þ. varð sjötugur 10. þ. m. Aðalsteinn Halldórsson, af- greiðslumaður í Oskju, varð fimmtugur 12. þ. m. og var þar geysilegt fjölmenni, enda vina- margur og vinsæll svo af ber. Nýkomnir ENSKIR NYLONSLOPPAR Mjög hagstætt verð. Kaupfélag verkamanna Vefnaðarvörudeild tiusavik /1/11. Gæftir hafa verið mjög stopul- ar hér síðustu þrjár vikurnar og afli rýr. Einn stærri bátanna, Smári, hefur verið á netum, en afli verið mj ög rýr þar til nú 2 síðustu dag- ana, þá var aflinn 5 og 6 lestir eftir nóttina. 3 bátar hafa bætzt í bátaflota Húsvíkinga í haust: Þ. e. Hall- steinn, eigendur Olgeir Sigur- geirsson og synir hans Sigurður og Hreiðar, Vilborg (áður Frosti), sem Halldór Þorvaldsson skipstjóri kom með nú í vikunni, og Kári frá Kópaskeri, en eig- endur hans tveir eru nýfluttir bú- ferlum hingað. Þessir bátar eru frá 8—22 lestir og mikil lyftistöng hér fyrir at- vinnulífið. Meiraprófsnámskeið fyrir bif- reiðastjóra er haldið hér um þessar mundir og eru þátttakend- ur um 40. Kennarar eru þeir Svavar bifreiðaeftirlitsmaður, sem er forstöðumaður þess, Vilhjálm- ur Jónsson og Stefán Finnboga- son, tannlæknir, sem kennir hjálp í viðlöuum. Er betta í annað sinn, Frá Nlagfara tíl San Franctsco (Framhald af 2. síðu). Ford, frá Menlo Prak í New Jersey, sett upp þarna, og allt gert til að hlutimir litu út sem þeir voru meðan það var í notkun. Við vígslu þorpsins var Edison sjálfur mættur, þá háaldraður. Var eitt atriði vígslunnar það að hann skyldi útbúa ljósaperu á sama máta og þá fyrstu. Segir sagan, að þegar hann hafði lokið því, hafi Henry Ford spurt hann hvort eitthvað vantaði eða væri öðruvísi en þegar hann sjálfur rak rannsóknarstofuna. „Nei,“ sagði Edison. „Þetta er allt full- komið, en þó er eitt sem ekki er eins og áður.“ „Nú, hvað er það,“ sagði H. Ford, fullbúinn þess að leysa úr því. „Gólfið var aldrei svona hreint,“ sagði Edison. Margt er þama annað, sem langt mál yrði að telja upp, en allt er í hinum gamla, hefðbundna aldamótastíl, jafnt ökutæki, hjóla- skip á fljóti, búðir, kirkja, prent- smiðja, kornmylla og fl. og fl. I sambandi við þorpið er safn gamalla bíla, járnbrauta og ým- issa annarra ökutækja. Þar er og rakin þróunarsaga margra hluta, véla, hljóðfæra, búsáhalda, klæðn- aðar, húsgagna og ljósatækja og svo mætti lengi telja. í heild sinni nefnist staður þessi The Henry Ford Museum and Greenfield Village, og er staðsettur í útborg- inni Dearborn. Til gamans má geta þess að Ford fyrirtæki greiða um 70% af opinberum gjöldum þessarar útborgar Detroit. Einn daginn er ég var á göngu á götu í Detroit, rak ég augun í bifreið með akureyrskum núm- eraskiltum, A 23. Var þar kominn Jóhann Kristinsson, forstjóri Þórshamars. Urðu hinir mestu gleðifundir, að hitta þarna íslending og það Akureyring. Bauð hann okkur í ökuferð um borgina sem við þáð- um með þökkum. —0— Að lokinni viku dvöl í Detroit var enn haldið áfram förinni, að þessu sinni með Greyhound vagni til smábæjarins Port Huron, sem stendur suðaustan til við Huron- vatn, eini staðurinn þar sem Bandaríkin eru norðar Canada. Þarna áttum við að taka þátt í vikunámskeiði og kennslu um verkalýðs- og kjarabaráttu og skipulagningu verkalýðsfélaga, í sumarskóla bílaiðnaðarmanna, U. A. W., í Michigan fylki, ásamt u. þ. b. 300 áhuga- og stjómar- mönnum úr verkalýðsfélögum fylkisins. Kennarar voru