Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.11.1964, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 19.11.1964, Blaðsíða 5
5 Bókaf regnir Nýtt ðróðurbús í Lystpði Akureyror Björn ]óhannsson: FRA VALDASTÖÐUM TIL VETURHÚSA. — Rvík 1964. Fróði. I bók þessari segir Björn Jó- hannsson, íyrrv. skólastjóri á Vopnafirði frá bernsku- og æsku- árum sínum, skólanámi, og síð- ast búskap í Veturhúsum í Jök- uldalsheiði um fjögra ára skeið. En Veturhús munu vera Sumar- hús Bjarts, þau sem Laxness gerði frægust á sinni tíð. Ekki er hér um að ræða sögu af stór- viðburðum, en höfundur segir frá á látlausan og skýran hátt og sýnir lesandanum, við hver kjör alþýða manna lifði kringum aldamótin síðustu og á fyrstu tugum þessarar aldar. Engin til- raun er gerð til þess að bregða skáldlegum hjúp yfir atburðina, eða vefja þá í heimspekilegar hygleiðingar. Þess vegna fær rit- ið sögulegt g.ildi. En mest virði eru þó lýsingarnar úr eyði- byggðinni, Jökuldalsheiði. Þar er gefin innsýn í líf heiðarbú- anna, líf sem nú er þá og þegar flestum gleymt og verður ekki endurvakið. Vér kynnumst fólk- inu við önn hins stutta sumars, aðdrætti til bús, í harðviðrum vetrarins og í hlýju baðstofu- kytrunnar, þegar bær.inn er fenntur í kaf, og gestakomur eru gleðivaki og sólskinsstundir. Og þótt ekki séu stórviðburðirnir er þárna sögð ein af hetjusögum jslenzks þjóðlífs á sannan og lát- lausan hátt. Std. Svo sem getið var í síðasta Alþm. eru forlagsbækur Kvöld- vökuútgáfunnar í ár komnar út, og eru þær ailar framhaldsverk, þ. e. síðara bindi af Endurminn- ingum Bernharðs Stefánssonar, fyrrum alþingismanns, III. bindi af Því gleymi ég aldrei. Verður hér að þessu sinni lítillega getið tveggja síðar greindra bóka. Bókin lslenzkar Ijósmœður III. hefur inni að halda rúmlega 30 endurminninga- og ævisögu- þætti. Hefur Sveinn Víkingur búið þá sem fyrr undir prentun og enda ritað sjálfur suma, og formála skráir hann og að bók- inni. Annars eru þættirnir ýmist ritaðir af Ijósmæðrunum sjálf- um eða þeim kunnugum. Mjög eru þættir þessir — eins og í fýrri bindunum — rnisvel unnir. Sumir gefa næsta óljósa hug- mynd um viðkomandi persónu, aðrir gefa glögga óg eftirminni- lega innsýn í líf og starf táp- mikilla kvenna í stétl sem fyrr- um gegndu ábyrgðarmiklu og ómetanlegu hlutverki í þjóðlíf- inu, en er nú sem óðast að flytja starfsvið sitt inn fyrir öryggis- múra sjúkrahúsa og undir læknisábyrgð. Hér er ekki rúm til að geta þáttanna hvers og eins, en þó skal hér bent á ágætan þátt Al- bínu Bergsdóttur á Dalvík, er hún ritar sjálf, þátt Karls Krist- jánssonar, alþm. um ömmu sína, Katrínu Sveinsdóttur og þátt Bergsveins Skúlasonar um Björgu Pétursdóttur. Að sjálf- sögðu mætti ýmsa aðra þætti nefna, en hér verður staðar num.ið. I þeim þáttum, sem viðkom- andi ljósmæður rita sjálfar um störf sín, kemur víða fram ýmis konar persónuleg reynsla, sem sumum mun þykja athyglisverð, en öðrum fátt um, eins og geng- ur. Þar skortir hins vegar oft á staðgóðar upplýsingar um lífs- skeið umræddrar ljósmóður, hvað venjulega kemur betur fram, þegar annar skráir þáttinn en ljósmóðirin sjálf. Þessi bland- aða skráning þáttanna gefur hins vegar bókinni meiri fjölbreytni, og tvímælalaust er bókin íslenzk- ar ljósmæður I—III betur gefin út en ekki. Því gleymi ég aldrei, III .bindi hefur að geyma 20 frásöguþætti, suma prýðisvel gerða, aðra því miður næsta fátæklega, svo að vandséð er, hvaða erindi þeir eiga á prent. Bókin hefst á frásögn Arnórs Hannibalssonar af fyrstu kynn- um hans af Rússíá. Heitir hún Gegnum járntjaldið. Munu þeir, sem brugðið