Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.11.1964, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 19.11.1964, Blaðsíða 4
4 Bœjarstjórnin og stóriðjan Á síðasta fundi sínum af- greiddi bæjarstjórn loks tillögu þeirra Árna Jónssonar og Braga Sigurjónssonar um að óska eftir því, að ef til stóriðju kæmi yrði hún staðsett hér í nágrenni bæj- arins. Gegnir furðu, hversu lengi slík afgreiðsla hefur dregizt, og er að vissu leyti táknrænt um hversu hér er á málum bæjarins haldið. Jafnvægi í byggð landsins hefur ver.ið vígorð margra stj órnmálamanna um nokkurra ára skeið. Einkum hafa Fram- sóknarmenn viljað láta í það skína, að það væri hjartans mál þeirra, enda þótt verkin hafi stundum talað óþægilega á aðra lund. Sýnt hefur verið fram á með ómótmælanlegum rök- um, að eini möguleikinn, til að skapa slíkt jafnvægi er að koma upp þéttbýliskj örnum utan Reykjavíkur, og einnig að hvergi á landinu eru betri skil- yrði til að skapa slíkan kjarna en hér. Nú er það jafnvíst, að slíkt skapast ekki af sjálfu sér, og oss verður ekkert rétt upp í hend- urnar í þeim efnum, nema vér berum oss eftir björginni. Stór- iðjan er vissulega möguleiki í þá átt að efla atvinnulíf og fólks- fjölda umhverfis iðjuverið. Það er því beinlínis höfuðskylda ráðamanna bæjarins að láta ekk- ert tækifæri ónotað til þess, að beina því fyrirtæki hingað, ef það á annað borð átti að rísa í landinu. En ekkert var gert. Meinlaus tillaga, sem þó sýndi hug ráðamanna til málsins, er láin sofa í heilt missiri, og kom hún þó fram síðar en æskilegt hefði verið. Ef þar hefði verið af skynsemd á málum haldið hefði bæjarstjórn borið skylda til að halda uppi sífelldum við- ræðum við ráðamenn í þessum Hvernig á að stöðva verðbólguna? Framh. af 5. síðu. miða kaupkröfurnar við þá nið- urstöðu, en búa jafnframt svo um hnútana, að atvinnurekendur greiði launahækkanir úr eigin vasa, en geti ekki velt þeim yfir á herðar almennings með hækk- uðu verði á vörum og þjónustu. Verðbólgan er eins og þrálát- ur sjúkdómur, sem eigi hefur tekizt að vinna bug ó með þeim meðölum, sem notuð hafa verið til þessa. Því verður að leita að nýjum lyfjum, rannsaka þau og reyna, og vita hvort hin lang- þráða lækning megi takast. efnum, ef nokkur möguleiki hefði ver.ið finnanlegur, og um leið að vera reiðubúin til að greiða fyrir framkvæmdum. En ekkert var gert, og meðferð til- lögunnar er raunverulega bend- ing um að áhuginn fyrir efling byggðarinnar hér sé af skornum Um mánaðamótin sept.—-okt. gekk vetraráætlun Flugfélags Islands í gildi. Vetraráætlun millilandaflugs hófst hins vegar ekki fyrr en um þessi mánaða- mót. Samkvæmt áætluninni í inn- anlandsflugi verður flogið til eftirtalinna staða sem hér segir: Til Akureyrar verður flogið 11 ferðir í viku, þar af morgun- ferðir alla daga vikunnar og síð- degisferðir á þriðjudögum, mið- vikudögum, föstudögum og laugardögum. Flogið verður til Vestmanna- eyja alla daga. Til Egilsstaða verða flugferðir fimm sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudög- um, fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Þá verður flogið til Isafjarðar alla virka daga. Þrjá daga vikunnar verður flogið til Húsavíkur, á þriðju- dögum, fimmtudögum og laug- ardögum. Til Kópaskers og Þórshafnar verður flogið á mið- vikudögum, en þá flogið um Akureyri. Flogið verður til Hornafjarð- ar á mánudögum og föstudögum, til Fagurhólsmýrar ó föstudög- uin og til Sauðárkróks á þriðju- dögum og laugardögum. Milli Akureyrar og Egilsstaða verður flogið á þriðjudögum og föstudögum og milli Húsavíkur og Sauðárkróks á þriðjudögum og laugardöjgum. Milli Akureyr- ar og Húsavíkur verður flogið á fimmtudögum. MILLILANDAFLUG: Vetraráætlun millilandaflugs félagsins hefst sem fyrr segir um skammti, svo að ekki sé sterkar að orði kveðið. Má það furðu gegna um Framsóknarmenn eftir öll þeirra ummæli. En sennilega finnst þeim léttara að saka ríkis- stjórnina eftir á um að ekkert hafi verið gert Akureyri og um- hverfi til hagsbóta. mánaðamótin október/nóvem- ber. Ferðum „Faxanna“ milli landa í vetur verður hagað sem hér segir: Til Kaupmannahafnar verða fjórar ferðir í v.iku, ó mánudög- um, miðvikudögum, föstudög- um og laugardögum. Til Bretlands verða fjórar ferðir í viku, þar af þrjár til Glasgow, á mánudögum, mið- vikudögum og laugardögum, og bein ferð til London á föstu- dögum. Til Oslo og Bergen verður flogið á föstudögum. Eftir 8. janúar 1956 falla niður viðkom- ur í Bergen um sinn, en ráðgert er að flug þangað hefjist að nýju í byrjun apríl. Frá Sálarrannsóknarfélaginu. — Fundur verSur haldinn að Bjargi þriSjudaginn 24. nóv. n.k. kl. 8.30 síSd. FUNDAREFNI: 1. VetrarstarfiS. 2. Erindi: Jón Sigurgeirsson. 3. Stutt kvikmynd. Stjárnin. BÓKARFREGN Út er komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar bókin Vestur- íslenzkar æviskrár, 2. bindi, eftir Séra Benjamín Kristjáns- son. Bókarinnar verður síðar getið hér í blaðinu. Auglýsið Alþýðumanninum. BRIO Sænsku BRIO barnavagnarnir eru komnir aftur. NÝJAR GERÐIR. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F. Vetrardætlun Higléligsiiu'M-tf WINSINIA Jarðarberjasulta ---- Apricosusulta ---- Marmelaðe Allar tegundirnar í 1 /2 glösum. ÞÝZK ÚRVALSVARA. KJÖRBÚÐIR FERÐAFÉLAG AKUREYRAR efnir til ikemmtifnndar fyrir félaga og gesti í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 22. nóv- ember kl. 5 e. h. Til skemmtunar verður: Kvikmynd frá Grœnlandi JJpphstur Myndir frá Veiðivötnum Gamansaga Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Það er kominn tími til að hugsa um nj lnjsgögn fjrir jólin SAMSTÆÐUR í: Svefnherbergi — Dagstofu — Borðstofu STÖK HÚSGÖGN: Hvíldarstólar — Ruggustólar Skrifborðsstólar — Skatthol — Kommóður Smóborð, margar gerðir — Innskotsborð Svefnsófar, 1 og 2 manna HÚSGAGNAVERZLUN Hafnarstræti 81 Sími 1536 Kuldaskór! Hinir margetifspurðu KULDASKÓR kvenna og barna, úr Vinyl eru komnir. Enn fremur BARNASTÍGVÉL, hvít, blá, svört, mcð og án loðkants. LEÐURVÖRUR H.F., Strandg. 5, sími 2794 Jón Þorsteinsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.