allir hin- ir færustu menn, ýmist foringjar alþýðusamtakanna (AF of L-CIO) eða þrautreyndir forystumenn og læðrir, og menn frá atvinnumála- ráðuneytinu. í heild sinni var þessi námsdvöl eitt æfintýr, bæði var, að kennur- um var lagið að gera námsefnið heillandi og eftirsóknarvert, og svo hinn góði félagsandi sem þarna ríkti. Allar byggingar skólans voru það sem við myndum kalla skála- byggingar (bragga), sá stærsti var notaður sem matsalur, í nokkrum smærri var sofið og í öðrum var kennt, o. s. frv. Á hverju kvöldi að loknu námi voru haldnar kvöldvökur, annað hvort á strönd vatnsins eða í sam- komusal skólans, var þá oft glatt á hjalla. Ein var sú hefð sem þarna tíðk- aðist í hverjum matmálstíma, en það var að maður var settur í pontuna, þar sem hann las upp og uppbjó ýmis afbrot sem nem- endur áttu að hafa á samvizkunni. Fyrir brot þessi urðu þeir seku að j greiða mismunandi peningasekt,1 eins sómamönnum og Íslending- um sem þeim. Það tjáðu okkur kunnugir að ef þeir vissu af Islendingi innan 300 mílna hrings umhverfis borg- ina væru þeir komnir í samband við hann og leituðust við að greiða götu hans á einhvern hátt. í þessari merku háskólaborg var margt að sjá og skoða í sam- bandi við skólana. Þá stóð þar yfir landbúnaðarsýning fylkisins, svo að af þeim þrem dögum sem okkur var ætlað þarna, varð lítill afgangur til annarra starfa. Við kveðjum því bræðurna og þökk- um þeim glæsilegar móttökur. Enn skal áfram. Við knýjum hestinn gljáfagra, þotu sem flytur okkur alla leið yfir á vesturströndina til j Seattle í Washingtonfylki. Við okkur blasti hafið, fjöll með snævi Geimnálin. Frá heimssýningarsvæðinu í Seattle ■ Washington-fylki. oftast nokkur cent. Ef menn ekki greiddu með góðu, hafði áður verið skipaður lögregluþjónn staðarins og innheimti hann nú fé þetta með valdsmannssvip. Minn- ist ég þess að við Islendingarnir greiddum sekt fyrir það að vera gestir og að ganga með hálsbindi. Allt var þetta græskulaus leikur sem vel var tekið, og í lok nám- skeiðsins rann allur sjóðurinn til heilmikillar kveðjuhátíðar sem okkur var haldin (að kostnaðar- lausu!). Af öllu þessu varð hin mesta skemmtun, og hef ég sjald- an verið þátttakandi í eins ánægjulegum hópi og þarna var samankominn. Mun ég lengi minn- ast þessa, bæði gagni og gamni. —0— Frá skólanum var enn haldið vestur á bóginn og nú til Minnea- polis í Minnesota fylki. Þar hittum við bræðurna Valdi- mar og Björn Björnssyni sem tóku á móti okkur og veittu okkur hinar innilegustu móttökur, er ég þess fullviss að leitun sé á öðrum þöktum tindum, norrænt landslag, bátar við bryggju, fiskur, sjávar- loft og gargandi fuglar. Á stuttri dvöl tekst okkur að komast yfir skoðunarferð um ný- byggt hverfi heimssýningarinnar, auk þess sem okkur eru sýndar niðursuðuverksmiðjur, fiskverk- un, háskóli fyrir fiskifræðinga, sem er einn þekktasti í heimi, sög- unarmyllur og skógarhögg, svo eitthvað sé nefnt af öllu því mark- verðasta. En ekki er okkur til setu boðið. Með Southern Pacific hraðlest- inni er haldið suður með strönd- inni, út úr Washingtonfylki, framhjá liðu skógar og engi, bændabýli og borgir, smáar og stórar. Gegnum fylkið Oregon og suður með strönd Californiu, alls sólarhrings ferð til hinnar „hvítu borgar“, San Francisco. S. ALÞÝÐU MADURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.