Víðir


Víðir - 04.07.1931, Blaðsíða 1

Víðir - 04.07.1931, Blaðsíða 1
III. árg. 33. tbl. V Vestmannaeyjum, 4. júli 1931. Eignaréttur einstaklingsins. t „Lastaðu ei laxinn, sem leitar móti straumi sterk- lega, og stiklar fossa“. Sá maður sem vill vinna sem best að sínum eigin hag og þjóð- félagsins, kýs ávalt að hafa ó- bundnar hendur til þess að sýna framtak sitt. Maðurinn sem vill ekki vera fjötraður hlekkjum ósjáifstæðis og ríkisrekaturs, er fylgjandi því skipulagi, er byndur eigi hendur hans þegar hann vill sækja fram. Nú á seinni tímum hefir framtak einstaklingsins ráðiðmestum fram- kvæmdum. Flest hin stóru spor, er stígin hafa verið, eru að þakka einhverjum sérstökum mönnum. Forgöngumennirnir leiða fjöldann áfram, þeir skapa ávalt eitthvað nýtt samtíðarfólki og eftirkomend- um til góðs. þaö er óþarft að nefna nokkur sérstök dæmi hér. þetta þekkja allir. En einmitt á þeim sama tíma og mennirnir eru að stíga þessi stóru spor, þá kemur fram kenn- ing er stefuir að því að framtak einstaklingsins sé sett í fjölra. Kenningin er Jafnaðarstefnan. Menn hrópa hátt um það, að verkalýðurinn sé þræll ánauð- anna. En um leið berjast þeir fyrir þvi að allir séu gerðir að þrælum ríkisins. þe'r tala um atvinnuleisi og i sömu andránni eru þeir að reina að svæfa fram- tak einstaklingsins. þeir tala um lág laun og í sama mund vilja þejr koma öllu i vasa ríkisins, er skamti mönnum svo eftið geð- þótta. þannig er Jafnaðarstefnan full af mótsögnum þegar hún er Bkoðuð niður í kjölinn. Sjáifstæðismenn vilja halda eignarétti einstakllngsins í heiðri þeir vilja að hverjum manni sé frjálst að sýna framtak. þeir vilja að menn séu sínir eigin hús- bændur. Hér í Vestmannaeyjum eru margir útgerðarmenn. þótt ótrúlegt meg' virðast þá eru nokkrir þessara manna Jafn- aðarmenn, eða með öðrum orðum fylgendur þeirrar stefnu sem vill útiioka framtak og eignarétt ein- staklingsins. þeir eru fylgandi ríkisrekstri. Til þess að gefa mönnum ofur- litla hugmynd um hve ríkisrekst- ur væri hættulegur þeim sjáifum vii ég taka hér dæmi. þegar svo er, að menn eiga bátana sjálfir, þá hugsa þeir um þá og vinna við þá. Ef nú væri ríkisrekstur þá þyrfti rikið að borga hvert handtak sem unnið væri. Hvað ætli það kostaöi mikið ef allt væri borgað, sem unniö væri að útgerðinni, ef þar væri reiknuð öll tómstunda vinna einstaklingsins? Hver yrði þá útkoman hjá útgerðarmönnum hér? það er ábyggilegt að það yrði erfitt mörgum manninum að borga alla þá fúlgu. Tómstundavinna eigendans er svo mikils virði, að hún ríður fyllilega baggamuninn. Enda munu Jafnaðarmenn sjaldan minn- ast á hana þegar þeir eru að Prédika um ríkisrekstur Eignarétturinn á að haldast í helðri. Framtak einstaklings á að fá að njóta sín. En erlendar öfga kenningar eiga að falla í gleymsku og dá, þvi bolchevism- inn verður aldrei til annars en bölvunar. Farsæld og heiður lands og þjóðar er undir því komin að menn fái að beita kröftum sínum. Fátæk og fámenn þjóð, þolir eigi að henni sé unnið tjón með því að framtakið sé veikt að neinu leyti. Munið það góðir íslendingar. Sóttvarnir. það var í síðasta tölublaði „Víð- is° minst lítilsháttar á, að skarlat- sótt gengi hér og því sambandi spurt um, hvað heilbrigðisnefnd ætlaði að gera í þessu. Vegna þess að blaðið mun hér gera orð á því, sem ýmsir ræða um, og jafnvel hnýta í nefndina fyrir, langar mig til að upplýsa málið nokkuð og bæta við fáum orðum um söttvarcir í líkum og slíkum tilvlkum, frá m'nu sjónarmiði. En annars er það ekki he'lbrigð- isnefnd heldur sóttvarnarnefnd, sem þetta varðar. Rétt eftir að héraðslæknir fór burt hér á dögunum, hringdi ég tii hans í því skyni að tala við hann um skarlatssóttina, því að ég vissi ekki að hann var far- inn. Átti ég tal við konu hans, frú Sylvíu. þegar hún heyrði erindið, sagði hún mér að mað- ur sinn hefði, rétt áður enn hann fór, átt ta! við Iandlækni um þetta og hetði þeim komið sam- an um, að engra sóttvama væri þörf, þar eð veikin væri ekki skæð, enda verið hér um all- iangan tíma. Sem