Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.02.1971, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.02.1971, Blaðsíða 1
Verzlið í sérverzlun. Það tryggir gæðin. TÓBAKSBÚÐIN Brekkugötu 5 . Sími 12820 N. H. - búðin STRANDGÖTU 11 - SÍMI 1-26-90. FRAMKOLLUN — KOPIERING PEDROM YNDIR Akureyri HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 ALÞYÐUMAÐURINN ^000« 41. árg. — Akureyri, föstudaginn 12. febrúar 1971 — 3. tölublað Fjárhagsáæflun Akureyrar fyrir árið 1971 Á FUNDI bæjarstjórnar Ak. 2. febrúar sl. var fjárhagsáætlun bæjarins afgreidd. Niðurstöðutölur áætlunarinn- ar eru 211 milljónir króna eða 48% hækkun frá árinu 1969. Helztu tekjuliðir eru: millj. Útsvör................. 125.0 Aðstöðugjöld ............ 31.0 Framl. úr Jöfnunarsj. . 22.875 Skattar og tekjur af fasteignum . ............ 13.9 Hluti bæjarsj. af vegafé 4.6 Hæstu útgjöld eru til félags- í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Jafnaðarmenn - konur jafnt sem karlar - hef jið þegar öflugt starf til sigurs lista okkar A FJÖLMENNUM kjördæmisráðsfundi jafnaöarmanna, höldnum á Akureyri sl. sunnudag, 7. febrúar, var samþykktur einróma fram boðslisti Alþýðuflokksins við alþingiskjör í júní n. k. Mættir voru fulltrúar víðsvegar1 2 3 4 5 6 að úr kjördæminu — og var alger samstaða fulltrúanna um listann. Nú, þá er AM birtir framboðslista jafn- aðarmanna í Norð-Austurþingi, telur blaðið kosningabaráttuna þegar hafna — og skorar liér með á alla unnendur jafnaðarstefn- unnar í kjördæminu að hefja þegar öflugt starf fyrir sigri lista jafna'ðarmanna. TAKMARKIÐ ER KJÖRDÆMISKJÖRINN ÞING MAÐUR I NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA. FRAMBOÐS LISTI JAFNAÐARMANNA BR ÞANNIG SKIPAÐUR. Bragi Sigurjónsson. 1. Bragi Sigurjónsson, alþingis maður, Akureyri. 2. Guðmundur Hákonarson, verzlunarmaður, Húsavík. 3. Hreggviður Hermannsson, héraðslæknir, Ólafsfirði. 4. Elsa Axelsdóttir, húsfrú, Þórshöfn. 5. Ingibjörg Bjarnadóttir, hús- frú, Núpufelli, Eyjafirði. 6. Snorri Snorrason, sjómað- ur, Dalvík. 7. Bárður Halldórsson, mennta skólakennari, Akureyri. 8. Karl Ágústsson, fram- kvæmdastjóri, Raufarhöfn. 9. Ólafur Aðalbjörnsson, stýrimaður, Akureyri. 10. Björn Friðfinnsson, bæjar- stjóri, Húsavík. > 11. Albert Sölvason, jám- smiður, Akureyri. 12. Tryggvi Sigtryggsson, bóndi, Reykjadal, S.-Þing. Guðinundur Hákonarson. mála 58 millj., gatnagerðar, skipulags og tæknideildar 45 millj., menntamála 26 millj. og til hreinlætismála 13 millj. Mesta atliygli vekur gífurleg hækkun útsvarsupphæðar frá síðasta ári, en áætlað er að hún hækki um 39%, þó að sami álagningarstigi verði notaður. Virðist þar ekki ríða við ein- teyming bjartsýni fjármála- snillinga Sjálfstæðis og Fram- sóknar í bæjarstjórn um góða afkomu einstaklinga hér í bæ, en þeir munu þurfa að bera um 90% útsvarsupphæðarinnar. Miklar hækkanir urðu á flest- um gjaldaliðum þó að öll met væru slegin með hækkun á kostnaði við bæjarstjórn, bæjar ráð og nefndir en sá liður hækk aði um 110%. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins og Samtaka vinstri manna fluttu sameiginlega nokkrar breytingatillögur við fjárhags- áætlunina. Þær helztu voru, að framlag til heimilishjálpar yrði 500 þús. í ,stað 300 þús. Nýr lið- ur, aðstoð við aldrað fólk í heimahúsum, yrði tekinn í áætl un kr. 200 þús. Framlag til dag- heimilis hækkaði úr 500 þús. í 1.5 millj. og til nýbyggingar Elli heimilis Akureyrar yrði varið 1.5 millj. Þessar tillögur voru sam- þykktar nema hækkun á fram- lagi til heimilishjálpar. Sjálf- stæðismenn gerðu þá grein fyr- ir sinni afstöðu, að 200 þús. krónur væru nægilegar, þar sem svo fáir bæjarbúar þyrftu á heimilishjálp að halda, eða svo hefði verið reynsla síðustu ára. (Hvað segja bæjarbúar um það?). Fjái'hagsáætlunin var síðan samþykkt með 9 millj. króna halla og' „lántökur“ settai' í þann lið. Þannig var fjái'hagsáætlun Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 1971 lokað tekna- og gjalda- megin með niðurstöðutölunum kr. 210.975.000.00. Með vorinu koma skattseðl- FUNDUR F.U.J. FUNDUR verður haldinn í Fé- lagi ungra jafnaðarmanna á Akureyri í fundarsalnum að Strandgötu 9, sunnudaginn 14. febrúar kl. 2 e. h. Fundarefni: 1. Starfið í vetur. 2. Viðræðuhóparnir. 3. Önnur mál. Félagsmenn hvattir til að mæta vel og taka með sér gesti. Stjórnin. Stofnaður Dvalarheimilissjóður BÆJÁRSTJÓRN Húsavíkur samþykkti á fundi sínum 3. febrúar sl., að stofna sjóð, sem verja á til byggingar dvalar- heimilis fyrir aldraða í Húsa- vík. Heitir sjóðurinn Dvalar- heimilissjóður aldraðra. Sjóðurinn skal ávaxtaður í bönkum og sparisjóðum undir umsjá bæjarstjóra og sýslu- manns Þingeyinga og fjárreið- ur hans endurskoðaðar og birt- ar árlega af endurskoðendum bæjarreikninga, en þegar sjóð- urinn þykir nægilega stór að mati bæjarstjórnar, skal skipuð bygginganefnd dvalarheimilis- ins í samráði við ýmsa aðila í héráðinu og sjóðurinn þá af- hentur henni. Ætlunin er að væntanlegt (Framhald á blaðsíðu 5) N Ilreggviður Hermannsson. Elsa Axelsdóttir. Ingibjörg Bjamadóttir. Snorri Snorrason. Bárður Halldórsson. Karl Ágústsson. Ólafur Aðalbjörnsson. Bjöm Friðfinnsson. Albert Sölvason. Tryggvi Sigtryggsson. SAMEINING EN EKKISUNDRUNG - sjá bls. 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.