Víðir


Víðir - 04.07.1931, Blaðsíða 2

Víðir - 04.07.1931, Blaðsíða 2
2 Ví 8 i r T i 1 k y n n i n g * Tek á móti sjúklingum í Barnaskólanum til miðvikudags frá kl. 11—12 f. h. og 2—4 e. h. (Inngangur að vestanverðu). Kjartan Olafsson augnlœknir. legt yrði að sækja bátinn inn á Eiði ef til hans þyrfti að taká hér innan hafnar eða aðallega að austanverðu, hefur stjórn Björg- unarfélagsíns ákveðið, að smíða björgunarbát, sexæring, mjög vandaðann og á að hafa hann í nausti í Hafnareyri ef ieyfi hafnar- nefndar fæst til. Sá bátur er nú í smíðum hjá Hr. Runólfi Jóhanns- syni bátasmið hér. Björgunarfélagið hefur fengið Hr. Peter Andersen til að hafa umsjá meö bátum þessum eins og öðrum björgunartækjum sem það hefur, og mun vandtenginn til þess hæfari maður. I vetur auglýsti féiagið eftir mönnum sem vildu styðja þessa viðleitni til björgunar með þvi að gefa sig, fram við Peter Andersen og taka þátt í æfingum sem ætlast er til að hlaupið sé í, þegar ekkert er til starfa alment. það var. ennfremur tilkynt að ekki væri til ætlast að menn gerðu þetta fyrir ekki neitt. Líklegt væri að margir í öðru eins sjóplássi eins og Vestmanna- eyjar eru, hefðu orðið til þess að láta skrá sig Peter til æfinga og fá sér róðrarsprett við og við, en sú hefur ekki orðið raunin á. Ég veit ekki hvort það er af tómlæti, eða hvaða ástæðum það er, að menn hafa tii þessa ekki sint málaieitun Björgunarfélagsins, en víst er þaö, að hásetar á bátinn eða bátana eru ófengnir enn, af því engvir gefa sig fram. það er ekki vansalaust að svo gangi til lengdar og vil ég því vekja athygli sjómauna á áskorun þeirri er birt er hér á öðrum stað í blaðinu. Vonast ég til, að það verði ekki látið spyrjast, að hér í Vestmannaeyjum sé ekki hægt að manna þær fleytur sem eiga að vera til taks til björgunar hér við höfnina ef þörf gerist. /• /»• J- þegar ég lifdi á midöldunum. í danska blaðinu „Tidens Kvin- der* útg 2. júní eiðastl. birtist viðtal við Júlíönu Sveinsdóttir málara, frá Sveinsstöðum hér í Eyjum, undir ofanritaðri fyrirsögn. Viðtal þetta er nokkurslionar Vestmannaeyjalýsing frá títnabid því er ungfrúin var í æsku sem mun vera um og eftir aldanótin, og geta nú Vestmannaeyingar þeir er muna þá tíð, séð hversu minnisgóð Júlíana er. Vil ég því biðja Víðir um að fiytja viðtalið, lauslega þýtt. „Jú það er alveg satt, ég hef! lifað á miðaldartímum". Júlíana Sveinsdóttir, hinn ágæti fslendski málari, sem nú sýnir málverk sín. hér í borginni, brosir og horfir á mig eins og hún vildi ssgja: „Nú haldið þér náttúrlega að ég sé dálítið geggjuð.* Svo heldur hún áfram: „Jeg er fædd í Vestmannaeyjum, litla bænum sem þér sjáið hér málverk af. þegar ég var lítil stúlka var hin lirla eyja, sem liggur fyrir súnn- an ísland og tilheyrir því, alveg utan við menninguna, hálfgleymd- ur blettur þar sem lifshættir voru hinir sömu og þeir höfðu verið í aldaraðir. Hugsið þér yður t.d. það, að við börnin bundum lærleggi úr kindum undir stigvélin okkar til þess að renna okkur á á ísnum Minnir það ekki á beinskauta þá er menn notuðu á miðöldunum? þér sjaið hvort ég segi ekki satt. Á löngum vetrarkvöldum sát- um við heima í litlu húsunum við kertaljós steipt úrsauðatólg. þar var spunnið tætt og ofið. Fénaðurinn og fiskiveiðarnar voru aðal lífsbjöig eyjabúa. þér sjáið þarna á myndinni stóran næstum lóöréttan klett. Hann er utan við bæinn og liggur að sjó, en inn með honum er dálítil vík og er þar leiðin inn að bænum. Á þessum kletti bjó enginn inað- ur, en stórir fjárhópar eru þar vetur og sumar þvi hann er allur grasi vaxinn. Á vorin er féð rekið saman og rúið og á haustin er því slátrað, annars ganga kind- urnar þar allan ársins hring. þegar hvassviðri eru þurfa skipin of't að liggja hinumegin við klettinn dögum saman, áður en hægt sé að koma farþegunum á land. Hversu oft hefi ég þegar ég var barn, horft upp í þennan stóra klett og öfundað kindurnar, þær voru þarria uppi og gátu horft út yfir hafið, já horft um viða veröld. Jeg hugsaði þá um það að kletturinn snéri beint til norð- urs, og ef sjón mín væri nógu skörp gæti ég séð ísland af toppi hans. En ísland og Reykjavík voru á þeim tíma ímynd hins víða umheims, í augum litlu Vest- manneyjastúlkunnar. Sjáið þér litlu kirkjuna þarna á miðri myndinni? Getið þér hugsað yður að mesta skemtun- in sem við börnin gátum fenglð var að fara til kirkju með full- orðna fólkinu. þar var aðal sam- komustaðurinn. Presturinn var einskonar fréttablað, frá honum komu á