Listviðir - 07.04.1932, Blaðsíða 6

Listviðir - 07.04.1932, Blaðsíða 6
£ í s t v í ð í r 7. apríl 1952 Filmstjarna, sem fólkið aldrei fær að sjá Eftir Veru Parker Fyrir nokkrum dögum fór ég út á vinnustofu brezka Lion- kvikmyndafélagsins (British Lion Studios) í Beaconsfield og fékk tækifæri til þess að horfa um stund mér til skemmtunar á allt það, sem þar fer fram. Eftir að hafa séð vinnustof- ur annara kvikmyndafélaga, þar sem menn einatt voru að rekast hver á annan, og engum varð mikið úr verki, fannst mér ánægjulegt að horfa á það, hvernig hver og einn í Bea- consfield hávaðalaust hélt sér að sínu verki án þess að láta hið allra minnsta truflast af öðrum. Maður hafði það á til- finningunni, að þar þekkti hver og einn sitt verk allt of vel og væri allt of upptekinn af því til þess að vera nokkuð að hugsa um hina. Mér varð sérstaklega star- sýnt á grannvaxna konu, sem gekk um vinnustofuna að því er virtist önnum kafin. And- litið var gáfulegt og áhuginn skein út úr því. Fötin, sem hún var í, virtust mér varla mundu geta verið heppilegri fyrir hennar starf heldur en þau voru: sportbuxur, ullarsokkar, skór með lágum hælum, hvít blússa með brúnu bindi — ekk- ert, sem á nokkurn hátt gat verið henni til hindrunar þegar hún var að klifra upp og niður lausa stiga eða ganga eftir plönkum, sem voru að minnsta kosti fimmtán fet yfir gólfi vinnustofunnar, til þess að líta eftir leiksviðsmótunum, sem hún hafði sýnt svo mikla elju við að búa til. Þetta var Miss Dorothy Bra- ham. Hún er að því leyti óvenjuleg, að hún er ein af þeim fáu konum, sem. eru leið- beinendur hjá kvikmyndafé- lögum. Þegar hún kom til mín og heilsaði mér með sínu glaðværa brosi, var ég ekki lengi að ráða það við mig að notfæra mér þau augnablik, sem hún hefði tíma til að vera með mér. Hún er ein af þeim fáu manneskj- um, sem maður getur ekki, hugsað sér öðruvísi en alltaf glaðar og ánægðar og sem svo gaman er að vinna og skemmta sér með. Enda þótt það væri af eins- konar tilviljun, að Miss Bra- ham komst inn í kvikmynda- heiminn, þá er það þó ekki fyrir nein höpp að hún hefir áunnið sér þá frægð þar, sem hún nú hefir hlotið, heldur með stöðugri ástundun og erfiði. Hún lærði í sjö ár á einum af listaskólum Lundúnaborgar, á fjöllistaskólanum í Regent Street (Regent Street Poly- technic), og hefir að öllu leyti orðið þeim skóla til sæmdar. „Þegar ég var þar“, sagði hún við mig, „lærði ég allt, sem mér var mögulegt. Mér fannst ég ekki mega missa af neinu. Ég skipti þeim tíma, sem ég hafði, á milli „still-life“, and- litsmynda og málaði yfirleitt alla mögulega hluti“. Á þessum sjö árum fékk hún marga styrki og verðlaunapen- inga, en að þeim loknum lauk hún prófi, fékk listakennara- vottorð (Art Teacher’s Certi- ficate) og fór með það út í heiminn til þess að vinna fyrir sér. Miss Braham starfaði nú um skeið sem leikhústjaldamálari í Wembley. Einu sinni þegar hún var að mála fyrir málara- félag nokkurt, sem tók að sér að mála leikhústjöld, var hún spurð’ að því, hvort hún vildi taka að sér verk, sem mikið lægi á á Gainsborough-vinnu- stofunni. „Ég hafði enga hugmynd um, út í hvað ég var að fara, en ég svaraði spurningunni játandi“, sagði Miss Braham og brosti. „Þegar ég kom inn á vinnu- stofuna, sá ég fyrir framan mig risastóran segldúk, sem var þaninn út á einum veggn- um, og mér var sagt, að verkið yrði að vera til næsta kvöld. Ég hafði enga hugmynd um það, hvernig ég ætti að fá lokið þessu verki í tæka tíð, en ég byrjaði strax á því og þegar ég hætti það kvöld, var ég bú- in að gera uppdrátt að leik- sviðinu á segldúknum. Næsta kvöld var verkinu lokið, og þá lagði Mr. Evans, leiðbein- andi Gainsborough-vinnustof- unnar þá spurningu fyrir mig, hvort ég vildi verða fastur að- stoðarmaður hans sem leiðbein- andi. Ég játaði því og fékk þá stöðu. Á þennan hátt komst ég inn í kvikmyndaheiminn, enda

x

Listviðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listviðir
https://timarit.is/publication/599

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.