Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 9

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 9
Söngfélagið „Brœðurnir“ 7 í vor, þegar félagið var 20 ára, minntist það og skyldulið söngmanna þess starfsafmælis með skemmti- ferð vestur í Dalasýslu (30. júni). Var i þeirri ferð einkum litazt um á þeim slóðum, sem geyma lifandi myndir og margar minningar fyrri tíma i hugum allra þeirra, sem lesið liafa íslendingasögur þær, sem þar gjörast. Þessi ferðamannaskari (46 manna) heimsótti Bjarna hónda Jensson í Ásgarði. Þótti örlæti lnms og risna minna mjög á héraðshöfðingja Dalamanna til forna. Vísa sú, sem einhver hagyrðingur í þeim liópi gesta varpaði fram og kyrjuð var, þegar úr lilaði var þeyst, l)er það með sér, að ferðafóllc liafi verið í góðu skapi, þegar það kvaddi Ásgarð og bóndann þar. En vísan er svona: „Héðan allir hlæjandi heim við skulum bruna. Öldunginn í Ásgarði ættum við að muna.“ Á heimleið kom skemmtiferðafólkið á Nesodda í Mið- döluin. Þann dag var þar mannfagnaður mikill og juku „Bræður“ óvæntum þætti i hann, með þvi að syngja fyrir mannfjöldann, en liann endurgalt sönginn með fögnuði. Var síðan haldið heim á skuggalausri júnínótt. Ef til vill verður einhver til þess síðar að skrá sögu „Bræðra“ i heild, og mun þá leitt í ljós, betur en unnt hefir verið að gjöra hér, að starf þeirra i þágu söngs- ins og á vettvangi ófölskvaðrar bróðureiningar, var ekki unnið fyrir gýg. Þá þykir varla alls ómerkur sá þátt- ur, sem þeir með félagslyndi sínu, þolgæði og ósérplægni, hafa spunnið i skemmtana- og menningarlif héraðsins.

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.