sunnudögum allar helstu fréttir tilkynningar og þessháttar. Hvergi nema við kirkjuna hitti maður fólk frá öðrum bæjum á eyjunni og fékk að vita hvernig þvi Ieið. Aðfangadagskvöld var að mínu áliti það skemtilegasta sem til var. þegar fólkið kom í kirkjuna það kvpld, var hún hálfdimm, aðeins tvö kertaljós lóguðu á altarinu, en þegar allir voru saman komnir í kirkjuna, kom hringjarinn með stiga og stóra köifu fulla af heimasteyptum tólgarkertum. Eftir endilangri kirkjunni, innan frá altari og fram að dyrum var stór trébogi, og voru kei tin fest þar á. Hringjar- inu kveikti á kertunum jafnóöum og hann festi þau, og fór að því mjög hátíðlega. ,þegar kertin höfðu öll verið tendruð fundust mér sannarlega vera komin jól. í ungdæmi mínu var hjá okkur gamall læknir, skemtilegur og smáskrítinn. Hann var ekki sérlega vel aö sér í hinni göfugu lækniiist, það eina sem honum heppnaðist vel, var að hjálpa konum í barnsnauð. AÖ ööru leyti voru allar hans læknisað- terðir mesta kák og eftit miðaidar- venjum. Hann tók mönnum blóð og koppsetti, það voru í raun og veru þær einustu læknisað- ferðir, sem hann notaði. Jú hann ráðiagði lika laxðrolíu. þegar hann kom til sjúkra gaf hann þeim undantekningariaust þetta góða meöal, hvað sem annars gekk að þeim. Seinna hefir verið sagt um hann, að hann hafi að minsta kosti drepið 10 menn sem höfðu botnlangabólku með þeirri læknisaðferð. Manni sem hatði nýrnabólgu ráðlagði hann að fá sér duglega í staupinu. Að öðru ieyti var hann besti maður, skemtilegur og fuilur með gletni. Mamma mín hafði ekki sérlega rnikið álit á honum, Hún treysti sjálfri sér betur og svo lyfsalanum þegar bróðir minn, sem var dæmalaus hrakfallabálkur, hafði meitt sig eitthvað, t. d. handlegs eða fótbrotnað, kaus hún heldur að binda um það sjálf, en að láta læknirinn gera það. Við lyfsalann hafði hún það þannig að hún bara bað um það sem hún þurfti og fékk það. Skemtanir voru ekki sérlega miklar á þeim tímum, og ekki aðrar en þær sem við fundum upp á sjálf. Sambandið [við urn- heiminn var mjög undir tilviljun komið. T. d. hefi ég mörg hundruð sinnum séð tendrað bál á hinum áðurnefnda háa kletti, til þess að komast í samband við Island cg þar með umheiminn. Nú er náttúrlega kominn þar tilsími og ritsími, hátalarar færa i inum miðaldarlegu æskustöðvum nínum allar nýjustu frétfir og Iljóðfæraslátt hvaðan sem er úr heiminum. Og auðvitað er komið þar nýtísku kvikmyndahús. Getið þér nú skilið að ég hefi IHðÍr - Kemur út einu sinni í viku - ÚtgeFandi: E y j a p r e n t s m i ð j a n h. f. Afgreiðsluinaður: Sig. S. Scheving Simi 129. Pósthðlf 16: Verð: Innanbæjar Ur. 0.50 á mánuði, úti um land kr. 6.50 árgangurinm Auglýsingaverð: kr. 1150 cm. fylgt framþróuninni alla leið frá miðöldunum? “ Svo mörg eru þau orð. Málverk það er getur um í viðtalinu er af Vestmannaeyjum, og er mynd af þvi blaðinu. H. þrælahaldjð í Rússlandj. L Ráöstjórnin rússneska hefur tekið upp þá aðferð að flytja út vörur i stórum stil og selja undir framleiðsluverði nl þess að afia sér skotsilfurs og til að koma framleiðslu annara landa i öng- þveiti sem af verðfaliinu leiðir. Böl það sem rússar koma af stað með þessu móti sérstaklega hjá verkamönnum Vesturevrópu og Vesturheims, verður ekkl með tölum talið. Nú var nýlega tilkynt í útvarps* iréttum, að Bandarikin væru í þann vegin að iögieiða ínnflutn- ingsbann á þeim vörum, sem framle ddar væru með vinnu ófrjalsra manna, eða nauðungar- vmnu, og fylgdi það með frogn- inni. að bann þetta myndi ná tii alirar framieiðsiu rússnesku þjóðarinnar, þareð Bandaríkja- stjórnin hefði sönnur fyrir því, aö öll framleiðsla í Rússlandi, væri unnin í nauðungarvinnu. Svo ömurleg eru kjör hinnar rússnesku þjóðar undir harð- stjórnarsvipu íáðstjórnarinnar. Nokkrir sanntrúaðir atvinnu- lausir norskir kommúnistar, ætluðu á dögunum að tíytja til Rússlands til að leita sér atvinnu, og fóru á fund rússneska sendi- herrans í Oslo til að fá vegabréf og upplýsingar. Eftir að hafa fengið fræðslu um kjörin sem þeim var ætlatf að vinna fyrir, hættu menn þessir við ferðalagið og sátu kyrru fyrir í Noregi. Rússar eru sem óöast að koma sér upp Hskiflota, stórum nýtisku togurum. Fari þeir eins að með fiskinn eins og þeir gera með aðrar vörur, stafar þeim löndum er fisk framleiða, ekki síst íslandi, stór hæit af verðfalis braski þeirra. Alt er þetta gert til að koma af 3tað vandræðum f heim- inum og byltingum, þar sjá

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.