stendur er eg elnn i sótt- varnarnefnd, því að ekki er mér kunnugt um að bæjarstjórnin hafi enn kosið mann í nefndina. Ég vil því taka fram, að ég hefi alls enga ástæðu séð til að bera mig saman við héraðslækni, því að hvorugur hinna iæknanna hafa snúið sér til mtn út af skarlats- sóttinni, eða tilkynt mér nokkuð um hana eða hver brögð væri að henni. Hefi eg því enga á- stæðu til að ætla, að hún hafi versnað að neinu ráði. því á almennu bæjarslúðri byggi ég aldrei, hvorki í þessu né öðru. Mér hefur ekki reynst það vel ábyggilegt. Jafnvel enn síður hér en annarsstaðar. En úr því ég er farinn að minnast á þetta mál, ætla ég elns og ég tók fram, að fara nokkum orðum um skoðun mína á sóttvörnum yfirleitt í líkum til- vikum. Með vaxandi samgöngum er ísland að komast í miklu nánara samband viö umheiminn en áður var. Enda þótt sumir hlutar Is- lands lifi enn að nokkru eða miklu leyti uudir einaugrun gamla tímans fer þeim óðum fækkandi og þessi kynslóð keppir vel að þvi marki, að þeir hvetfi alveg. Af öllum landshlutum eru Reykja- vík og Vestmannaeyjar þó þeir staðir, þar sem sambandið er greiðast og almennast við um- heiminn, við önnur lönd. Af þessu leiðir, að miklu er hætt- ara við en áður, að algengar far- sóttir berist hingað tii lands og að vér megum ekki ímynda oss, að vér getum einangrað oss eins og fyrrum, þegarskip komu ekki til landsins svo mánuðum skifti. Við verðum þess vegna um sótt- varnir að semja okkur að sið erlendra menningarþjóða, en ekki halda uppi úreltum, óheppilegum og jafnvel óframkvæmanl. aðfei ð- um fyrrl tíma hér á landi. í öðr- um löndum er aldrei einangrað við slíkum sjúkdómum eins og t. d. skarlatssótt, mislingum, kíg- hósta, o. fl. þessir sjúkdómar eru taldir barnasjúkdómar, sem eru landlægir og víst örsjaldan eða aldrei ganga sem farsóttir. Við eigum að láta hið sama verða hér. þá verða sjúkdómar þessir meinlausir. það er mjög misjafnt hve iólk er sótthrætt. Sumt verður alveg „hysteriskt" viti það af smitandi veikindum náiægt sér. þetta fóik vili helst hafa sóttvarnir sem víð- tækastar og fer langt úr leið til þess að mæta ekki manni sem það ^runar að geti gert sig veik- an. Ég veit dærni þess af eigin reynslu frá Sauðárkróki þegar skarlatsótt var hjá mér og fólk af heimilinu kom út á götu. Ég veit lika dæmi þess frá Vest- mannaeyjum aö maður þorði ekki að hafa barn á heimili sínu vegna þess að hann hélt að það væri með bólgua kirtia (berklaveiki). það er trú mín að tólk þetta losni þó ekki rreinur en annað fólk við veikindi og dauða. þegar infiuensan gekk í vetur vildu sumir láta sóttkvia eyjarn- ar(0- Jeg böid að þeim, sem eru svo sótturæddir sé best að iara burtu og setjast að t.d. í Skafta- fellssýslu. Annað mal er að gæta fylstu varúðar i veiki’ndum og að hið opmóera létti undir aö það sé gert, og aö það sé unnt. T.d. er íull þörf á aö hafa hér sótt- varnarhús þar sem hægi er að leggja inn t.d. taugaveikissjúk- linga og menn, sein eru mjög veikir, en hafa slæm húsakynni. T,d. hefði það efiaust bjargað maunslifum í vetur og oftar að því er til sjómanna kemur, sem urðu að liggja veikir i slæmum og loftlitlum sjóbúðum. í slíku umhverfi er vitanlega hættara við lungnabólgu. Læt ég svo útrætt um þetta mál þó að margt fleira mætti um það segja. K. L. Björgudarmálefni. Eins og konnugt er lét Slysa- varnarfélag íslands bát hingað s. 1. haust með þeim skilyrðum að hann yrði hafður á Eiðinu, að skýli yrði byggt yfir hann, og að Björgunarfélagið tæki að sér umsjá hans og rekstur. Ýmsir álita að ekki sé sem heppiiegast ag hafa bátinn á Eiðinu. en hann var nú látinn hingið með þeim skilyrðum er ofan segir, og stjórn Slysavarnarfélagsins gengur auðvitað hið besta til. Svo er 1 ka vel mögulegt að einhverntíma geti orðið gagn að bátnum þó á' Eiðinu sé, um það er ekkert hægt að segja nú, því margt ber við á langri leiö, og báturinn getur geymst þarna mjög lengi eins og nú er frá honum gengið. þáreð búast má við, að sein-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.