hafa sér austur fyr- ir járntjaldið, vel kannast við áhrifin, sem Arnór lýsir, eða a. m. k. man sá, er þetta ritar bezt eftir hinum þrúgandi ömur- leika, sem mætir manni, kom- andi frá Khöfn inn á rússneska grund. Viðbrigðin eru svo snögg og yf.irþyrmandi. Það lýtir hins vegar þátt Arn- órs, að hann virðist fremur rit- aður með óvildarbroddi en ein- lægnisstil, en allt um það er þátt- urinn eftirminnilegur. Haglegast samdir eru tvímæla- laust þættir Bjarna Benedikts- sonar frá Hofteigi og Bjartmars Guðmundssonar, Sandi. Heitir þáttur hins fyrrnefnda Drengur- inn og fljótið, en hins síðar- nefnda Hungrar hlust eftir hláku- nið. Eru báðir þættirnir bókar- prýði. Þá er þáttur Ragnars Jó- hannessonar, Gist í kvennaskól- anum, léttur og gneistandi, eins og Ragnars er von og vísa, og reglulegur skemmtilestur þeim, sem hópinn þekkti og man, sem þar fór. Þættir Kristjáns Jónssonar, Bátstapi á Þorskafirði og Berg- sveins Skúlasonar Oft eru krögg- ur í vetrarferðum, eru báðir vel samdir. Hér verða ekki fleiri þættir nafngreindir, en auk framan- greindra höfunda eiga eftir- greindir þætti í bók þessari: Bjarni Jónsson, vígslubiskup, Björn Bjarman, kennari, frú Edith Guðmundsson, Guðmund- ur Daníelsson, rithöf., Gunnar Dal, rithöf., Halldór Jónsson, loftskeytam., Haraldur Hallsson frá Steinkirkju, frú Helga Weiss- happel, Jón Gíslason, frú Lára Kolbeins, Sigmundur Guð- mundsson, Sigurður Grímsson, lögfr., Sigurður Ólason, lögfr. og Steinþór Þórðarson, bóndi. Svarið við þessari spurningu hefur vafizt fyrir mörgum, og efalaust eru einnig skiptar skoð- anir um, hvert sé hið rétta svar. Engri ríkisstjórn, sem hér hefur setið síðustu tvo áratugina, hef- ur tekizt að yfirbuga verðbólg- una, þrátt fyrir mikla viðleitni og sæmilega góðan vilja sumra þeirra. Einna beztum árangri náði minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins árið 1959, en jafnvel úrræði hennar hefðu ekki dugað ein saman til frambúðar, því að þá var vandamál gjaldeyrishall- ans við útlönd óleyst. Aður en leitast er við að finna ráð til að sigrast á verðbólgunni, er nauðsynlegt að gefa því gaum, hvers vegna verðgólgan sé talin efnahagslegt böl og hvers vegna það sé í samræmi við hagsmuni meginþorra landsmanna að reisa þar rönd við. Á verðbólgutím- um rýrnar sífellt verðmæti pen- inganna í höndum manna. Verð- bólgan örvar því til eyðslu og fjárfestingar, sem í mörgum til- fellum er ekki arðbær, og dregur þar með úr sókninni til betri lífs- kjara. Verðbólgan skapar láns- fjárskort. Hún íþyngir útflutn- ingsatvinnuvegunum vegna sí- hækkandi framleiðslukostnaðar innanlands án tilsvarandi hækk- unar erlendis á útflutningsat- vinnuvegunum. Verðbólgan skap ar hættu á gjaldeyrishalla. Hún ýtir undir brask og gróðabrall. Verðbólgan rænir þann, sem sparar, en hyglar þeim, sem skuldar. Þrátt fyrir allt þetta á verðbólgan nokkrum vinsældum að fagna hjá almenningi, einkum húsbyggjendum. Víst hefur hún hjálpað mörgum þeirra, en hinu má heldur ekki gleyma, hve Rétt áður en prentaraverk- fallið hófst, boðaði Jón Rögn- valdsson, garðyrkjuráðunautur, fréttamenn á sinn fund í Lysti- garðinum, þar sem liann m. a. sýndi nýreist gróðurhús, sem ætlað verður það verkefni í framtíðinni, að ala upp blóm- jurtir til skreytinga á opnum svæðum bæjarins og í garðin- um sjálfum. Stærð hússins er um 50 fermetrar, byggingarefnið að mestu gler, hitað verður með rafmagni. Með tilkomu þessa húss sagði Jón Rögnvaldsson, að ala mætti þar upp um 10 þús. blómplöntur, en áður voru þær aðkeyptar fyr.ir nokkuð mikið fé. Lystigarðurinn á Akureyri hefur vaxið og dafnað mjög undanfarin ár. Er svo komið nú m.iklu rösklegar þjóðfélagið gæti hlaupið undir bagga með þeim, sem eru að reisa íbúðir yfir sig og sína, ef hér ríkti stöðugt verð- lag og jafnvægi. Hvað sem þessu líður, er það staðreynd, að verðbólgustefnan á ýmsa sterka stuðningsmenn. Verðbólguþrautin er marg- þætt og flókin og ráð þau, sem helzt kynnu að duga til að leysa hana, geta verið breytileg, eftir því hvaða ástand rikir í efna- hagsmálum, og þá sérstaklega kaupgjalds- og verðlagsmálum, á hverjum tíma. Að því leyti, sem hér verður reynt að benda á úr- ræði, skal undirstr.ikað, að þau eru miðuð við horfurnar eins og þær eru í dag. Breytt viðhorf geta á hinn bóginn kallað á rót- tækari úrræði. Árangursrík stöðvunarbarátta verður fyrst og fremst háð undir kjörorðinu: Verðbólga án verð- bólgugróða. Þetta kann að hljóma nokkuð undarlega, en með þessu er aðeins verið að leggja áherzlu á, að við eigum ekki að beina skeytum okkar að verðbólgunni sjálfri, heldur afl- vaka hennar, verðbólgugróðan- um. Því ef okkur tekst að skapa efnahagsreglur, er eyða þeim gróða, sem ella hefði myndazt við aukna verðbólgu, þá hafa verðbólgumeistararnir eigi leng- ur áhuga á að halda leiknum áfram. Gróðasviptingin myndi með öðrum orðum draga mik- inn vind úr seglum verðbólgunn- ar og jafnvel stöðva hana að mestu. En hvaða efnisreglur eru það, sem gætu haft þessi áhrif? Háir skattar á verðbólguágóða kæmu mjög til álita. en slík skattálagn- að hann spannar yfir allt það landrými sem hann hefur að- gang að, og stækkunarmögu- leikar engir. Vaxa þarna rúml. 2000 jurtategundir, þar á meðal um 400 tegundir af íslenzkum jurtum. Að áliti Jóns, telur hann æski- legt, að grasgarðurinn, sem stofnsettur var í Lystigarðinum, verði fluttur á hentugra land- svæði, þar sem hinar ólíku jurtir hefðu misjöfn vaxtarskilyrði, en margra þeirra vant í garðin- um. Mikil aðsókn hefur verið að Lystigarðinum í sumar, hafa útlendir og innlendir gestir lagt leið sína þangað í ríkara mæli en áður. Taldir voru yfir 300 gestir samtímis suma góðviðris- daga sumarsins. ing er þó talin torveld í fram- kvæmd. Á hinu leitinu er svo úrræði það, sem bent var á í samþykkt kjördæmisráða Al- þýðuflokksins á Norðurlandi í september s.l. Þar er lagt til, að innláns- og útlánsvextir verði lækkaðir, en jafnframt teknar upp vísitölubætur á sparifé og vísitöluálag á skuldir. Með þess- um hætti yrði hlutur sparifjár- eigenda réttur, en fjárfestingar- mennirnir, sem taka spariféð að láni, glötuðu verðbólgugróðan- um í vísitöluuppbætur til handa þeim, sem lagt hafa spariféð til. Þessi stefna er að byrja að festa rætur, en henni þarf að aukast ásmegin í framtíðinni. Oll hús- næðismálalán verða eftirleiðis með vísitölukjörum. Ferðamála- sjóður er að taka upp vísitölu- kjör á sínum útlánum. Ríkissjóð- ur ætlar að bjóða út skuldabréf með vísitölutryggingu. Fisk- veiðasjóður, Stofnlánadeild land búnaðarins og Iðnlánasjóður þyrftu einnig að taka upp vísi- töluálag á sín útlán. Þegar alll þetta væri komið í kring, færi þeim áreiðanlega mjög fækk- andi, sem hefðu hagsmuni af því, að verðbólgan færðist í aukana. Síðast en ekki sízt þarf svo að veita vísitöluppbætur á sparifé í bönkum og innlánsstofnunum, a. m. k. þann hluta þess, sem bundinn er til nokkurs tíma. Það eru fleiri öfl að verki en vonin um verðbólgugróða, sem stuðla að hækkuðu verðlagi og minnkandi krónu. Þess vegna er nauðsynlegt að grípa til fleir.i ráða en að framan eru rakin. Rannsaka verður til hlítar greiðslugetu atvinnuveganna og Framh. á 4. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.